Udinese á toppinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2022 12:30 Udinese lagði Inter. EPA-EFE/GABRIELE MENIS Udinese tók á móti Inter í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í dag. Udinese vann 3-1 sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. Nicolò Barella kom gestunum í Inter yfir strax á fimmtu mínútu leiksins og Mílanóliðið í paradís. Það entist þó ekki lengi þar sem miðvörðurinn eftirsótti Milan Škriniar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 22. mínútu leiksins og staðan orðin 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og allt jafnt þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það stefndi í jafntefli allt þangað til Jaka Bijol stýrði hornspyrnu Gerard Deulofeu frábærlega í fjærhornið á 85. mínútu. Algjörlega óverjandi fyrir Samir Handanović í marki Inter. Staðan orðin 2-1 heimaliðinu í vil og þegar komið var vel inn í uppbótartíma gulltryggði Tolgay Arslan sigurinn með flugskalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Deulofeu frá hægri. Fleiri urðu mörkin ekki og 3-1 sigur heimamanna staðreynd. Udinese þar með komið á topp Serie A með 16 stig eftir sjö leiki en Napoli, Atalanta og AC Milan eru öll með 14 stig og leik til góða. Inter er á sama tíma í 6. sæti með 12 stig. Ítalski boltinn Fótbolti
Udinese tók á móti Inter í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í dag. Udinese vann 3-1 sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. Nicolò Barella kom gestunum í Inter yfir strax á fimmtu mínútu leiksins og Mílanóliðið í paradís. Það entist þó ekki lengi þar sem miðvörðurinn eftirsótti Milan Škriniar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 22. mínútu leiksins og staðan orðin 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og allt jafnt þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það stefndi í jafntefli allt þangað til Jaka Bijol stýrði hornspyrnu Gerard Deulofeu frábærlega í fjærhornið á 85. mínútu. Algjörlega óverjandi fyrir Samir Handanović í marki Inter. Staðan orðin 2-1 heimaliðinu í vil og þegar komið var vel inn í uppbótartíma gulltryggði Tolgay Arslan sigurinn með flugskalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Deulofeu frá hægri. Fleiri urðu mörkin ekki og 3-1 sigur heimamanna staðreynd. Udinese þar með komið á topp Serie A með 16 stig eftir sjö leiki en Napoli, Atalanta og AC Milan eru öll með 14 stig og leik til góða. Inter er á sama tíma í 6. sæti með 12 stig.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti