Innlent

Maður sleginn í höfuðið með bjórglasi fyrir utan skemmtistað

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Árásin átti sér stað í miðbæ Akureyrar. Hún er talin alvarleg vegna þeirrar aðferðar sem var beitt.
Árásin átti sér stað í miðbæ Akureyrar. Hún er talin alvarleg vegna þeirrar aðferðar sem var beitt. vísir/tryggvi páll

Alvarleg líkamsárás átti sér stað í miðbæ Akureyrar í nótt. Maður var sleginn í höfuð með bjórglasi og skarst illa. Sá var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri en ekki er talið að mennirnir hafi þekkst fyrir.

Erilsöm nótt er að baki hjá lögregluembættinu á Norðurlandi vestra, á Facebook greinir embættið frá 39 málum sem þurfti að sinna, þar af 14 tengd foktjónum. Embættið greinir frá því að tveir hafi gist fangageymslu, annar vegna alvarlegrar líkamsárásar fyrir utan skemmtistað og hinn vegna gruns um heimilisofbeldi. Tilkynningar eru enn að berast um foktjón, að sögn lögreglu.

Í máli þar sem bjórglasi var beitt er árásarþoli á fertugsaldri en árásarmaður á þrítugsaldri. Þetta staðfestir Hallgrímur Gíslason, varðstjóri lögreglunnar á Norðurlandri eystra. 

„Þeir virðast ekki hafa þekkst en þetta hafa verið einhverjar stympingar sem enda með því að árásarmaður slær hann með glasi. Þetta flokkast sem alvarleg líkamsárás vegna aðferðarinnar, þannig flokkum við þetta í kerfinu núna.“

Hann segir slíkar árásir þó ekki hafa færst í aukana en nóttin hafi aðallega verið erilsöm vegna veðurtengdra tilvika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×