Erlent

Hiti færist í leikinn hjá Kirgisum og Tadsíkum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Forsetar landanna tveggja funduðu í gær í skugga átakanna.
Forsetar landanna tveggja funduðu í gær í skugga átakanna. EPA

Að minnsta kosti 24 létu lífið í átökum á landamærum Kirgistan og Tadsíkistan í gær. Samkomulag um vopnahlé er á milli ríkjanna en báðar þjóðir saka hvora aðra um að brjóta samkomulagið.

Ríkin voru bæði hluti af Sovétríkjunum á árum áður og hafa um árabil deild um Vorukh-svæðið. Svæðið er innan landamæra Kirgistan en tilheyrir samt sem áður Tadsíkistan. Landamæri landanna eru ansi flókin líkt og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.

Kortið er á þýsku en svæðið sem barist var á í gær er merkt Woruch neðarlega til vinstri.

Í tilkynningu frá landamæraeftirliti Kirgistan segir að Tadsíkar hafi verið upphafsmenn átakanna og segir heilbrigðisráðherra landsins að 24 hafi látist og 87 aðrir særst, allt íbúar Kirgistan. Ekki er vitað hversu margir Tadsíkar eru slasaðir eða látnir.

Ljóst er að átökin munu halda áfram og hafa yfirvöld í Kirgistan greint frá því að 136 þúsund manns hafi þurft að yfirgefa heimili sín í gær vegna átakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×