Segja niðurskurðinn brjóta í bága við kvikmyndastefnu stjórnvalda Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 16. september 2022 20:22 SÍK segja ráðherra fara með rangt mál. Getty/Vuk Ostojic Mikil umræða hefur skapast nýverið um ákvörðun stjórnvalda að skera niður fjármagn til kvikmyndasjóðs. Í vikunni voru fjárlögin fyrir komandi ár kynnt og samkvæmt þeim stendur til að skera framlag til kvikmyndasjóðs niður um 33 prósent. Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma þessa ákvörðun stjórnvalda. Í yfirlýsingu Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) vegna málsins segir að niðurskurðurinn brjóti í bága við núverandi kvikmyndastefnu stjórnvalda sem nái til ársins 2030. Kvikmyndastefnunni sé ætlað að styrkja íslenska menningu, tungu og samfélag svo dæmi séu nefnd en niðurskurðurinn nemi 433 milljónum króna. „Aðgerðirnar ganga í berhöggi við Kvikmyndastefnu til ársins 2030 þar sem lögð er áhersla á varðveislu íslenskrar tungu, menningu, sjálfsmynd þjóðarinnar, eflingu íslensks atvinnulífs og sterkt orðspor Íslands,“ segir í tilkynningunni. SÍK segir niðurskurðinn hafa það í för með sér að færri kvikmyndir verði framleiddar hér á landi. Þau gagnrýna einnig orð ráðherra og segja hana hafa farið með rangt mál í Bítinu í morgun. „Ráðherra gaf til kynna að gagnrýnin byggði á misskilningi innan greinarinnar, um að viðbótarframlög til kvikmyndasjóða hefðu komið til vegna fjárfestingarátaks í tengslum við heimsfaraldur Covid-19. Hið rétta er að viðbótarinnspýting í kvikmyndasjóði var ákveðin í tengslum við eftirfylgni Kvikmyndastefnunnar,“ segir í tilkynningunni. Hlusta má á viðtalið við ráðherra í spilaranum hér að ofan. Félagið segist vonast til þess að stjórnvöld endurskoði niðurskurðinn og það vænti þess að eiga frekari samræður við ráðherra um málið. Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Í framhaldi af fjölmiðlaumfjöllun í vikunni um niðurskurð til kvikmyndasjóða í fjárlögum vill stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, koma eftirfarandi á framfæri: Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda harmar þá stöðu sem upp er komin í kvikmyndaiðnaði, þar sem boðaður er niðurskurður í frumvarpi til fjárlaga 2023 sem gengur þvert gegn Kvikmyndastefnu stjórnvalda til ársins 2030. SÍK ásamt öðrum hagaðilum greinarinnar í samráði við stjórnvöld hefur lagt mikla vinnu í gerð heildstæðrar stefnu fyrir íslenska kvikmyndagerð sem ætlað er að styrkja íslenska menningu, tungu og samfélag. Niðurskurðurinn sem boðaður er til kvikmyndasjóða í frumvarpi til fjárlaga 2023 nemur 433 milljónum króna og mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðslu verkefna sem eru þýðingarmikil í listrænu og menningarlegu sambandi. Aðgerðirnar ganga í berhöggi við Kvikmyndastefnu til ársins 2030 þar sem lögð er áhersla á varðveislu íslenskrar tungu, menningu, sjálfsmynd þjóðarinnar, eflingu íslensks atvinnulífs og sterkt orðspor Íslands. Það er ljóst að sterkara sjóðakerfi sem styður við fjölbreytt íslensk kvikmyndaverk og setning nýs styrkjaflokks fyrir sjónvarpsþáttargerð er forgangsverkefni innan Kvikmyndastefnunnar enda tilgreint sem fyrsta aðgerð í annars metnaðarfullri áætlun. Sá niðurskurður sem boðaður er mun þvert á móti hafa þær afleiðingar í för með sér að færri kvikmyndaverk verða framleidd og sérstakur styrkjaflokkur vegna gerðar sjónvarpsþátta mun ekki líta dagsins ljós. Í því samhengi lýsir SÍK einnig yfir vonbrigðum með ummæli menningar- og viðskiptaráðherra sem viðhöfð voru í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem ráðherra gaf til kynna að gagnrýnin byggði á misskilningi innan greinarinnar, um að viðbótarframlög til kvikmyndasjóða hefðu komið til vegna fjárfestingarátaks í tengslum við heimsfaraldur Covid-19. Hið rétta er að viðbótarinnspýting í kvikmyndasjóði var ákveðin í tengslum við eftirfylgni Kvikmyndastefnunnar. Fyrirsjáanleiki í stuðningsumhverfi kvikmyndaiðnaðar skiptir sköpum. Ákvarðanir um fjárfestingu í verkefnum eru teknar á grundvelli opinberra vilyrða og áætlana. Um er að ræða verulegar fjárfestingar í hverju verkefni en ferli kvikmyndaverkefna frá hugmynd til sýningar telur oft á tíðum í fjölda ára. Það skiptir því verulegu máli að samræmi sé í opinberum yfirlýsingum og stefnum og svo aðgerðum, til að mynda fjárlögum. Stjórn sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda á nú í samtali við menningar- og viðskiptaráðuneytið og ráðherra menningar- og viðskipta vegna stöðunnar sem upp er komin og vonast til þess að stjórnvöld bregðist við ákalli greinarinnar og endurskoði umræddan fjárlagalið. SÍK væntir áframhaldandi uppbyggilegs samtals við menningar- og viðskiptaráðherra um málið á næstu dögum. Fjárlagafrumvarp 2023 Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Brosið stirðnar á andlitum bíófólks Kvikmyndagerðarfólki brá illilega í brún þegar fjárlög voru kynnt í vikunni. Fyrir dyrum stendur 33 prósenta niðurskurður á framlögum til kvikmyndasjóðs; innlendrar kvikmyndagerðar. Óhætt er að segja að það leggist illa í íslenska bíóbransann, vægt til orða tekið. 15. september 2022 14:10 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Í yfirlýsingu Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) vegna málsins segir að niðurskurðurinn brjóti í bága við núverandi kvikmyndastefnu stjórnvalda sem nái til ársins 2030. Kvikmyndastefnunni sé ætlað að styrkja íslenska menningu, tungu og samfélag svo dæmi séu nefnd en niðurskurðurinn nemi 433 milljónum króna. „Aðgerðirnar ganga í berhöggi við Kvikmyndastefnu til ársins 2030 þar sem lögð er áhersla á varðveislu íslenskrar tungu, menningu, sjálfsmynd þjóðarinnar, eflingu íslensks atvinnulífs og sterkt orðspor Íslands,“ segir í tilkynningunni. SÍK segir niðurskurðinn hafa það í för með sér að færri kvikmyndir verði framleiddar hér á landi. Þau gagnrýna einnig orð ráðherra og segja hana hafa farið með rangt mál í Bítinu í morgun. „Ráðherra gaf til kynna að gagnrýnin byggði á misskilningi innan greinarinnar, um að viðbótarframlög til kvikmyndasjóða hefðu komið til vegna fjárfestingarátaks í tengslum við heimsfaraldur Covid-19. Hið rétta er að viðbótarinnspýting í kvikmyndasjóði var ákveðin í tengslum við eftirfylgni Kvikmyndastefnunnar,“ segir í tilkynningunni. Hlusta má á viðtalið við ráðherra í spilaranum hér að ofan. Félagið segist vonast til þess að stjórnvöld endurskoði niðurskurðinn og það vænti þess að eiga frekari samræður við ráðherra um málið. Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Í framhaldi af fjölmiðlaumfjöllun í vikunni um niðurskurð til kvikmyndasjóða í fjárlögum vill stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, koma eftirfarandi á framfæri: Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda harmar þá stöðu sem upp er komin í kvikmyndaiðnaði, þar sem boðaður er niðurskurður í frumvarpi til fjárlaga 2023 sem gengur þvert gegn Kvikmyndastefnu stjórnvalda til ársins 2030. SÍK ásamt öðrum hagaðilum greinarinnar í samráði við stjórnvöld hefur lagt mikla vinnu í gerð heildstæðrar stefnu fyrir íslenska kvikmyndagerð sem ætlað er að styrkja íslenska menningu, tungu og samfélag. Niðurskurðurinn sem boðaður er til kvikmyndasjóða í frumvarpi til fjárlaga 2023 nemur 433 milljónum króna og mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðslu verkefna sem eru þýðingarmikil í listrænu og menningarlegu sambandi. Aðgerðirnar ganga í berhöggi við Kvikmyndastefnu til ársins 2030 þar sem lögð er áhersla á varðveislu íslenskrar tungu, menningu, sjálfsmynd þjóðarinnar, eflingu íslensks atvinnulífs og sterkt orðspor Íslands. Það er ljóst að sterkara sjóðakerfi sem styður við fjölbreytt íslensk kvikmyndaverk og setning nýs styrkjaflokks fyrir sjónvarpsþáttargerð er forgangsverkefni innan Kvikmyndastefnunnar enda tilgreint sem fyrsta aðgerð í annars metnaðarfullri áætlun. Sá niðurskurður sem boðaður er mun þvert á móti hafa þær afleiðingar í för með sér að færri kvikmyndaverk verða framleidd og sérstakur styrkjaflokkur vegna gerðar sjónvarpsþátta mun ekki líta dagsins ljós. Í því samhengi lýsir SÍK einnig yfir vonbrigðum með ummæli menningar- og viðskiptaráðherra sem viðhöfð voru í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem ráðherra gaf til kynna að gagnrýnin byggði á misskilningi innan greinarinnar, um að viðbótarframlög til kvikmyndasjóða hefðu komið til vegna fjárfestingarátaks í tengslum við heimsfaraldur Covid-19. Hið rétta er að viðbótarinnspýting í kvikmyndasjóði var ákveðin í tengslum við eftirfylgni Kvikmyndastefnunnar. Fyrirsjáanleiki í stuðningsumhverfi kvikmyndaiðnaðar skiptir sköpum. Ákvarðanir um fjárfestingu í verkefnum eru teknar á grundvelli opinberra vilyrða og áætlana. Um er að ræða verulegar fjárfestingar í hverju verkefni en ferli kvikmyndaverkefna frá hugmynd til sýningar telur oft á tíðum í fjölda ára. Það skiptir því verulegu máli að samræmi sé í opinberum yfirlýsingum og stefnum og svo aðgerðum, til að mynda fjárlögum. Stjórn sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda á nú í samtali við menningar- og viðskiptaráðuneytið og ráðherra menningar- og viðskipta vegna stöðunnar sem upp er komin og vonast til þess að stjórnvöld bregðist við ákalli greinarinnar og endurskoði umræddan fjárlagalið. SÍK væntir áframhaldandi uppbyggilegs samtals við menningar- og viðskiptaráðherra um málið á næstu dögum.
Í framhaldi af fjölmiðlaumfjöllun í vikunni um niðurskurð til kvikmyndasjóða í fjárlögum vill stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, koma eftirfarandi á framfæri: Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda harmar þá stöðu sem upp er komin í kvikmyndaiðnaði, þar sem boðaður er niðurskurður í frumvarpi til fjárlaga 2023 sem gengur þvert gegn Kvikmyndastefnu stjórnvalda til ársins 2030. SÍK ásamt öðrum hagaðilum greinarinnar í samráði við stjórnvöld hefur lagt mikla vinnu í gerð heildstæðrar stefnu fyrir íslenska kvikmyndagerð sem ætlað er að styrkja íslenska menningu, tungu og samfélag. Niðurskurðurinn sem boðaður er til kvikmyndasjóða í frumvarpi til fjárlaga 2023 nemur 433 milljónum króna og mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðslu verkefna sem eru þýðingarmikil í listrænu og menningarlegu sambandi. Aðgerðirnar ganga í berhöggi við Kvikmyndastefnu til ársins 2030 þar sem lögð er áhersla á varðveislu íslenskrar tungu, menningu, sjálfsmynd þjóðarinnar, eflingu íslensks atvinnulífs og sterkt orðspor Íslands. Það er ljóst að sterkara sjóðakerfi sem styður við fjölbreytt íslensk kvikmyndaverk og setning nýs styrkjaflokks fyrir sjónvarpsþáttargerð er forgangsverkefni innan Kvikmyndastefnunnar enda tilgreint sem fyrsta aðgerð í annars metnaðarfullri áætlun. Sá niðurskurður sem boðaður er mun þvert á móti hafa þær afleiðingar í för með sér að færri kvikmyndaverk verða framleidd og sérstakur styrkjaflokkur vegna gerðar sjónvarpsþátta mun ekki líta dagsins ljós. Í því samhengi lýsir SÍK einnig yfir vonbrigðum með ummæli menningar- og viðskiptaráðherra sem viðhöfð voru í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem ráðherra gaf til kynna að gagnrýnin byggði á misskilningi innan greinarinnar, um að viðbótarframlög til kvikmyndasjóða hefðu komið til vegna fjárfestingarátaks í tengslum við heimsfaraldur Covid-19. Hið rétta er að viðbótarinnspýting í kvikmyndasjóði var ákveðin í tengslum við eftirfylgni Kvikmyndastefnunnar. Fyrirsjáanleiki í stuðningsumhverfi kvikmyndaiðnaðar skiptir sköpum. Ákvarðanir um fjárfestingu í verkefnum eru teknar á grundvelli opinberra vilyrða og áætlana. Um er að ræða verulegar fjárfestingar í hverju verkefni en ferli kvikmyndaverkefna frá hugmynd til sýningar telur oft á tíðum í fjölda ára. Það skiptir því verulegu máli að samræmi sé í opinberum yfirlýsingum og stefnum og svo aðgerðum, til að mynda fjárlögum. Stjórn sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda á nú í samtali við menningar- og viðskiptaráðuneytið og ráðherra menningar- og viðskipta vegna stöðunnar sem upp er komin og vonast til þess að stjórnvöld bregðist við ákalli greinarinnar og endurskoði umræddan fjárlagalið. SÍK væntir áframhaldandi uppbyggilegs samtals við menningar- og viðskiptaráðherra um málið á næstu dögum.
Fjárlagafrumvarp 2023 Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Brosið stirðnar á andlitum bíófólks Kvikmyndagerðarfólki brá illilega í brún þegar fjárlög voru kynnt í vikunni. Fyrir dyrum stendur 33 prósenta niðurskurður á framlögum til kvikmyndasjóðs; innlendrar kvikmyndagerðar. Óhætt er að segja að það leggist illa í íslenska bíóbransann, vægt til orða tekið. 15. september 2022 14:10 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Brosið stirðnar á andlitum bíófólks Kvikmyndagerðarfólki brá illilega í brún þegar fjárlög voru kynnt í vikunni. Fyrir dyrum stendur 33 prósenta niðurskurður á framlögum til kvikmyndasjóðs; innlendrar kvikmyndagerðar. Óhætt er að segja að það leggist illa í íslenska bíóbransann, vægt til orða tekið. 15. september 2022 14:10