Áfram gríðarlegt álag á heilsugæslunni þó sumrinu sé að ljúka Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. september 2022 19:31 Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Gríðarlegt álag er á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir. Mönnun er að komast í eðlilegt horf eftir sumarið en nú tekur við uppsöfnuð þörf eftir síðustu tvö ár. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir nokkra bið eftir tímum og býst við að róðurinn verði áfram þungur. Mikið álag var á heilsugæslustöðvum landsins í sumar en þó að sumrinu sé nú lokið er ekkert að draga úr álaginu, að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Nú eru menn bara að reyna að taka uppsöfnuð námsleyfi og sumarfrí sem ekki gafst tími til að taka þessi síðustu tvö ár,“ segir hún. „Mönnunin er alveg að komast í venjulegt horf en hins vegar er uppsöfnuð þörf eftir þjónustu eftir allan þennan Covid tíma sem við erum mikið að finna fyrir.“ Þá hjálpi haustpestirnar ekki til og er mikil bið eftir tímum. Á einhverjum stöðvum var ekki tekið við tímabókunum í sumar en þær eru nú byrjaðar aftur. Einhverra vikna bið er þó til staðar ef að ekki er um bráð tilfelli að ræða og jafnvel þá er einhver bið utan dagvinnutíma. „Við verðum bara að hvetja fólk, ef það þarf bráðaþjónustu, að hafa þá samband við dagvaktirnar, þar er alltaf hægt að fá þjónustu á öllum stöðvum en líka að hugsa sig um hvort það geti notað eigin ráð áður en það mætir,“ segir Sigríður. Aðrar heilbrigðisstofnanir glími einnig við mikið álag og líklega verði staðan áfram erfið fram á vetur. „Ég er nú voða hrædd um það af því að það vantar náttúrulega bara fleira starfsfólk inn á heilsugæslustöðvarnar almennt, okkur vantar lækna og hjúkrunarfræðinga og flestar starfsstéttir. Þó að við reynum allt sem við getum að koma málum í réttan farveg þá vantar í grunninn starfsfólk,“ segir Sigríður. Um langvinnan vanda sé að ræða enda vanti starfsfólk alls staðar auk þess sem þeir læknar og hjúkrunarfræðingar sem verið er að mennta núna svari ekki eftirspurninni. „Varðandi sérnámslækna til dæmis þá er eitt til tvö ár í að það útskrifist nógu margir til að taka við af öllum þeim fjölda sem er að fara að nálgast eftirlaun af heimilislæknum, þannig þetta verður áfram þungt í heildina,“ segir Sigríður. Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15 Óttast að missa unga og ferska lækna annað vegna mikils álags Skortur er á heimilislæknum víða á landinu og er viðbúið að staðan versni. Fjöldi lækna er á leið á eftirlaun og sérnámslæknar ná ekki að fylla í skarðið jafn hratt. Formaður félags íslenskra heimilislækna óttast að aukið álag fæli yngra fólk frá starfinu þar sem þeir upplifi strax kulnun. Þörf sé á heildrænni endurskoðun í kerfinu öllu þar sem ljóst sé að sami vandi leynist víða. 4. ágúst 2022 21:01 Símatímar falla niður vegna manneklu Símatímar heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnun Vesturlands falla niður í dag vegna manneklu. Í símsvara Heilbrigðisstofnunarinnar er beðist velvirðingar á því að símatímarnir falli niður. 27. júlí 2022 11:44 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Mikið álag var á heilsugæslustöðvum landsins í sumar en þó að sumrinu sé nú lokið er ekkert að draga úr álaginu, að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Nú eru menn bara að reyna að taka uppsöfnuð námsleyfi og sumarfrí sem ekki gafst tími til að taka þessi síðustu tvö ár,“ segir hún. „Mönnunin er alveg að komast í venjulegt horf en hins vegar er uppsöfnuð þörf eftir þjónustu eftir allan þennan Covid tíma sem við erum mikið að finna fyrir.“ Þá hjálpi haustpestirnar ekki til og er mikil bið eftir tímum. Á einhverjum stöðvum var ekki tekið við tímabókunum í sumar en þær eru nú byrjaðar aftur. Einhverra vikna bið er þó til staðar ef að ekki er um bráð tilfelli að ræða og jafnvel þá er einhver bið utan dagvinnutíma. „Við verðum bara að hvetja fólk, ef það þarf bráðaþjónustu, að hafa þá samband við dagvaktirnar, þar er alltaf hægt að fá þjónustu á öllum stöðvum en líka að hugsa sig um hvort það geti notað eigin ráð áður en það mætir,“ segir Sigríður. Aðrar heilbrigðisstofnanir glími einnig við mikið álag og líklega verði staðan áfram erfið fram á vetur. „Ég er nú voða hrædd um það af því að það vantar náttúrulega bara fleira starfsfólk inn á heilsugæslustöðvarnar almennt, okkur vantar lækna og hjúkrunarfræðinga og flestar starfsstéttir. Þó að við reynum allt sem við getum að koma málum í réttan farveg þá vantar í grunninn starfsfólk,“ segir Sigríður. Um langvinnan vanda sé að ræða enda vanti starfsfólk alls staðar auk þess sem þeir læknar og hjúkrunarfræðingar sem verið er að mennta núna svari ekki eftirspurninni. „Varðandi sérnámslækna til dæmis þá er eitt til tvö ár í að það útskrifist nógu margir til að taka við af öllum þeim fjölda sem er að fara að nálgast eftirlaun af heimilislæknum, þannig þetta verður áfram þungt í heildina,“ segir Sigríður.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15 Óttast að missa unga og ferska lækna annað vegna mikils álags Skortur er á heimilislæknum víða á landinu og er viðbúið að staðan versni. Fjöldi lækna er á leið á eftirlaun og sérnámslæknar ná ekki að fylla í skarðið jafn hratt. Formaður félags íslenskra heimilislækna óttast að aukið álag fæli yngra fólk frá starfinu þar sem þeir upplifi strax kulnun. Þörf sé á heildrænni endurskoðun í kerfinu öllu þar sem ljóst sé að sami vandi leynist víða. 4. ágúst 2022 21:01 Símatímar falla niður vegna manneklu Símatímar heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnun Vesturlands falla niður í dag vegna manneklu. Í símsvara Heilbrigðisstofnunarinnar er beðist velvirðingar á því að símatímarnir falli niður. 27. júlí 2022 11:44 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15
Óttast að missa unga og ferska lækna annað vegna mikils álags Skortur er á heimilislæknum víða á landinu og er viðbúið að staðan versni. Fjöldi lækna er á leið á eftirlaun og sérnámslæknar ná ekki að fylla í skarðið jafn hratt. Formaður félags íslenskra heimilislækna óttast að aukið álag fæli yngra fólk frá starfinu þar sem þeir upplifi strax kulnun. Þörf sé á heildrænni endurskoðun í kerfinu öllu þar sem ljóst sé að sami vandi leynist víða. 4. ágúst 2022 21:01
Símatímar falla niður vegna manneklu Símatímar heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnun Vesturlands falla niður í dag vegna manneklu. Í símsvara Heilbrigðisstofnunarinnar er beðist velvirðingar á því að símatímarnir falli niður. 27. júlí 2022 11:44