Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Valur 0-3 | Tíu fingur og níu tær á titlinum Einar Kárason skrifar 17. september 2022 18:15 Valsstúlkur gátu fagnað vel og innilega í blíðunni í Vestmannaeyjum. Vísir/Diego Illa var mætt í stúkuna á Hásteinsvelli þrátt fyrir sextán stiga hita og blíðu. Það voru Eyjastúlkur sem fengu fyrsta færi leiksins strax á annarri mínútu leiksins þegar Ameera Hussain fékk boltann frá Kristínu Ernu Sigurlásdóttur við teig gestanna. Ameera fann Olgu Sevcovu eina á auðum sjó úti hægra megin en skot Olgu úr teig hárfínt yfir markið. Eftir þetta hörkufæri í upphafi leiks var lítið um marktækifæri og gekk boltinn manna á milli á miðjum vellinum. Fyrsta alvöru færi gestanna leit dagsins ljós eftir um stundarfjórðung þegar Anna Rakel Pétursdóttir fékk boltann vinstra megin í teig ÍBV en fast skot hennar hafnaði í stönginni nær og þaðan aftur fyrir endalínu. Valskonur sýndu mátt sinn og voru betra liðið á vellinum eftir rólega byrjun og áttu nokkur ágætis færi. Yfirburðir þetta báru loks árángur eftir um hálftíma leik þegar Mist Edvardsdóttir sendi háan og langan bolta inn í teig ÍBV. Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, missti af boltanum sem datt fyrir Elínu Mettu Jensen sem lagði boltann þéttingsfast í hornið fjær. Meistaraefnin komin yfir og til alls líklegar. Áfram héldu gestirnir að sækja að marki heimastúlkna og náðu þær að tvöfalda forskot sitt þegar fimm mínútur eftir lifðu fyrri hálsleiks. Þórdís Elva Ágústsdóttir fékk boltann inni í miðjum teig ÍBV og skaut lúmsku skoti að marki. Boltinn í stöngina og inn án þess að Guðný kæmi nokkrum vörnum við. Valskonur því með tveggja marka forskot þegar flautað var til hálfleiks og róðurinn erfiður fyrir heimastúlkur í síðari hálfleik. Síðari hálfleikur hófst eins og sá síðari endaði. Valur meira með boltann og líklegri til að bæta við heldur en ÍBV að minnka muninn. Hálfleikurinn var ekki nema tíu mínútna gamall þegar Mist skoraði af stuttu færi eftir aukaspyrnu frá Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur. Leikurinn svo gott sem búinn héldu flestir en einungis mínútum síðar fengu Eyjastúlkur vítaspyrnu þegar Þórhildur Ólafsdóttir fór niður inni í teig gestanna. Júlíana Sveinsdóttir fór á punktinn en skaut boltanum í þverslánna, þaðan í Söndru Sigurðardóttur í marki Vals, áður en boltinn barst aftur til Júlíönu sem hafði allt markið fyrir framan sig. Síðari tilraun hennar fór hinsvegar forgörðum en hún setti boltann framhjá stönginni hægra megin. Fjörinu var hvergi lokið en Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, var næst að láta tréverkið finna fyrir því þegar hún hamraði boltann í slá af stuttu færi. Leikurinn fór að mestu fram á vallarhelmingi ÍBV og heimaliðið skapaði sér ekki mörg tækifæri í síðari hálfleiknum. Með skiptingum og öðru róaðist leikurinn töluvert niður og dró töluvert úr hraðanum. Bæði lið virtust búin að sætta sig við stöðu mála og leikurinn eftir því. Ameera var nálægt því að klóra í bakkann undir lok leiks en Sandra varði virkilega vel. Fleiri mörk voru því ekki skoruð og sannfærandi sigur Vals í höfn. Af hverju vann Valur? Valshópurinn er gríðarlega sterkur og sýndu þær mátt sinn eftir rólegar upphafsmínútur. Heppnisstimpill í fyrsta markinu en það telur eins og annað. Hverjar stóðu upp úr? Þórdísirnar, Hrönn og Elva voru sprækar ásamt Önnu Rakeli í bakverðinum. Elín Metta lét vel til sín taka fremst á vellinum og braut ísinn og Mist fór fyrir liðinu í öftustu línu ásamt því að skora í upphafi síðari hálfleiks. Flestar rauðklæddar skiluðu sínu dagsverki vel frá sér. Í liði ÍBV var Olga fín en það vantaði upp á að reka endahnútinn á þá sjénsa sem upp komu. Þórhildur vann vel á miðjunni en það dró af henni í síðari hálfleiknum. Hvað gekk illa? ÍBV hóf leikinn vel en gáfu tvö mörk með stuttu millibili sem lágu ekki beint í loftinu. Valur hélt boltanum vel og var Eyjaliðið mikið að elta sem kostaði orku. Greinileg þreytumerki voru á liði ÍBV. Hvað gerist næst? ÍBV fer til Keflavíkur í næstu umferð á meðan Valskonur gera sér stutta ferð í Mosfellsbæinn og etja þar kappi við Aftureldingu. Jonathan Glenn: Valur er topplið Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV.Vísir/Vilhelm ,,Mér fannst við byrja leikinn vel," sagði Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, eftir leik. ,,Við héldum bolta vel en fengum á okkur ódýrt mark sem tók kraft úr okkur. Valur er frábært lið með góða dýpt og þær tóku yfir og voru betra liðið eftir markið." ,,Á öðrum degi hefðum við getað skorað fyrsta markið og hlutirnir þróast á annan hátt. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við erum að glíma við meiðsli og erum með þriðja flokks leikmenn á bekknum. Við höfum byrjað með sömu ellefu leikmenn í síðustu þremur leikjum í þessari viku. Þetta er áskorun en svona er þetta. Við þurfum að takast á við þetta og halda áfram." ,,Ég sagði við stelpurnar að þetta yrði erfitt, sérstaklega síðari hálfleikurinn. Við þurftum að hafa fyrir því að skapa færi og hefðum getað skorað þegar við fengum víti en gerðum það ekki. Valur er topplið og gerði okkur erfitt fyrir. Við erum mjög þreyttar. Blikar í fyrsta leik, svo Þór/KA á Akureyri og svo Valur í dag. Þetta hefur verið erfitt," sagði Jonathan glottandi. Matthías: Það er eins og þú hafir verið inni í klefa Matthías er fyrrum leikmaður karlaliðs Vals.Mynd/Daníel Matthías Guðmundsson, annar þjálfari Valsstúlka, var ánægður með sitt lið. ,,Við erum rosalega sátt við leikinn. Vel spilaður leikur hjá okkur og vorum góðar í dag og unnum sannfærandi sigur." Eftir brösugt korter tóku Valsstelpur yfir og tók Matthías undir með blaðamanni. ,,Alveg sammála. Kannski brösugar tíu mínútur en eftir það tókum við yfir og spiluðum mjög vel." Blaðamaður spurði hvort þjálfararnir hefðu ekki sagt inni í klefa að liðið ætti að halda áfram því sem það var að gera, halda markinu hreinu, halda bolta, skora þriðja markið, rúlla liðinu og spila leikinn út. Matthías svaraði því hlæjandi. ,,Það er hárrétt. Það er eins og þú hafir verið inni í klefa. Þetta er allt hárrétt lesið hjá þér. Við ætluðum að halda áfram á þeirri braut sem við vorum og við gerðum það vel." ,,Við erum í frábærri stöðu en okkur vantar enn að klára leikina sem eftir eru. Það er stefnan. Það er búinn að vera flottur stígandi í þessu hjá okkur og maður sér hvernig liðið hefur flogið upp kúrfuna eftir því sem leið á mótið. Þetta er búið að vera frábært sumar en það eru tvö verkefni eftir. Okkur langar til að ná þessum titli og fara áfram í meistaradeildina," sagði Matthías. Besta deild kvenna Valur ÍBV
Illa var mætt í stúkuna á Hásteinsvelli þrátt fyrir sextán stiga hita og blíðu. Það voru Eyjastúlkur sem fengu fyrsta færi leiksins strax á annarri mínútu leiksins þegar Ameera Hussain fékk boltann frá Kristínu Ernu Sigurlásdóttur við teig gestanna. Ameera fann Olgu Sevcovu eina á auðum sjó úti hægra megin en skot Olgu úr teig hárfínt yfir markið. Eftir þetta hörkufæri í upphafi leiks var lítið um marktækifæri og gekk boltinn manna á milli á miðjum vellinum. Fyrsta alvöru færi gestanna leit dagsins ljós eftir um stundarfjórðung þegar Anna Rakel Pétursdóttir fékk boltann vinstra megin í teig ÍBV en fast skot hennar hafnaði í stönginni nær og þaðan aftur fyrir endalínu. Valskonur sýndu mátt sinn og voru betra liðið á vellinum eftir rólega byrjun og áttu nokkur ágætis færi. Yfirburðir þetta báru loks árángur eftir um hálftíma leik þegar Mist Edvardsdóttir sendi háan og langan bolta inn í teig ÍBV. Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, missti af boltanum sem datt fyrir Elínu Mettu Jensen sem lagði boltann þéttingsfast í hornið fjær. Meistaraefnin komin yfir og til alls líklegar. Áfram héldu gestirnir að sækja að marki heimastúlkna og náðu þær að tvöfalda forskot sitt þegar fimm mínútur eftir lifðu fyrri hálsleiks. Þórdís Elva Ágústsdóttir fékk boltann inni í miðjum teig ÍBV og skaut lúmsku skoti að marki. Boltinn í stöngina og inn án þess að Guðný kæmi nokkrum vörnum við. Valskonur því með tveggja marka forskot þegar flautað var til hálfleiks og róðurinn erfiður fyrir heimastúlkur í síðari hálfleik. Síðari hálfleikur hófst eins og sá síðari endaði. Valur meira með boltann og líklegri til að bæta við heldur en ÍBV að minnka muninn. Hálfleikurinn var ekki nema tíu mínútna gamall þegar Mist skoraði af stuttu færi eftir aukaspyrnu frá Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur. Leikurinn svo gott sem búinn héldu flestir en einungis mínútum síðar fengu Eyjastúlkur vítaspyrnu þegar Þórhildur Ólafsdóttir fór niður inni í teig gestanna. Júlíana Sveinsdóttir fór á punktinn en skaut boltanum í þverslánna, þaðan í Söndru Sigurðardóttur í marki Vals, áður en boltinn barst aftur til Júlíönu sem hafði allt markið fyrir framan sig. Síðari tilraun hennar fór hinsvegar forgörðum en hún setti boltann framhjá stönginni hægra megin. Fjörinu var hvergi lokið en Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, var næst að láta tréverkið finna fyrir því þegar hún hamraði boltann í slá af stuttu færi. Leikurinn fór að mestu fram á vallarhelmingi ÍBV og heimaliðið skapaði sér ekki mörg tækifæri í síðari hálfleiknum. Með skiptingum og öðru róaðist leikurinn töluvert niður og dró töluvert úr hraðanum. Bæði lið virtust búin að sætta sig við stöðu mála og leikurinn eftir því. Ameera var nálægt því að klóra í bakkann undir lok leiks en Sandra varði virkilega vel. Fleiri mörk voru því ekki skoruð og sannfærandi sigur Vals í höfn. Af hverju vann Valur? Valshópurinn er gríðarlega sterkur og sýndu þær mátt sinn eftir rólegar upphafsmínútur. Heppnisstimpill í fyrsta markinu en það telur eins og annað. Hverjar stóðu upp úr? Þórdísirnar, Hrönn og Elva voru sprækar ásamt Önnu Rakeli í bakverðinum. Elín Metta lét vel til sín taka fremst á vellinum og braut ísinn og Mist fór fyrir liðinu í öftustu línu ásamt því að skora í upphafi síðari hálfleiks. Flestar rauðklæddar skiluðu sínu dagsverki vel frá sér. Í liði ÍBV var Olga fín en það vantaði upp á að reka endahnútinn á þá sjénsa sem upp komu. Þórhildur vann vel á miðjunni en það dró af henni í síðari hálfleiknum. Hvað gekk illa? ÍBV hóf leikinn vel en gáfu tvö mörk með stuttu millibili sem lágu ekki beint í loftinu. Valur hélt boltanum vel og var Eyjaliðið mikið að elta sem kostaði orku. Greinileg þreytumerki voru á liði ÍBV. Hvað gerist næst? ÍBV fer til Keflavíkur í næstu umferð á meðan Valskonur gera sér stutta ferð í Mosfellsbæinn og etja þar kappi við Aftureldingu. Jonathan Glenn: Valur er topplið Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV.Vísir/Vilhelm ,,Mér fannst við byrja leikinn vel," sagði Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, eftir leik. ,,Við héldum bolta vel en fengum á okkur ódýrt mark sem tók kraft úr okkur. Valur er frábært lið með góða dýpt og þær tóku yfir og voru betra liðið eftir markið." ,,Á öðrum degi hefðum við getað skorað fyrsta markið og hlutirnir þróast á annan hátt. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við erum að glíma við meiðsli og erum með þriðja flokks leikmenn á bekknum. Við höfum byrjað með sömu ellefu leikmenn í síðustu þremur leikjum í þessari viku. Þetta er áskorun en svona er þetta. Við þurfum að takast á við þetta og halda áfram." ,,Ég sagði við stelpurnar að þetta yrði erfitt, sérstaklega síðari hálfleikurinn. Við þurftum að hafa fyrir því að skapa færi og hefðum getað skorað þegar við fengum víti en gerðum það ekki. Valur er topplið og gerði okkur erfitt fyrir. Við erum mjög þreyttar. Blikar í fyrsta leik, svo Þór/KA á Akureyri og svo Valur í dag. Þetta hefur verið erfitt," sagði Jonathan glottandi. Matthías: Það er eins og þú hafir verið inni í klefa Matthías er fyrrum leikmaður karlaliðs Vals.Mynd/Daníel Matthías Guðmundsson, annar þjálfari Valsstúlka, var ánægður með sitt lið. ,,Við erum rosalega sátt við leikinn. Vel spilaður leikur hjá okkur og vorum góðar í dag og unnum sannfærandi sigur." Eftir brösugt korter tóku Valsstelpur yfir og tók Matthías undir með blaðamanni. ,,Alveg sammála. Kannski brösugar tíu mínútur en eftir það tókum við yfir og spiluðum mjög vel." Blaðamaður spurði hvort þjálfararnir hefðu ekki sagt inni í klefa að liðið ætti að halda áfram því sem það var að gera, halda markinu hreinu, halda bolta, skora þriðja markið, rúlla liðinu og spila leikinn út. Matthías svaraði því hlæjandi. ,,Það er hárrétt. Það er eins og þú hafir verið inni í klefa. Þetta er allt hárrétt lesið hjá þér. Við ætluðum að halda áfram á þeirri braut sem við vorum og við gerðum það vel." ,,Við erum í frábærri stöðu en okkur vantar enn að klára leikina sem eftir eru. Það er stefnan. Það er búinn að vera flottur stígandi í þessu hjá okkur og maður sér hvernig liðið hefur flogið upp kúrfuna eftir því sem leið á mótið. Þetta er búið að vera frábært sumar en það eru tvö verkefni eftir. Okkur langar til að ná þessum titli og fara áfram í meistaradeildina," sagði Matthías.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti