Allir töldu Þröst vanhæfan nema Þröstur sjálfur sem ákallaði drottinn guð sinn Atli Ísleifsson skrifar 16. september 2022 13:24 Þröstur Jónsson er allt annað en ánægður með félaga sína í sveitarstjórn að fá ekki að taka þátt í umræðum um Fjarðaheiðargöng, sem ætlað er að tengja Seyðisfjörð og Hérað. Vegagerðin Tíu af ellefu sveitarstjórnarmönnum Múlaþings samþykktu tillögu um vanhæfi Þrastar Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúa Miðflokksins, sem sneri að því að hann myndi víkja af fundi sveitarstjórnar í umræðum um breytingu á aðalskipulagi varðandi leiðarval Fjarðaheiðarganga. Þröstur segir hart að sér vegið og sakar aðra fulltrúa um pólitískt ofbeldi. Þröstur greiddi einn atkvæði gegn tillögunni sem lögð var fram. Ekki segir til um nákvæma ástæðu tillögunnar en samkvæmt heimildum fréttastofu lýtur hún að því að bróðir Þrastar sé eigandi jarðanna Dalhúsa og Egilsstaða 1 og myndu gerð jarðganga undir Fjarðaheiði liggja um jarðirnar. Lögfræðiálit sveitarstjórnar kvað á um að Þröstur væri vanhæfur til að fjalla um málið, en Þröstur segir í harðorðri bókun sinni að álit lögfræðings síns, „sem [sé] öllum hnútum kunnugur í sveitarstjórnarmálum og löggjöf um þau“, sé hins vegar afgerandi um að hann sé ekki vanhæfur. Rökþrota meirihluti sem grípur til óyndisúrræða Nokkur hiti var í mönnum á sveitarstjórnarfundinum sem fram fór í fyrradag og lagði Þröstur fram bókun þar sem hann sakaði aðra sveitarstjórnarmenn um „pólitískt ofbeldi“ og þöggun sem eigi sér ekki fordæmi í sögu íslenskra sveitarstjórna. „Þegar meirihlutinn er kominn í rökþrot, grípur hann til slíkra óyndisúrræða. Slíkt er alvarleg ógn við lýðræðið og málfrelsið í landinu sem er stjórnarskrárbundið,“ segir í bókun Þrastar. Séð niður í Seyðisfjörð af Fjarðarheiði.Vísir/VilhelmEinar Suðurleið valin Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundinum þá tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs að leiðarval Fjarðarheiðarganga um Fljótsdalshérað færi um þá leið sem kölluð sé suðurleið. Göngin munu tengja Seyðisfjörð og Hérað, ofan Egilsstaða, og verða um þrettán kílómetra löng, verði þau að veruleika. „Aðrar forsendur eru þær að vegtenging um Melshorn haldi sér á aðalskipulagi og að um þá leið verði Borgarfjarðarvegur tengdur við hringveginn. Jafnframt er lögð áhersla á að sett verði ný vegtenging frá Selbrekku inn á Fagradalsbraut,“ segir í bókun sveitarstjórnar. „Drottinn guð“ „Ég segi nú bara drottinn guð, forseti og aðrir fundarmenn,“ sagði Þröstur þegar búið var að leggja fram tillöguna um vanhæfi hans. Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar, svaraði þá til og biðlaði til sveitarstjórnarmanna að líkja sér ekki við drottinn guð eða Jesú Krist. „Ég líkti þér ekki við hann. Ég var bara að biðla til hans, þar sem að mér er vegið,“ sagði Þröstur þá. Sjá má upptökuna af fundi sveitarstjórnar í spilaranum að neðan, en umfjöllun um vanhæfið hefst þegar tæpar þrettán mínútur eru liðnar af fundinum. Hefur áður ratað í fjölmiðla Þröstur, sem er mjög trúaður, hefur áður ratað í fjölmiðla eftir að hafa sagt að Covid-19 væri aðeins „slæm pest“ og að „satanískt samsæri“ væri í gangi. Þá vakti það einnig athygli þegar hann sagðist sannfærður um að bænahring í Reykjavík hafi mátt þakka að ekki hafi orðið manntjón í aurskriðununum sem féllu á Seyðisfirði í desember 2020. Lögmaður Múlaþings hafði áður gefið út álit um vanhæfi Þrastar í málinu, en Þröstur segir í bókun sinni á sveitarstjórnarfundinum að bæði lögfræðiálit sveitarstjórnar séu loðin og taki ekki afgerandi afstöðu til vanhæfisins. „Álit lögfræðings míns sem er öllum hnútum kunnugur í sveitarstjórnarmálum og löggjöf um þau er hins vegar afgerandi um að ég sé EKKI vanhæfur,“ segir í bókuninni. Þöggun og rökþrot Þröstur vísar svo til þess að fyrir liggi stjórnsýslukæra til innviðaráðuneytisins vegna meints vanhæfis hans á byggðaráðsfundi í júlí þar sem tillaga um vanhæfi Þrastar hafði einnig verið lögð fram. Hann segist munu kanna hvort að aftur þurfi að kæra sveitarstjórn stjórnsýslukæru vegna niðurstöðu vanhæfiskosninga sem varðar aðalskipulagsmál. „Atburðarás þessi sem hér fer fram á sér ekki fordæmi í sögu íslenskrar sveitarstjórnar. Hún lyktar af pólitísku ofbeldi og tilraun til að nota lög um vanhæfi sem stjórntæki, til að þagga niður skoðanir sem eru andstæðar skoðunum meirihlutans. Þegar meirihlutinn er kominn í rökþrot, grípur hann til slíkra óyndisúrræða. Slíkt er alvarleg ógn við lýðræðið og málfrelsið í landinu sem er stjórnarskrár-bundið. Fyrirhugaður munni Fjarðarheiðarganga í Seyðisfirði.Vegagerðin Ég krefst í ljósi þessa að öll málsmeðferð og ákvarðanataka er skipulagstillögu þá er hér er til umræðu verði frestað þar til endanleg niðurstaða um ætlað vanhæfi mitt verður komin frá innviðaráðuneyti eða dómstólum, leiti ég til þeirra. Ábyrgð slíkra tafa er alfarið vísað til þeirra sem greiða atkvæði með vanhæfistillögunni,“ segir í bókun Þrastar. Segir blóðbönd ekki næga eins og sér til vanhæfis Þegar byggðaráð Múlaþings mat Þröst fyrr í sumar vanhæfan til að fjalla um málið sagði Þröstur í nókun að blóðbönd ein og sér nægi ekki til vanhæfis, „heldur [þurfi] SVO SÉRSTAKLEGA að hátta til að almennt [megi] ætla að viljaafstaða [hans] mótist að einhverju leiti af blóðtengslum við landeigendur jarðanna Dalhúsa og Egilsstaða 1. „Ekkert slíkt hefur komið fram sem sýnir fram á að "SVO SÉRSTAKLEGA" sé háttað, enda er ekkert slíkt til staðar í mínu tilfelli. Ég mun því leita úrskurðar Innviðaráðuneytis í máli þessu og ef með þarf dómstóla,“ sagði Þröstur í bókun þá. Múlaþing Sveitarstjórnarmál Vegagerð Tengdar fréttir Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26 Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Vilja ekki greiða fyrir notkun ganga sem uppfylla ekki öryggiskröfur Líkt og greint hefur verið frá síðustu vikur stefnir innviðaráðuneytið á að hefja gjaldtöku í öllum göngum landsins til þess að fjármagna Fjarðarheiðargöng. Formaður bæjarráðs Fjallabyggðar setur spurningamerki við aðferðafræðina. 8. ágúst 2022 22:45 Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Þröstur greiddi einn atkvæði gegn tillögunni sem lögð var fram. Ekki segir til um nákvæma ástæðu tillögunnar en samkvæmt heimildum fréttastofu lýtur hún að því að bróðir Þrastar sé eigandi jarðanna Dalhúsa og Egilsstaða 1 og myndu gerð jarðganga undir Fjarðaheiði liggja um jarðirnar. Lögfræðiálit sveitarstjórnar kvað á um að Þröstur væri vanhæfur til að fjalla um málið, en Þröstur segir í harðorðri bókun sinni að álit lögfræðings síns, „sem [sé] öllum hnútum kunnugur í sveitarstjórnarmálum og löggjöf um þau“, sé hins vegar afgerandi um að hann sé ekki vanhæfur. Rökþrota meirihluti sem grípur til óyndisúrræða Nokkur hiti var í mönnum á sveitarstjórnarfundinum sem fram fór í fyrradag og lagði Þröstur fram bókun þar sem hann sakaði aðra sveitarstjórnarmenn um „pólitískt ofbeldi“ og þöggun sem eigi sér ekki fordæmi í sögu íslenskra sveitarstjórna. „Þegar meirihlutinn er kominn í rökþrot, grípur hann til slíkra óyndisúrræða. Slíkt er alvarleg ógn við lýðræðið og málfrelsið í landinu sem er stjórnarskrárbundið,“ segir í bókun Þrastar. Séð niður í Seyðisfjörð af Fjarðarheiði.Vísir/VilhelmEinar Suðurleið valin Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundinum þá tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs að leiðarval Fjarðarheiðarganga um Fljótsdalshérað færi um þá leið sem kölluð sé suðurleið. Göngin munu tengja Seyðisfjörð og Hérað, ofan Egilsstaða, og verða um þrettán kílómetra löng, verði þau að veruleika. „Aðrar forsendur eru þær að vegtenging um Melshorn haldi sér á aðalskipulagi og að um þá leið verði Borgarfjarðarvegur tengdur við hringveginn. Jafnframt er lögð áhersla á að sett verði ný vegtenging frá Selbrekku inn á Fagradalsbraut,“ segir í bókun sveitarstjórnar. „Drottinn guð“ „Ég segi nú bara drottinn guð, forseti og aðrir fundarmenn,“ sagði Þröstur þegar búið var að leggja fram tillöguna um vanhæfi hans. Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar, svaraði þá til og biðlaði til sveitarstjórnarmanna að líkja sér ekki við drottinn guð eða Jesú Krist. „Ég líkti þér ekki við hann. Ég var bara að biðla til hans, þar sem að mér er vegið,“ sagði Þröstur þá. Sjá má upptökuna af fundi sveitarstjórnar í spilaranum að neðan, en umfjöllun um vanhæfið hefst þegar tæpar þrettán mínútur eru liðnar af fundinum. Hefur áður ratað í fjölmiðla Þröstur, sem er mjög trúaður, hefur áður ratað í fjölmiðla eftir að hafa sagt að Covid-19 væri aðeins „slæm pest“ og að „satanískt samsæri“ væri í gangi. Þá vakti það einnig athygli þegar hann sagðist sannfærður um að bænahring í Reykjavík hafi mátt þakka að ekki hafi orðið manntjón í aurskriðununum sem féllu á Seyðisfirði í desember 2020. Lögmaður Múlaþings hafði áður gefið út álit um vanhæfi Þrastar í málinu, en Þröstur segir í bókun sinni á sveitarstjórnarfundinum að bæði lögfræðiálit sveitarstjórnar séu loðin og taki ekki afgerandi afstöðu til vanhæfisins. „Álit lögfræðings míns sem er öllum hnútum kunnugur í sveitarstjórnarmálum og löggjöf um þau er hins vegar afgerandi um að ég sé EKKI vanhæfur,“ segir í bókuninni. Þöggun og rökþrot Þröstur vísar svo til þess að fyrir liggi stjórnsýslukæra til innviðaráðuneytisins vegna meints vanhæfis hans á byggðaráðsfundi í júlí þar sem tillaga um vanhæfi Þrastar hafði einnig verið lögð fram. Hann segist munu kanna hvort að aftur þurfi að kæra sveitarstjórn stjórnsýslukæru vegna niðurstöðu vanhæfiskosninga sem varðar aðalskipulagsmál. „Atburðarás þessi sem hér fer fram á sér ekki fordæmi í sögu íslenskrar sveitarstjórnar. Hún lyktar af pólitísku ofbeldi og tilraun til að nota lög um vanhæfi sem stjórntæki, til að þagga niður skoðanir sem eru andstæðar skoðunum meirihlutans. Þegar meirihlutinn er kominn í rökþrot, grípur hann til slíkra óyndisúrræða. Slíkt er alvarleg ógn við lýðræðið og málfrelsið í landinu sem er stjórnarskrár-bundið. Fyrirhugaður munni Fjarðarheiðarganga í Seyðisfirði.Vegagerðin Ég krefst í ljósi þessa að öll málsmeðferð og ákvarðanataka er skipulagstillögu þá er hér er til umræðu verði frestað þar til endanleg niðurstaða um ætlað vanhæfi mitt verður komin frá innviðaráðuneyti eða dómstólum, leiti ég til þeirra. Ábyrgð slíkra tafa er alfarið vísað til þeirra sem greiða atkvæði með vanhæfistillögunni,“ segir í bókun Þrastar. Segir blóðbönd ekki næga eins og sér til vanhæfis Þegar byggðaráð Múlaþings mat Þröst fyrr í sumar vanhæfan til að fjalla um málið sagði Þröstur í nókun að blóðbönd ein og sér nægi ekki til vanhæfis, „heldur [þurfi] SVO SÉRSTAKLEGA að hátta til að almennt [megi] ætla að viljaafstaða [hans] mótist að einhverju leiti af blóðtengslum við landeigendur jarðanna Dalhúsa og Egilsstaða 1. „Ekkert slíkt hefur komið fram sem sýnir fram á að "SVO SÉRSTAKLEGA" sé háttað, enda er ekkert slíkt til staðar í mínu tilfelli. Ég mun því leita úrskurðar Innviðaráðuneytis í máli þessu og ef með þarf dómstóla,“ sagði Þröstur í bókun þá.
Múlaþing Sveitarstjórnarmál Vegagerð Tengdar fréttir Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26 Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Vilja ekki greiða fyrir notkun ganga sem uppfylla ekki öryggiskröfur Líkt og greint hefur verið frá síðustu vikur stefnir innviðaráðuneytið á að hefja gjaldtöku í öllum göngum landsins til þess að fjármagna Fjarðarheiðargöng. Formaður bæjarráðs Fjallabyggðar setur spurningamerki við aðferðafræðina. 8. ágúst 2022 22:45 Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26
Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36
Vilja ekki greiða fyrir notkun ganga sem uppfylla ekki öryggiskröfur Líkt og greint hefur verið frá síðustu vikur stefnir innviðaráðuneytið á að hefja gjaldtöku í öllum göngum landsins til þess að fjármagna Fjarðarheiðargöng. Formaður bæjarráðs Fjallabyggðar setur spurningamerki við aðferðafræðina. 8. ágúst 2022 22:45
Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30