Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - KR 5-0 | Þróttur átti ekki í vandræðum með andlausa KR-inga Hjörvar Ólafsson skrifar 25. september 2022 16:00 VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þróttur Reykjavík vann öruggan og þægilegan 5-0 sigur þegar liðið fékk KR í heimsókn á AVIS-völlinn í Laugardalinn í 17. og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Fyrstu þrjú mörk leiksins komu á fyrsta stundarfjórðungi leiksins en þar voru að verki Sæunn Björnsdóttir, Jelena Tinna Kujundzic og Danielle Julia Marcano. Það var í raun ljóst frá fyrstu mínútu hvoru megin sigurinn myndi lenda en heimakonur voru mun sterkari aðilinn allan leikinn. Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður og fyrirliði Þróttar, bætti svo fjórða mark Þróttara við með marki úr vítaspyrnu sem Andrea Rut Bjarnadóttir nældi í þegar um það bil korter var eftir af leiknum. Brynja Rán Knudsen rak svo síðasta naglann í líkkistu KR með fimmta marki Þróttara í uppbótartíma leiksins. Þróttur er eftir þennan sigur með 28 stig í fjórða sæti deildarinnar en liðið er þremur stigum á eftir Stjörnunni sem er sæti ofar. Stjarnan á tvo leiki eftir af deildinni en leik liðsins gegn Þór/KA sem átti að fara fram í dag var frestað vegna veðurs. KR er hins vegar í neðsta sæti með sjö stig en Vesturbæjarliðið var nú þegar fallið fyrir þessa umferð. Nik Chamberlain gat leyft sér að brosa í dag. Nik Chamberlain: Ánægðastur með að halda hreinu „Það sem gladdi mig mest var að við héldum hreinu og héldum ákefðinni í okkar leik allan leikinna. Við fengum líka mörk frá fimm mismunandi markaskorurum sem var jákvætt," sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, að leik loknum. „Brynja Rán skorar sitt fyrsta deildarmark fyrir meistaraflokk í þessum leik sem er sérstaklega ánægjulegt. Við komum annars inn í þennan leik af miklum krafti og skoruðum fimm góð mörk," sagði hann enn fremur. Þróttur laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni í síðuðstu umferð deildarinnar en Nik sagði að hann hefði verið ánægður með frammistöðuna sinna leikmanna í þeim leik og margt sem hefði verið hægt að byggja á frá þeim leik. „Það er langsótt að við munum ná að hirða þriðja sætið af Stjörnunni en þrátt fyrir tapið gegn þeim í síðasta leik var ég ánægður með spilamennskuna í þeim leik og við náðum að taka margt úr þeim leik með okkur í þennan," sagði Nik. Arnar Páll og Chris Harrington, þjálfarar KR.Vísir/Hulda Margrét Chris Harrington: Ekkert verið rætt við mig um framhaldið „Við komum mjög flatar inn í þennan leik og frammistaðan í fyrri hálfleik var virkilega slök. Við vorum örlítið skárri í seinni hálfleik en heilt yfir var þetta ekki á pari við þann standard sem við höfum sett fyrir liðið," sagði Chris, þjálfari KR, svekktur. „Við fengum reyndar þrjú mjög góð færi til þess að skora en nýttum þau ekki og það má eiginlega segja að það hafi verið saga okkar í sumar. Mér fannst ekkert vera að hugarfari leikmanna í þessum leik, við náðum bara ekki að spila nógu vel," sagði hann einnig. KR var fyrir þennan leik fallið úr Bestu deildinni en tilkynnt hefur verið að Arnar Páll Garðarson muni ekki stýra liðinu áfram. Chris segir framtíðina óráðna hvað hann sjálfan varðar. „Það hefur ekkert verið rætt við mig um framhaldið þannig að ég veit ekkert hvað verður eftir að þessu keppnistímabili lýkur á laugardaginn næsta," sagði Chris um stöðu sína hjá KR. Af hverju vann Þróttur? Leikmenn Þróttar voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda og spiluðu mun betur í þessum leik. Uppspila heimakvenna var mun betra og sóknaraðgerðirnar kraftmeiri og skilvirkari. Hverjar sköruðu fram úr? Sæunn Björnsdóttir og Andrea Rut Bjarnadóttir áttu góðan leik inni á miðsvæðinu hjá Þrótti og Danielle Julia Marcano var síógnandi á kantinum. Hvað gerist næst? Þróttur sækir Breiðablik heim á Kópagsvöll í lokaumferðinni laugardaginn 1. október en á sama tíma fær KR-liðið hins vegar Þór/KA í heimsókn. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík KR Fótbolti
Þróttur Reykjavík vann öruggan og þægilegan 5-0 sigur þegar liðið fékk KR í heimsókn á AVIS-völlinn í Laugardalinn í 17. og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Fyrstu þrjú mörk leiksins komu á fyrsta stundarfjórðungi leiksins en þar voru að verki Sæunn Björnsdóttir, Jelena Tinna Kujundzic og Danielle Julia Marcano. Það var í raun ljóst frá fyrstu mínútu hvoru megin sigurinn myndi lenda en heimakonur voru mun sterkari aðilinn allan leikinn. Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður og fyrirliði Þróttar, bætti svo fjórða mark Þróttara við með marki úr vítaspyrnu sem Andrea Rut Bjarnadóttir nældi í þegar um það bil korter var eftir af leiknum. Brynja Rán Knudsen rak svo síðasta naglann í líkkistu KR með fimmta marki Þróttara í uppbótartíma leiksins. Þróttur er eftir þennan sigur með 28 stig í fjórða sæti deildarinnar en liðið er þremur stigum á eftir Stjörnunni sem er sæti ofar. Stjarnan á tvo leiki eftir af deildinni en leik liðsins gegn Þór/KA sem átti að fara fram í dag var frestað vegna veðurs. KR er hins vegar í neðsta sæti með sjö stig en Vesturbæjarliðið var nú þegar fallið fyrir þessa umferð. Nik Chamberlain gat leyft sér að brosa í dag. Nik Chamberlain: Ánægðastur með að halda hreinu „Það sem gladdi mig mest var að við héldum hreinu og héldum ákefðinni í okkar leik allan leikinna. Við fengum líka mörk frá fimm mismunandi markaskorurum sem var jákvætt," sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, að leik loknum. „Brynja Rán skorar sitt fyrsta deildarmark fyrir meistaraflokk í þessum leik sem er sérstaklega ánægjulegt. Við komum annars inn í þennan leik af miklum krafti og skoruðum fimm góð mörk," sagði hann enn fremur. Þróttur laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni í síðuðstu umferð deildarinnar en Nik sagði að hann hefði verið ánægður með frammistöðuna sinna leikmanna í þeim leik og margt sem hefði verið hægt að byggja á frá þeim leik. „Það er langsótt að við munum ná að hirða þriðja sætið af Stjörnunni en þrátt fyrir tapið gegn þeim í síðasta leik var ég ánægður með spilamennskuna í þeim leik og við náðum að taka margt úr þeim leik með okkur í þennan," sagði Nik. Arnar Páll og Chris Harrington, þjálfarar KR.Vísir/Hulda Margrét Chris Harrington: Ekkert verið rætt við mig um framhaldið „Við komum mjög flatar inn í þennan leik og frammistaðan í fyrri hálfleik var virkilega slök. Við vorum örlítið skárri í seinni hálfleik en heilt yfir var þetta ekki á pari við þann standard sem við höfum sett fyrir liðið," sagði Chris, þjálfari KR, svekktur. „Við fengum reyndar þrjú mjög góð færi til þess að skora en nýttum þau ekki og það má eiginlega segja að það hafi verið saga okkar í sumar. Mér fannst ekkert vera að hugarfari leikmanna í þessum leik, við náðum bara ekki að spila nógu vel," sagði hann einnig. KR var fyrir þennan leik fallið úr Bestu deildinni en tilkynnt hefur verið að Arnar Páll Garðarson muni ekki stýra liðinu áfram. Chris segir framtíðina óráðna hvað hann sjálfan varðar. „Það hefur ekkert verið rætt við mig um framhaldið þannig að ég veit ekkert hvað verður eftir að þessu keppnistímabili lýkur á laugardaginn næsta," sagði Chris um stöðu sína hjá KR. Af hverju vann Þróttur? Leikmenn Þróttar voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda og spiluðu mun betur í þessum leik. Uppspila heimakvenna var mun betra og sóknaraðgerðirnar kraftmeiri og skilvirkari. Hverjar sköruðu fram úr? Sæunn Björnsdóttir og Andrea Rut Bjarnadóttir áttu góðan leik inni á miðsvæðinu hjá Þrótti og Danielle Julia Marcano var síógnandi á kantinum. Hvað gerist næst? Þróttur sækir Breiðablik heim á Kópagsvöll í lokaumferðinni laugardaginn 1. október en á sama tíma fær KR-liðið hins vegar Þór/KA í heimsókn.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti