„Eigum stóran séns á að gera vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2022 12:01 Kristian Nökkvi Hlynsson var markahæstur í íslenska liðinu í undankeppni EM 2023. stöð 2 sport Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. „Mér líst mjög vel á þetta og ég held við eigum stóran séns á að gera vel,“ sagði Kristian í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni, þar sem fyrri leikurinn gegn Tékklandi fer fram á morgun. „Tékkar fóru tiltölulega létt í gegnum sinn riðil nema á móti Englandi. Þeir halda oft hreinu,“ sagði Kristian um andstæðinga morgundagsins. Ísland tryggði sér 2. sætið í D-riðli undankeppninnar, og þar með umspilssæti, með því að vinna síðustu þrjá leiki sína. Íslendingar fengu átján stig í tíu leikjum í riðlinum. „Leikirnir gegn Grikkjum voru þeir einu sem við hefðum getað fengið fleiri stig úr. En leikirnir gegn Portúgölum voru góðir,“ sagði Kristian sem skoraði sex mörk í undankeppninni. Klippa: Viðtal við Kristian Nökkva Hann hefur verið á mála hjá hollenska stórveldinu Ajax síðan í ársbyrjun 2020. Hann hefur aðallega leikið með ungmenna- og varaliðum félagsins en einnig verið viðloðandi aðalliðið. „Þetta hefur verið mjög fínt,“ sagði Kristian um byrjun tímabilsins hjá sér í Ajax. „Ég spila mest með varaliðinu og við erum í kringum 5. sætið,“ bætti hann við en varalið Ajax leikur í hollensku B-deildinni. En hversu bjartsýnn er Kristian á að fá mínútur með aðalliði Ajax á næstunni? „Það kemur allt í ljós. Ég get ekkert sagt núna en ef ég spila vel með varaliðinu hljóta tækifærin að koma,“ svaraði þessi efnilegi leikmaður að lokum. Viðtalið við Kristian má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira
„Mér líst mjög vel á þetta og ég held við eigum stóran séns á að gera vel,“ sagði Kristian í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni, þar sem fyrri leikurinn gegn Tékklandi fer fram á morgun. „Tékkar fóru tiltölulega létt í gegnum sinn riðil nema á móti Englandi. Þeir halda oft hreinu,“ sagði Kristian um andstæðinga morgundagsins. Ísland tryggði sér 2. sætið í D-riðli undankeppninnar, og þar með umspilssæti, með því að vinna síðustu þrjá leiki sína. Íslendingar fengu átján stig í tíu leikjum í riðlinum. „Leikirnir gegn Grikkjum voru þeir einu sem við hefðum getað fengið fleiri stig úr. En leikirnir gegn Portúgölum voru góðir,“ sagði Kristian sem skoraði sex mörk í undankeppninni. Klippa: Viðtal við Kristian Nökkva Hann hefur verið á mála hjá hollenska stórveldinu Ajax síðan í ársbyrjun 2020. Hann hefur aðallega leikið með ungmenna- og varaliðum félagsins en einnig verið viðloðandi aðalliðið. „Þetta hefur verið mjög fínt,“ sagði Kristian um byrjun tímabilsins hjá sér í Ajax. „Ég spila mest með varaliðinu og við erum í kringum 5. sætið,“ bætti hann við en varalið Ajax leikur í hollensku B-deildinni. En hversu bjartsýnn er Kristian á að fá mínútur með aðalliði Ajax á næstunni? „Það kemur allt í ljós. Ég get ekkert sagt núna en ef ég spila vel með varaliðinu hljóta tækifærin að koma,“ svaraði þessi efnilegi leikmaður að lokum. Viðtalið við Kristian má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira