Rúnar: Síðustu tuttugu mínúturnar spiluðum við 5-0 vörn, það var ekkert annað í boði Smári Jökull Jónsson skrifar 22. september 2022 21:40 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, var ánægður með karakterinn sem hans menn sýndu í kvöld. Vísir/Vilhelm „Við vorum ekki jafn beittir fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik eins og við vorum í fyrri. Síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum erum við bara meira og minna einum færri. Þetta var mjög strembið, mér fannst við alltaf vera einum færri,“ sagði Rúnar Sigtryggsson þjálfari Hauka eftir eins marks sigur hans manna gegn Selfyssingum í Olís-deildinni í kvöld. Haukar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, misstu niður fimm marka forskot í síðari hálfleik en sýndu karakter undir lokin þegar þeir tryggðu sér stigin tvö í erfiðri stöðu. „Adam var frábær í vörn og kemur í sóknina í restina og kemur með nokkur góð mörk. Atli Báru kemur af bekknum sterkur inn og hjálpar mikið og þetta skipti allt máli. Í restina þá snerist þetta bara um karakter því það var ekkert með okkur nema bara klukkan.“ Stefán Huldar Stefánsson kom inn í markið hjá Haukum um miðjan síðari hálfleik. Hann byrjaði rólega en varði nokkur skot alveg undir lokin og tryggði Haukum stigin tvö. „Við geymum hann þar til síðast. Þetta var frábær innkoma hjá honum og hann varði allavega réttu skotin í kvöld.“ Sóknarleikur Hauka var bitlaus lengi vel í síðari hálfleik en varnarlega stóðu þeir vel undir lokin, þá sérstaklega í undirtölu. „Við vorum með tvo leikmenn sem geta spilað í miðvörninni og þess vegna fórum við í 5-1 vörn og hún var í raun betri en 6-0 vörnin okkar. Við reyndum aftur að ræsa 6-0 í seinni hálfleik en síðustu tuttugu mínúturnar spiluðum við 5-0 vörn, það var ekkert annað í boði.“ Það hefur verið mikið rætt um óvænt Hauka gegn ÍR í síðustu umferð og afar mikilvægt í því ljósi fyrir Hauka að ná að klára leikinn í kvöld. „Það var gríðarlega mikilvægt útaf því að síðustu tuttugu mínúturnar voru svona erfiðar hjá okkur. Það var mjög sterkt karakterslega að ná þessu í gegn og halda þessu út. Stefán kemur inn af bekknum og á lykilvörslur, það var helvíti gott,“ sagði Rúnar að lokum. Olís-deild karla Haukar UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Selfoss 27-26 | Haukar unnu í spennutrylli að Ásvöllum Haukar unnu eins marks sigur á Selfossi í 3.umferð Olís-deildar karla í handknattleik. Lokatölur 27-26 þar sem Stefán Huldar Stefánsson markvörður Hauka var hetja þeirra í lokin. 22. september 2022 21:11 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Haukar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, misstu niður fimm marka forskot í síðari hálfleik en sýndu karakter undir lokin þegar þeir tryggðu sér stigin tvö í erfiðri stöðu. „Adam var frábær í vörn og kemur í sóknina í restina og kemur með nokkur góð mörk. Atli Báru kemur af bekknum sterkur inn og hjálpar mikið og þetta skipti allt máli. Í restina þá snerist þetta bara um karakter því það var ekkert með okkur nema bara klukkan.“ Stefán Huldar Stefánsson kom inn í markið hjá Haukum um miðjan síðari hálfleik. Hann byrjaði rólega en varði nokkur skot alveg undir lokin og tryggði Haukum stigin tvö. „Við geymum hann þar til síðast. Þetta var frábær innkoma hjá honum og hann varði allavega réttu skotin í kvöld.“ Sóknarleikur Hauka var bitlaus lengi vel í síðari hálfleik en varnarlega stóðu þeir vel undir lokin, þá sérstaklega í undirtölu. „Við vorum með tvo leikmenn sem geta spilað í miðvörninni og þess vegna fórum við í 5-1 vörn og hún var í raun betri en 6-0 vörnin okkar. Við reyndum aftur að ræsa 6-0 í seinni hálfleik en síðustu tuttugu mínúturnar spiluðum við 5-0 vörn, það var ekkert annað í boði.“ Það hefur verið mikið rætt um óvænt Hauka gegn ÍR í síðustu umferð og afar mikilvægt í því ljósi fyrir Hauka að ná að klára leikinn í kvöld. „Það var gríðarlega mikilvægt útaf því að síðustu tuttugu mínúturnar voru svona erfiðar hjá okkur. Það var mjög sterkt karakterslega að ná þessu í gegn og halda þessu út. Stefán kemur inn af bekknum og á lykilvörslur, það var helvíti gott,“ sagði Rúnar að lokum.
Olís-deild karla Haukar UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Selfoss 27-26 | Haukar unnu í spennutrylli að Ásvöllum Haukar unnu eins marks sigur á Selfossi í 3.umferð Olís-deildar karla í handknattleik. Lokatölur 27-26 þar sem Stefán Huldar Stefánsson markvörður Hauka var hetja þeirra í lokin. 22. september 2022 21:11 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Selfoss 27-26 | Haukar unnu í spennutrylli að Ásvöllum Haukar unnu eins marks sigur á Selfossi í 3.umferð Olís-deildar karla í handknattleik. Lokatölur 27-26 þar sem Stefán Huldar Stefánsson markvörður Hauka var hetja þeirra í lokin. 22. september 2022 21:11