Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2022 11:31 Hannah Tillett lá á vellinum í tæpar fjórar mínútur eftir að hún meiddist en þá var ekki enn búið að finna til sjúkrabörur fyrir hana. Skjáskot/Stöð 2 Sport Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. Eins og fjallað var um á Vísi í morgun hafa bæði fyrirliði og þjálfari KR gagnrýnt umgjörðina í kringum kvennalið KR í fótbolta sem kristallaðist í því að engar sjúkrabörur voru til taks á leiknum við Selfoss í Bestu deildinni í gær. Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan lá Tillett í tæpar fjórar mínútur þrátt fyrir að hafa strax gefið skýrt til kynna að hún vildi komast af vellinum. „Takið mig út af, takið mig út af, takið mig út af,“ sagði Tillett. Klippa: Lá lengi meidd á Meistaravöllum „Hey dómari, hún er að drepast,“ heyrðist kallað af hliðarlínunni, líklega frá Birni Sigurbjörnssyni þjálfara Selfoss, og öllum var því ljóst að Tillett hefði lokið leik og þyrfti í læknisskoðun, sem hún fékk svo um kvöldið. Kallað var eftir börum en enginn svaraði kallinu. Arnar Páll Garðarsson, annar þjálfara KR, sagðist í samtali við Vísi í dag ekki enn hafa fengið upplýsingar um líðan Tillett en að móðir hennar, sem sé læknir, hafi verið á meðal áhorfenda og talið að ekki væri um krossbandsslit að ræða. Sjúkraþjálfari KR hafi ekki getað metið meiðslin strax um kvöldið. „Kvennafótbolti skiptir engu máli í KR“ Kollegi Arnars, Christopher Harrington, heyrist í myndbandinu hér að ofan fussa og sveia yfir því hvernig haldið sé utan um kvennalið KR. „Kvennafótbolti skiptir engu máli í KR. Þess vegna eru engar börur til taks úti á velli. Í alvöru talað,“ sagði Harrington en því fer fjarri að um fyrsta dæmið í sumar sé að ræða þar sem að umgjörðinni er ábótavant hjá kvennaliði KR á Meistaravöllum. Stelpur í þriðja flokki eigi að halda á börunum Arnar segir að það sé alla jafna í höndum stelpna í 3. flokki hjá KR að sjá um þau sjálfboðaliðastörf sem þurfi að sinna á heimaleikjum KR, og að ekki hafi fengist stelpur til að vera með sjúkrabörurnar í gær. Hann teldi betra að fullorðið fólk sæi um það en enn verra sé þó að börurnar hafi ekki einu sinni verið til staðar á vellinum. „Þetta er leiðinlegt og lítur illa út, og er auðvitað bara verst fyrir leikmanninn sjálfan,“ sagði Arnar Páll. Vísir hefur ekki náð tali af Tillett sjálfri í dag en hver voru viðbrögð hennar í gær? „Hún var svo sárþjáð fyrst og fremst, og svo var hún örugglega líka í miklu sjokki. Hún fór ekki upp á spítala fyrr en nokkrum mínútum eftir að leiknum lauk,“ sagði Arnar. Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Eins og fjallað var um á Vísi í morgun hafa bæði fyrirliði og þjálfari KR gagnrýnt umgjörðina í kringum kvennalið KR í fótbolta sem kristallaðist í því að engar sjúkrabörur voru til taks á leiknum við Selfoss í Bestu deildinni í gær. Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan lá Tillett í tæpar fjórar mínútur þrátt fyrir að hafa strax gefið skýrt til kynna að hún vildi komast af vellinum. „Takið mig út af, takið mig út af, takið mig út af,“ sagði Tillett. Klippa: Lá lengi meidd á Meistaravöllum „Hey dómari, hún er að drepast,“ heyrðist kallað af hliðarlínunni, líklega frá Birni Sigurbjörnssyni þjálfara Selfoss, og öllum var því ljóst að Tillett hefði lokið leik og þyrfti í læknisskoðun, sem hún fékk svo um kvöldið. Kallað var eftir börum en enginn svaraði kallinu. Arnar Páll Garðarsson, annar þjálfara KR, sagðist í samtali við Vísi í dag ekki enn hafa fengið upplýsingar um líðan Tillett en að móðir hennar, sem sé læknir, hafi verið á meðal áhorfenda og talið að ekki væri um krossbandsslit að ræða. Sjúkraþjálfari KR hafi ekki getað metið meiðslin strax um kvöldið. „Kvennafótbolti skiptir engu máli í KR“ Kollegi Arnars, Christopher Harrington, heyrist í myndbandinu hér að ofan fussa og sveia yfir því hvernig haldið sé utan um kvennalið KR. „Kvennafótbolti skiptir engu máli í KR. Þess vegna eru engar börur til taks úti á velli. Í alvöru talað,“ sagði Harrington en því fer fjarri að um fyrsta dæmið í sumar sé að ræða þar sem að umgjörðinni er ábótavant hjá kvennaliði KR á Meistaravöllum. Stelpur í þriðja flokki eigi að halda á börunum Arnar segir að það sé alla jafna í höndum stelpna í 3. flokki hjá KR að sjá um þau sjálfboðaliðastörf sem þurfi að sinna á heimaleikjum KR, og að ekki hafi fengist stelpur til að vera með sjúkrabörurnar í gær. Hann teldi betra að fullorðið fólk sæi um það en enn verra sé þó að börurnar hafi ekki einu sinni verið til staðar á vellinum. „Þetta er leiðinlegt og lítur illa út, og er auðvitað bara verst fyrir leikmanninn sjálfan,“ sagði Arnar Páll. Vísir hefur ekki náð tali af Tillett sjálfri í dag en hver voru viðbrögð hennar í gær? „Hún var svo sárþjáð fyrst og fremst, og svo var hún örugglega líka í miklu sjokki. Hún fór ekki upp á spítala fyrr en nokkrum mínútum eftir að leiknum lauk,“ sagði Arnar.
Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58
Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25