Stefnir í slag um ritaraembættið: „Að óbreyttu heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að hnigna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. september 2022 09:02 Bryndís Haraldsdóttir og Helgi Áss Grétarsson sækjast eftir ritaraembætti Sjálfstæðisflokksins. Heimildir fréttastofu herma að Vilhjálmur Árnason hafi í hyggju að tilkynna um framboð til ritarans nú um helgina. samsett/vilhelm Helgi Áss Grétarsson hefur gefið kost á sér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Að óbreyttu telur hann að fylgi Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að hnigna. Það stefnir í slag um ritaraembættið en Bryndís Haraldsdóttir sækist einnig eftir kjöri. Frá framboðinu greinir Helgi í aðsendri grein á Vísi sem birtist í morgun. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, tilkynnti um sitt framboð fyrir viku. Í samtali við fréttastofu segist Vilhjálmur Árnason, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, íhuga alvarlega að slást í hópinn og bjóða sig fram. Hann mun tilkynna um ákvörðun sína þessa helgi. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem verður haldinn verður 4. nóvember næstkomandi, verður því hart barist um embættið. Í grein Helga Áss, sem ber heitið „Að taka í handbremsuna“, rekur hann hvernig fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur hnignað síðustu ár. Hann ber stöðu flokksins saman við tapaða skák þar sem eingöngu andstæðingurinn getur þróað og bætt stöðuna. Helgi er einn helsti stórmeistari landsins í skák. „Sé ekkert gert til að hrista upp í hlutunum þá versnar staðan hægt og sígandi þar til að taflið tapast. Framsýnir skákmenn hins vegar bregðast við þessum aðstæðum og reyna að breyta gangi mála, til dæmis með óvæntum útspilum eins og að fórna liði í því skyni að gera taflið flóknara fyrir andstæðinginn,“ segir í grein Helga. Líkt og Helgi bendir á hefur fylgi flokksins dvínað jafnt og þétt síðustu ár og mælist flokkurinn nú með um 21 prósenta fylgi samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallúp. Það er af sem áður var enda mældist flokkurinn jafnan með um 40 prósent á landsvísu. Helgi telur flokkinn hins vegar enn búa yfir þreki til að snúa taflinu við. „Klukkan tifar hins vegar og það kemur ekki að sjálfu sér að breyta hinni pólitísku vígstöðu. Það þarf að endurskipuleggja með hvaða hætti Sjálfstæðisflokkurinn nær til kjósenda, ekki síst til þeirra sem yngri eru. Grundvallaratriðið í þessum efnum er að flokkurinn ástundi fagleg vinnubrögð í sínum eigin málum og hafi líflegt félags- og flokksstarf,“ segir í greininni sem má lesa í heild sinni hér. Staða ritara Sjálfstæðisflokksins hefur verið laus frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð. Jón Gunnarsson innanríkisráðherra gengdi stöðunni áður en hann tók sæti í ríkisstjórn. Samkvæmt reglum flokksins má ritari ekki eiga sæti í ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bryndís býður sig fram á landsfundi Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í embætti ritara flokksins á landsfundi sem haldinn verður 4. nóvember næstkomandi. 17. september 2022 14:57 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
Frá framboðinu greinir Helgi í aðsendri grein á Vísi sem birtist í morgun. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, tilkynnti um sitt framboð fyrir viku. Í samtali við fréttastofu segist Vilhjálmur Árnason, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, íhuga alvarlega að slást í hópinn og bjóða sig fram. Hann mun tilkynna um ákvörðun sína þessa helgi. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem verður haldinn verður 4. nóvember næstkomandi, verður því hart barist um embættið. Í grein Helga Áss, sem ber heitið „Að taka í handbremsuna“, rekur hann hvernig fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur hnignað síðustu ár. Hann ber stöðu flokksins saman við tapaða skák þar sem eingöngu andstæðingurinn getur þróað og bætt stöðuna. Helgi er einn helsti stórmeistari landsins í skák. „Sé ekkert gert til að hrista upp í hlutunum þá versnar staðan hægt og sígandi þar til að taflið tapast. Framsýnir skákmenn hins vegar bregðast við þessum aðstæðum og reyna að breyta gangi mála, til dæmis með óvæntum útspilum eins og að fórna liði í því skyni að gera taflið flóknara fyrir andstæðinginn,“ segir í grein Helga. Líkt og Helgi bendir á hefur fylgi flokksins dvínað jafnt og þétt síðustu ár og mælist flokkurinn nú með um 21 prósenta fylgi samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallúp. Það er af sem áður var enda mældist flokkurinn jafnan með um 40 prósent á landsvísu. Helgi telur flokkinn hins vegar enn búa yfir þreki til að snúa taflinu við. „Klukkan tifar hins vegar og það kemur ekki að sjálfu sér að breyta hinni pólitísku vígstöðu. Það þarf að endurskipuleggja með hvaða hætti Sjálfstæðisflokkurinn nær til kjósenda, ekki síst til þeirra sem yngri eru. Grundvallaratriðið í þessum efnum er að flokkurinn ástundi fagleg vinnubrögð í sínum eigin málum og hafi líflegt félags- og flokksstarf,“ segir í greininni sem má lesa í heild sinni hér. Staða ritara Sjálfstæðisflokksins hefur verið laus frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð. Jón Gunnarsson innanríkisráðherra gengdi stöðunni áður en hann tók sæti í ríkisstjórn. Samkvæmt reglum flokksins má ritari ekki eiga sæti í ríkisstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bryndís býður sig fram á landsfundi Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í embætti ritara flokksins á landsfundi sem haldinn verður 4. nóvember næstkomandi. 17. september 2022 14:57 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
Bryndís býður sig fram á landsfundi Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í embætti ritara flokksins á landsfundi sem haldinn verður 4. nóvember næstkomandi. 17. september 2022 14:57