Innlent

Nan­cy Pelosi og Katrín Jakobs­dóttir funduðu á Capitol Hill

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Katrín Jakobsdóttir og Nancy Pelosi (t.v.) Katrín með Angus King og Lisu Murkowski, öldungadeildarþingmönnum Maine og Alaska. Myndin er samsett.
Katrín Jakobsdóttir og Nancy Pelosi (t.v.) Katrín með Angus King og Lisu Murkowski, öldungadeildarþingmönnum Maine og Alaska. Myndin er samsett. Stjórnarráð Íslands

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings funduðu í dag í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna.

Forsætisráðherra fundaði einnig með öldungadeildarþingmönnum frá Maine og Alaska en þar hafi frumvarp þingmannanna um Norðurslóðir verið rætt.

Katrín og Pelosi eru sagðar hafa rætt samstarf og samskipti Íslands og Bandaríkjanna og samstarf þjóðanna á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Þá hafi þær einnig rætt málefni Úkraínu og bakslagið sem hafi orðið í jafnréttismálum víða um heim.

Fundurinn á milli þeirra fór fram á skrifstofu Pelosi í þinghúsinu á Capitol Hill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×