Stefnir í slag um ritaraembættið: „Að óbreyttu heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að hnigna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. september 2022 09:02 Bryndís Haraldsdóttir og Helgi Áss Grétarsson sækjast eftir ritaraembætti Sjálfstæðisflokksins. Heimildir fréttastofu herma að Vilhjálmur Árnason hafi í hyggju að tilkynna um framboð til ritarans nú um helgina. samsett/vilhelm Helgi Áss Grétarsson hefur gefið kost á sér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Að óbreyttu telur hann að fylgi Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að hnigna. Það stefnir í slag um ritaraembættið en Bryndís Haraldsdóttir sækist einnig eftir kjöri. Frá framboðinu greinir Helgi í aðsendri grein á Vísi sem birtist í morgun. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, tilkynnti um sitt framboð fyrir viku. Í samtali við fréttastofu segist Vilhjálmur Árnason, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, íhuga alvarlega að slást í hópinn og bjóða sig fram. Hann mun tilkynna um ákvörðun sína þessa helgi. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem verður haldinn verður 4. nóvember næstkomandi, verður því hart barist um embættið. Í grein Helga Áss, sem ber heitið „Að taka í handbremsuna“, rekur hann hvernig fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur hnignað síðustu ár. Hann ber stöðu flokksins saman við tapaða skák þar sem eingöngu andstæðingurinn getur þróað og bætt stöðuna. Helgi er einn helsti stórmeistari landsins í skák. „Sé ekkert gert til að hrista upp í hlutunum þá versnar staðan hægt og sígandi þar til að taflið tapast. Framsýnir skákmenn hins vegar bregðast við þessum aðstæðum og reyna að breyta gangi mála, til dæmis með óvæntum útspilum eins og að fórna liði í því skyni að gera taflið flóknara fyrir andstæðinginn,“ segir í grein Helga. Líkt og Helgi bendir á hefur fylgi flokksins dvínað jafnt og þétt síðustu ár og mælist flokkurinn nú með um 21 prósenta fylgi samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallúp. Það er af sem áður var enda mældist flokkurinn jafnan með um 40 prósent á landsvísu. Helgi telur flokkinn hins vegar enn búa yfir þreki til að snúa taflinu við. „Klukkan tifar hins vegar og það kemur ekki að sjálfu sér að breyta hinni pólitísku vígstöðu. Það þarf að endurskipuleggja með hvaða hætti Sjálfstæðisflokkurinn nær til kjósenda, ekki síst til þeirra sem yngri eru. Grundvallaratriðið í þessum efnum er að flokkurinn ástundi fagleg vinnubrögð í sínum eigin málum og hafi líflegt félags- og flokksstarf,“ segir í greininni sem má lesa í heild sinni hér. Staða ritara Sjálfstæðisflokksins hefur verið laus frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð. Jón Gunnarsson innanríkisráðherra gengdi stöðunni áður en hann tók sæti í ríkisstjórn. Samkvæmt reglum flokksins má ritari ekki eiga sæti í ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bryndís býður sig fram á landsfundi Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í embætti ritara flokksins á landsfundi sem haldinn verður 4. nóvember næstkomandi. 17. september 2022 14:57 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Frá framboðinu greinir Helgi í aðsendri grein á Vísi sem birtist í morgun. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, tilkynnti um sitt framboð fyrir viku. Í samtali við fréttastofu segist Vilhjálmur Árnason, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, íhuga alvarlega að slást í hópinn og bjóða sig fram. Hann mun tilkynna um ákvörðun sína þessa helgi. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem verður haldinn verður 4. nóvember næstkomandi, verður því hart barist um embættið. Í grein Helga Áss, sem ber heitið „Að taka í handbremsuna“, rekur hann hvernig fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur hnignað síðustu ár. Hann ber stöðu flokksins saman við tapaða skák þar sem eingöngu andstæðingurinn getur þróað og bætt stöðuna. Helgi er einn helsti stórmeistari landsins í skák. „Sé ekkert gert til að hrista upp í hlutunum þá versnar staðan hægt og sígandi þar til að taflið tapast. Framsýnir skákmenn hins vegar bregðast við þessum aðstæðum og reyna að breyta gangi mála, til dæmis með óvæntum útspilum eins og að fórna liði í því skyni að gera taflið flóknara fyrir andstæðinginn,“ segir í grein Helga. Líkt og Helgi bendir á hefur fylgi flokksins dvínað jafnt og þétt síðustu ár og mælist flokkurinn nú með um 21 prósenta fylgi samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallúp. Það er af sem áður var enda mældist flokkurinn jafnan með um 40 prósent á landsvísu. Helgi telur flokkinn hins vegar enn búa yfir þreki til að snúa taflinu við. „Klukkan tifar hins vegar og það kemur ekki að sjálfu sér að breyta hinni pólitísku vígstöðu. Það þarf að endurskipuleggja með hvaða hætti Sjálfstæðisflokkurinn nær til kjósenda, ekki síst til þeirra sem yngri eru. Grundvallaratriðið í þessum efnum er að flokkurinn ástundi fagleg vinnubrögð í sínum eigin málum og hafi líflegt félags- og flokksstarf,“ segir í greininni sem má lesa í heild sinni hér. Staða ritara Sjálfstæðisflokksins hefur verið laus frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð. Jón Gunnarsson innanríkisráðherra gengdi stöðunni áður en hann tók sæti í ríkisstjórn. Samkvæmt reglum flokksins má ritari ekki eiga sæti í ríkisstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bryndís býður sig fram á landsfundi Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í embætti ritara flokksins á landsfundi sem haldinn verður 4. nóvember næstkomandi. 17. september 2022 14:57 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Bryndís býður sig fram á landsfundi Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í embætti ritara flokksins á landsfundi sem haldinn verður 4. nóvember næstkomandi. 17. september 2022 14:57