„Ólíkt síðasta tímabili ætlum við að breyta jafnteflum í sigra í vetur“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2022 21:50 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með að hafa ekki tekið sigurinn í kvöld Vísir/Vilhelm Afturelding gerði jafntefli við FH í 2. umferð Olís deildar karla. Leikurinn var jafn og spennandi þar sem FH fékk lokasóknina en allt kom fyrir ekki og leikurinn endaði 25-25. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með aðeins eitt stig. „Við ætlum að breyta þessum jafnteflum í sigra í vetur. Ég er hundfúll með þetta þar sem við áttum að klára leikinn. Við byrjuðum seinni hálfleik illa en náðum svo góðum tökum á leiknum og vorum sjálfum okkur verstir að hafa ekki náð að klára leikinn og að mínu mati hefðum við átt að klára leikinn þegar um það bil fimm mínútur voru eftir.“ Einar Ingi Hrafnsson, línumaður Aftureldingar, fékk beint rautt spjald eftir sex mínútna leik. Gunnar átti eftir að sjá atvikið aftur en treysti dómurunum. „Ég á eftir að sjá atvikið aftur. Einar beygði sig en ég veit ekki hvernig reglurnar eru en dómararnir fóru í skjáinn og kíktu á þetta svo ég ætla treysta þeim.“ Gunnar var ánægður með áhlaup Aftureldingar í fyrri hálfleik sem skilaði sér í þriggja marka forskoti í hálfleik 14-11. „Ég var ánægður með margt. Vörnin var góð og sóknarlega var ég ánægður með Þorstein [Leó Gunnarsson] sem hefur ekki spilað handbolta í mánuð og var frábær en eðlilega var hann þreyttur í lokin. Þorsteinn og Blær geta samt ekki borið sóknarleikinn uppi einir. Við eigum aðra leikmenn inni og þá verður vopnabúrið okkar sterkara.“ Líkt og í síðustu umferð var Afturelding í hörkuleik alveg til enda. Gunnar hrósaði sínu liði fyrir að hafa náð stigi en gegn Val tapaðist leikurinn með einu marki. „Við fengum stigið í kvöld. Það hefði verið grátlegt að tapa þessum leik en auðvitað hefði ég viljað stig gegn Val líka og þar áttum við að fá víti. Við höfum spilað tvo erfiða leiki gegn Val og FH. Við byggjum ofan á þessa frammistöðu og verðum sterkari þegar fleiri leikmenn fara að spila betur,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Sjá meira
„Við ætlum að breyta þessum jafnteflum í sigra í vetur. Ég er hundfúll með þetta þar sem við áttum að klára leikinn. Við byrjuðum seinni hálfleik illa en náðum svo góðum tökum á leiknum og vorum sjálfum okkur verstir að hafa ekki náð að klára leikinn og að mínu mati hefðum við átt að klára leikinn þegar um það bil fimm mínútur voru eftir.“ Einar Ingi Hrafnsson, línumaður Aftureldingar, fékk beint rautt spjald eftir sex mínútna leik. Gunnar átti eftir að sjá atvikið aftur en treysti dómurunum. „Ég á eftir að sjá atvikið aftur. Einar beygði sig en ég veit ekki hvernig reglurnar eru en dómararnir fóru í skjáinn og kíktu á þetta svo ég ætla treysta þeim.“ Gunnar var ánægður með áhlaup Aftureldingar í fyrri hálfleik sem skilaði sér í þriggja marka forskoti í hálfleik 14-11. „Ég var ánægður með margt. Vörnin var góð og sóknarlega var ég ánægður með Þorstein [Leó Gunnarsson] sem hefur ekki spilað handbolta í mánuð og var frábær en eðlilega var hann þreyttur í lokin. Þorsteinn og Blær geta samt ekki borið sóknarleikinn uppi einir. Við eigum aðra leikmenn inni og þá verður vopnabúrið okkar sterkara.“ Líkt og í síðustu umferð var Afturelding í hörkuleik alveg til enda. Gunnar hrósaði sínu liði fyrir að hafa náð stigi en gegn Val tapaðist leikurinn með einu marki. „Við fengum stigið í kvöld. Það hefði verið grátlegt að tapa þessum leik en auðvitað hefði ég viljað stig gegn Val líka og þar áttum við að fá víti. Við höfum spilað tvo erfiða leiki gegn Val og FH. Við byggjum ofan á þessa frammistöðu og verðum sterkari þegar fleiri leikmenn fara að spila betur,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum.
Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Sjá meira