Son: Þrjú heppnismörk og ég er mjög stoltur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2022 21:45 Heung-Min Son vaknaði heldur betur til lífsins í dag. James Williamson - AMA/Getty Images Suður-kóreski knattspyrnumaðurinn Heung-Min Son komst loksins á blað í ensku úrvalsdeildinni er hann skoraði þrennu í 6-2 sigri Tottenham gegn Leicester í dag. Son var markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á seinasta tímabili ásamt Liverpoolmanninum Mohamed Salah með 23 mörk. Hann hafði hins vegar ekki skorað eitt einasta mark í fyrstu sex umferðum deildarinnar á þessu tímabili og af þeim sökum missti hann byrjunarliðssæti sitt. Son kom inn af varamannabekknum þegar um hálftími var til leiksloka í dag. Hann gerði sér lítið fyrir og setti þrennu fyrir Tottenham og gulltryggði liðinu um leið öruggan 6-2 sigur. HEUNG-MIN SON 13-MINUTE HAT TRICK OFF THE BENCH 🔥 pic.twitter.com/QdhnVm4g9O— B/R Football (@brfootball) September 17, 2022 „Þetta er mögnuð tilfinning. Sérstaklega af því að leikurinn var ekki búinn, ég kom inn á í stöðunni 3-2. Þetta var erfiður leikur og það var frábært að ná að vinna,“ sagði Son eftir leikinn. Eins og áður segir hefur Son átt í miklum erfiðleikum með að finna netmöskvana á tímabilinu og hann segir að það hafi verið gríðarlegur léttir þegar hann sá boltann syngja í netinu í fyrsta sinn á tímabilinu. „Ég ætlaði ekki að trúa þessu. Allur pirringurinn, öll vonbrigðin og allar neikvæðu hugsanirnar hurfu bara. Ég gat ekki hreyft mig og stóð þess vegna bara kyrr í stað þess að fagna. Þetta gladdi mig mjög mikið.“ „Fótboltinn getur verið svo klikkaður stundum. Boltinn vildi bara ekki fara inn í seinustu leikjum, en í dag gerðist það þrisvar. Þetta breytir öllu og ég hef lært svo mikið á þessu erfiða tímabili. Ég þarf að leggja hart að mér í hvert einasta skipti til að fá tækifærið.“ „Þetta voru þrjú heppnismörk og ég er mjög stoltur,“ sagði Son að lokum, eðlilega í skýjunum eftir leikinn. Enski boltinn Tengdar fréttir Son setti þrennu í stórsigri Tottenham Kóreumaðurinn Heung-Min Son spilaði rétt rúman hálftíma er Tottenham tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eftir að hafa ekki skorað eitt einasta mark á tímabilinu hlóð Son í þrennu af bekknum og Tottenham vann öruggan 6-2 sigur. 17. september 2022 18:27 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Son var markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á seinasta tímabili ásamt Liverpoolmanninum Mohamed Salah með 23 mörk. Hann hafði hins vegar ekki skorað eitt einasta mark í fyrstu sex umferðum deildarinnar á þessu tímabili og af þeim sökum missti hann byrjunarliðssæti sitt. Son kom inn af varamannabekknum þegar um hálftími var til leiksloka í dag. Hann gerði sér lítið fyrir og setti þrennu fyrir Tottenham og gulltryggði liðinu um leið öruggan 6-2 sigur. HEUNG-MIN SON 13-MINUTE HAT TRICK OFF THE BENCH 🔥 pic.twitter.com/QdhnVm4g9O— B/R Football (@brfootball) September 17, 2022 „Þetta er mögnuð tilfinning. Sérstaklega af því að leikurinn var ekki búinn, ég kom inn á í stöðunni 3-2. Þetta var erfiður leikur og það var frábært að ná að vinna,“ sagði Son eftir leikinn. Eins og áður segir hefur Son átt í miklum erfiðleikum með að finna netmöskvana á tímabilinu og hann segir að það hafi verið gríðarlegur léttir þegar hann sá boltann syngja í netinu í fyrsta sinn á tímabilinu. „Ég ætlaði ekki að trúa þessu. Allur pirringurinn, öll vonbrigðin og allar neikvæðu hugsanirnar hurfu bara. Ég gat ekki hreyft mig og stóð þess vegna bara kyrr í stað þess að fagna. Þetta gladdi mig mjög mikið.“ „Fótboltinn getur verið svo klikkaður stundum. Boltinn vildi bara ekki fara inn í seinustu leikjum, en í dag gerðist það þrisvar. Þetta breytir öllu og ég hef lært svo mikið á þessu erfiða tímabili. Ég þarf að leggja hart að mér í hvert einasta skipti til að fá tækifærið.“ „Þetta voru þrjú heppnismörk og ég er mjög stoltur,“ sagði Son að lokum, eðlilega í skýjunum eftir leikinn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Son setti þrennu í stórsigri Tottenham Kóreumaðurinn Heung-Min Son spilaði rétt rúman hálftíma er Tottenham tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eftir að hafa ekki skorað eitt einasta mark á tímabilinu hlóð Son í þrennu af bekknum og Tottenham vann öruggan 6-2 sigur. 17. september 2022 18:27 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Son setti þrennu í stórsigri Tottenham Kóreumaðurinn Heung-Min Son spilaði rétt rúman hálftíma er Tottenham tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eftir að hafa ekki skorað eitt einasta mark á tímabilinu hlóð Son í þrennu af bekknum og Tottenham vann öruggan 6-2 sigur. 17. september 2022 18:27