„Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2022 23:03 Vísir/AP/Vilhelm Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. Hinn 22 ára gamla Masha Jina Amini þótti ekki vera með höfuðklút sinn nógu þéttan á höfðinu. Lögreglan hefur haldið því fram að hún hafi fengið hjartaáfall en fjölskylda hennar segir hana hafa verið myrta. Þau segja hana ekki hafa verið með neina hjartakvilla og að þeim hafi verið meinaður aðgangur að líki hennar. Mótmælin í vikunni hafa leitt til þess að yfirvöld í Íran hafa lokað á aðgang að internetinu víða í landinu en til átaka hefur komið milli mótmælenda og öryggissveita. AP fréttaveitan hefur eftir Amnesty International að minnst átta séu látnir og hundruð hafi særst. Þá hafa fregnir borist af því að öryggissveitir hafi skotið á mótmælendur. This is incredible - Iranians are fighting back like I ve never seen before.pic.twitter.com/06zKSUBaeJ— Gabriel Noronha (@GLNoronha) September 21, 2022 Þetta er fimmti dagurinn sem mótmælt er í Íran og eru mótmælin sögð hafa náð til minnst fimmtíu borga og bæja í Íran og þar á meðal Tehran, höfuðborgar landsins. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, er stödd á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Írak og segir dauða Amini byrjaðan að hafa áhrif þar og komið hafi til mótmæla. Iranians are so frustrated, their anger is exploding in the streets. The international community needs to support them in determining their own future. pic.twitter.com/cjYOU4HTcG— Masih Alinejad (@AlinejadMasih) September 21, 2022 Hún segir mikla reiði meðal mótmælenda. „Ég held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni þar, sem beitir fasískum aðferðum gegn borgurum landsins. Óafsakanlegt ofbeldi gegn Jina Amini var dropinn sem fyllti mælinn,“ segir Lenya. I had to leave Kurdistan tonight, I didn t. I want to be part of the Iranian liberation and use my platform the best I can. Dear Kurds, we know what oppression, rebellion and overthrowing a fascist government feels like. Jina Amini is a Kurd. Let us be her voice. # — Lenya Rún (@Lenyarun) September 21, 2022 Lenya átti flug til Íslands í kvöld en hætti við vegna fjölmargra skilaboða sem hún hefur fengið frá fólki í Íran. Hún ákvað að fresta brottför um nokkra daga. „Það segir mjög mikið að borgarar í Íran hafi leitað til varaþingmanns í stjórnarandstöðu til þess að veita þeim stuðning og rödd. Ég er hér sem Íslendingur og þau líta á mig sem Íslending, ég hef ekki tekið neina afstöðu sem íslenska ríkisstjórnin hefur ekki tekið nú þegar og ég vil trúa því að hver annar varaþingmaður eða þingmaður hefði gert það nákvæmlega sama í minni stöðu,“ segir Lenya. Wow, I m speechless.An old lady, with head uncovered, walks through the city of Rasht in northern #Iran chanting death to Khamenei. pic.twitter.com/WfNow9ZR8Z— Charles Lister (@Charles_Lister) September 21, 2022 Draumur um ríki hvarf með nokkrum pennastrikum Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið stöðvaðar með miklu afli. Íran Írak Íslendingar erlendis Mótmælaalda í Íran Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Sjá meira
Hinn 22 ára gamla Masha Jina Amini þótti ekki vera með höfuðklút sinn nógu þéttan á höfðinu. Lögreglan hefur haldið því fram að hún hafi fengið hjartaáfall en fjölskylda hennar segir hana hafa verið myrta. Þau segja hana ekki hafa verið með neina hjartakvilla og að þeim hafi verið meinaður aðgangur að líki hennar. Mótmælin í vikunni hafa leitt til þess að yfirvöld í Íran hafa lokað á aðgang að internetinu víða í landinu en til átaka hefur komið milli mótmælenda og öryggissveita. AP fréttaveitan hefur eftir Amnesty International að minnst átta séu látnir og hundruð hafi særst. Þá hafa fregnir borist af því að öryggissveitir hafi skotið á mótmælendur. This is incredible - Iranians are fighting back like I ve never seen before.pic.twitter.com/06zKSUBaeJ— Gabriel Noronha (@GLNoronha) September 21, 2022 Þetta er fimmti dagurinn sem mótmælt er í Íran og eru mótmælin sögð hafa náð til minnst fimmtíu borga og bæja í Íran og þar á meðal Tehran, höfuðborgar landsins. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, er stödd á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Írak og segir dauða Amini byrjaðan að hafa áhrif þar og komið hafi til mótmæla. Iranians are so frustrated, their anger is exploding in the streets. The international community needs to support them in determining their own future. pic.twitter.com/cjYOU4HTcG— Masih Alinejad (@AlinejadMasih) September 21, 2022 Hún segir mikla reiði meðal mótmælenda. „Ég held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni þar, sem beitir fasískum aðferðum gegn borgurum landsins. Óafsakanlegt ofbeldi gegn Jina Amini var dropinn sem fyllti mælinn,“ segir Lenya. I had to leave Kurdistan tonight, I didn t. I want to be part of the Iranian liberation and use my platform the best I can. Dear Kurds, we know what oppression, rebellion and overthrowing a fascist government feels like. Jina Amini is a Kurd. Let us be her voice. # — Lenya Rún (@Lenyarun) September 21, 2022 Lenya átti flug til Íslands í kvöld en hætti við vegna fjölmargra skilaboða sem hún hefur fengið frá fólki í Íran. Hún ákvað að fresta brottför um nokkra daga. „Það segir mjög mikið að borgarar í Íran hafi leitað til varaþingmanns í stjórnarandstöðu til þess að veita þeim stuðning og rödd. Ég er hér sem Íslendingur og þau líta á mig sem Íslending, ég hef ekki tekið neina afstöðu sem íslenska ríkisstjórnin hefur ekki tekið nú þegar og ég vil trúa því að hver annar varaþingmaður eða þingmaður hefði gert það nákvæmlega sama í minni stöðu,“ segir Lenya. Wow, I m speechless.An old lady, with head uncovered, walks through the city of Rasht in northern #Iran chanting death to Khamenei. pic.twitter.com/WfNow9ZR8Z— Charles Lister (@Charles_Lister) September 21, 2022 Draumur um ríki hvarf með nokkrum pennastrikum Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið stöðvaðar með miklu afli.
Íran Írak Íslendingar erlendis Mótmælaalda í Íran Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Sjá meira