Þjóðtunga á köldum klaka Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 16. september 2022 12:00 „Að búa á Íslandi án þess að tala íslensku er meistaranám í höfnun, bæði félagslega og á atvinnumarkaðnum, með enga prófgráðu í sjónmáli” segir Michelle Spinei í áhugaverðri grein sem hún birti nýlega á visir.is. Þar lýsir hún af eigin raun þrautagöngu einstaklings af erlendum uppruna við að ná tökum á íslensku máli. Það lærdómsferðalag var „hlykkjóttur og grýttur malarvegur fullur af slæmum fallbeygingum”, eins og hún orðar það. Grein Spinei vekur verðuga athygli á þeirri brýnu þörf sem orðin er á því að bæta móttöku fólks af erlendum uppruna og styðja það til þátttöku í samfélaginu. Í því sambandi er góð og markviss íslenskukennsla lykilatriði, því ekki er nóg að henda fólki inn í 50 tíma grunnnámskeið og ætlast svo til að það spjari sig sjálft án eftirfylgni. Tryggja þarf gott framboð viðeigandi íslenskukennslu í framhaldinu, til að styrkja orðaforða og gera fólki kleift að stunda störf og nám á íslensku. Þeirri íslenskukennslu sem Spinei stóð til boða við komuna til landsins lýsir hún sem málfræði sem hún segir að hafi verið „kennd illa og af áhugaleysi”, byggða á úreltu kennsluefni. Síðan bætir höfundur við „það sem verra er, þegar þú áttar þig á því að „besta námið“ á landinu, „Íslenska sem annað tungumál“, kennt í Háskóla Íslands, er þriggja ára fullt nám sem kennir þér akademíska íslensku.” Háskólinn á Bifröst ryður braut Hér er vert að staldra við. Háskóli Íslands er nefnilega ekki eini háskólinn sem býður erlendum nemendum íslenskunám – það gerir Háskólinn á Bifröst einnig, en þar er munur á. Fyrir tveimur árum tók Háskólinn á Bifröst upp þá nýjung að þróa nám í íslensku fyrir erlenda nemendur, ekki akademískt nám heldur tungumálanám, í því skyni að styðja þá og þjálfa til þátttöku í samfélaginu. Þetta nýja námsframboð tekur við af byrjendakennslunni sem símenntunarstöðvarnar veita. Það fer fram í háskólagáttinni, en hún býr nemendur undir grunnnám á háskólastigi við allar deildir Háskólans á Bifröst. Námið er skipulagt þannig að nemendur í fullu námi ljúka því á einu skólaári, en geta valið að taka það á lengri tíma, til dæmis samhliða vinnu. Grunnhugmyndin að baki er sú að mæta nemendum af erlendum uppruna þar sem þeir eru – með tilliti til þarfa þeirra og aðstæðna. Þess vegna er námið boðið í fjarkennslu með staðlotum, því vinnandi fólk á þess yfirleitt ekki kost að beygja sig undir stíft skipulag í staðnámi. Ókeypis íslenskunám? Þessa dagana ríður húsum sú dægurþræta hvort íslenskukennsla fyrir fólk með annað móðurmál skuli verða liður í kröfugerð verkalýðsfélaga eða ekki, og er spjótum beint í ýmsar áttir, aðallega að einu stéttarfélagi. Fólk af erlendum uppruna þarf sannarlega að geta gengið til starfa í íslensku málsamfélagi og aðlagast því. Þeir hagsmunir varða þó fleiri en stéttarfélögin, því allur vinnumarkaðurinn á mikið undir, ekki síst atvinnurekendur, og samfélagið í heild sinni. Sú hugmynd að fólk eigi þess kost að læra íslensku í vinnutímanum er gott innlegg í þá umræðu. En betur má ef duga skal. Æskilegast væri að bjóða fólki þetta nám sér að kostnaðarlausu, eða mikið niðurgreitt. Í raun ætti það að vera grunnkrafan, óháð því á hvaða tímum sólarhringsins námið er stundað. Ókeypis eða vel niðurgreidd íslenskukennsla væri trúverðugur vitisburður um að stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins væri alvara með að bjóða fólk af erlendum uppruna velkomið inn í íslenskt samfélag. Vel heppnuð aðlögun að íslensku samfélagi er allra hagur og „allir vinna”. Vinnumarkaðurinn, einstaklingarnir sem njóta námsins, og síðast en ekki síst myndi íslensk tunga njóta góðs af því að fleiri tali hana. Ekki vörn heldur sókn Ábyrgðin í þessu máli liggur víða, ekki síst hjá stjórnvöldum, en skóla- og fræðasamfélagið sem slíkt hefur líka skyldur í þessu sambandi. Þar hefur stundum orðið þverbrestur, því að á síðustu árum hafa ýmsir áhugamenn um íslenska tungu orðið skotspónn áskanana – innan úr fræðasamfélaginu – um þjóðrembu og málfarslegt yfirlæti. Er nóg komið af svo góðu, því nú þarf allar hendur til verka. Íslensk tunga þarf ekki á því að halda að unnendur hennar haldi aftur af sér. Um það vitnar sjónmengunin af auglýsingaskiltum og textum á ensku, sama hvert litið er og inn á hvaða veitingahús sem gengið er. Víðast hvar er íslenskan að kafna undir ofurþunga enskunnar og innreið hennar inn í hvern krók og kima málsamfélags okkar. Við þessu verðum við að sporna. Það er skylda okkar allra sem tölum og eigum þetta tungumál – þetta ómetanlega menningarverðmæti – að gæta þess, efla það og rækta með ráðum og dáð. Veldur hver á heldur. Liður í endurreisn íslenskunnar væri að virkja íslenska málstefnu, raungera hana og fylgja eftir í reynd til dæmis með hertri löggjöf. Ekki síst þarf þó að stórefla framboð á viðeigandi íslenskukennslu fyrir fólk af erlendum uppruna, því að kostnaðarlausu. Háskólinn á Bifröst gæti sem best verið móðurskóli þannig námsframboðs. Til þess hefur hann alla burði og verðmæta þekkingu eftir þróunarstarf sitt á þessu sviði undanfarin ár. Við stöndum á ákveðnum tímamótum gagnvart þjóðtungu okkar. Sú stund er runnin upp að hver og einn líti í eigin barm og spyrji sig þeirrar spurningar hvort við viljum yfirleitt eiga móðurmál til framtíðar. Sé svarið við þeirri spurning játandi, þá er ekki seinna vænna að hefjast handa í sókn fyrir hönd íslenskunnar, því eins og staðan er orðin, þá er sókn ekki aðeins besta heldur eina vörnin. Höfundur er þjóðfræðingur og forseti Félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Íslensk tunga Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
„Að búa á Íslandi án þess að tala íslensku er meistaranám í höfnun, bæði félagslega og á atvinnumarkaðnum, með enga prófgráðu í sjónmáli” segir Michelle Spinei í áhugaverðri grein sem hún birti nýlega á visir.is. Þar lýsir hún af eigin raun þrautagöngu einstaklings af erlendum uppruna við að ná tökum á íslensku máli. Það lærdómsferðalag var „hlykkjóttur og grýttur malarvegur fullur af slæmum fallbeygingum”, eins og hún orðar það. Grein Spinei vekur verðuga athygli á þeirri brýnu þörf sem orðin er á því að bæta móttöku fólks af erlendum uppruna og styðja það til þátttöku í samfélaginu. Í því sambandi er góð og markviss íslenskukennsla lykilatriði, því ekki er nóg að henda fólki inn í 50 tíma grunnnámskeið og ætlast svo til að það spjari sig sjálft án eftirfylgni. Tryggja þarf gott framboð viðeigandi íslenskukennslu í framhaldinu, til að styrkja orðaforða og gera fólki kleift að stunda störf og nám á íslensku. Þeirri íslenskukennslu sem Spinei stóð til boða við komuna til landsins lýsir hún sem málfræði sem hún segir að hafi verið „kennd illa og af áhugaleysi”, byggða á úreltu kennsluefni. Síðan bætir höfundur við „það sem verra er, þegar þú áttar þig á því að „besta námið“ á landinu, „Íslenska sem annað tungumál“, kennt í Háskóla Íslands, er þriggja ára fullt nám sem kennir þér akademíska íslensku.” Háskólinn á Bifröst ryður braut Hér er vert að staldra við. Háskóli Íslands er nefnilega ekki eini háskólinn sem býður erlendum nemendum íslenskunám – það gerir Háskólinn á Bifröst einnig, en þar er munur á. Fyrir tveimur árum tók Háskólinn á Bifröst upp þá nýjung að þróa nám í íslensku fyrir erlenda nemendur, ekki akademískt nám heldur tungumálanám, í því skyni að styðja þá og þjálfa til þátttöku í samfélaginu. Þetta nýja námsframboð tekur við af byrjendakennslunni sem símenntunarstöðvarnar veita. Það fer fram í háskólagáttinni, en hún býr nemendur undir grunnnám á háskólastigi við allar deildir Háskólans á Bifröst. Námið er skipulagt þannig að nemendur í fullu námi ljúka því á einu skólaári, en geta valið að taka það á lengri tíma, til dæmis samhliða vinnu. Grunnhugmyndin að baki er sú að mæta nemendum af erlendum uppruna þar sem þeir eru – með tilliti til þarfa þeirra og aðstæðna. Þess vegna er námið boðið í fjarkennslu með staðlotum, því vinnandi fólk á þess yfirleitt ekki kost að beygja sig undir stíft skipulag í staðnámi. Ókeypis íslenskunám? Þessa dagana ríður húsum sú dægurþræta hvort íslenskukennsla fyrir fólk með annað móðurmál skuli verða liður í kröfugerð verkalýðsfélaga eða ekki, og er spjótum beint í ýmsar áttir, aðallega að einu stéttarfélagi. Fólk af erlendum uppruna þarf sannarlega að geta gengið til starfa í íslensku málsamfélagi og aðlagast því. Þeir hagsmunir varða þó fleiri en stéttarfélögin, því allur vinnumarkaðurinn á mikið undir, ekki síst atvinnurekendur, og samfélagið í heild sinni. Sú hugmynd að fólk eigi þess kost að læra íslensku í vinnutímanum er gott innlegg í þá umræðu. En betur má ef duga skal. Æskilegast væri að bjóða fólki þetta nám sér að kostnaðarlausu, eða mikið niðurgreitt. Í raun ætti það að vera grunnkrafan, óháð því á hvaða tímum sólarhringsins námið er stundað. Ókeypis eða vel niðurgreidd íslenskukennsla væri trúverðugur vitisburður um að stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins væri alvara með að bjóða fólk af erlendum uppruna velkomið inn í íslenskt samfélag. Vel heppnuð aðlögun að íslensku samfélagi er allra hagur og „allir vinna”. Vinnumarkaðurinn, einstaklingarnir sem njóta námsins, og síðast en ekki síst myndi íslensk tunga njóta góðs af því að fleiri tali hana. Ekki vörn heldur sókn Ábyrgðin í þessu máli liggur víða, ekki síst hjá stjórnvöldum, en skóla- og fræðasamfélagið sem slíkt hefur líka skyldur í þessu sambandi. Þar hefur stundum orðið þverbrestur, því að á síðustu árum hafa ýmsir áhugamenn um íslenska tungu orðið skotspónn áskanana – innan úr fræðasamfélaginu – um þjóðrembu og málfarslegt yfirlæti. Er nóg komið af svo góðu, því nú þarf allar hendur til verka. Íslensk tunga þarf ekki á því að halda að unnendur hennar haldi aftur af sér. Um það vitnar sjónmengunin af auglýsingaskiltum og textum á ensku, sama hvert litið er og inn á hvaða veitingahús sem gengið er. Víðast hvar er íslenskan að kafna undir ofurþunga enskunnar og innreið hennar inn í hvern krók og kima málsamfélags okkar. Við þessu verðum við að sporna. Það er skylda okkar allra sem tölum og eigum þetta tungumál – þetta ómetanlega menningarverðmæti – að gæta þess, efla það og rækta með ráðum og dáð. Veldur hver á heldur. Liður í endurreisn íslenskunnar væri að virkja íslenska málstefnu, raungera hana og fylgja eftir í reynd til dæmis með hertri löggjöf. Ekki síst þarf þó að stórefla framboð á viðeigandi íslenskukennslu fyrir fólk af erlendum uppruna, því að kostnaðarlausu. Háskólinn á Bifröst gæti sem best verið móðurskóli þannig námsframboðs. Til þess hefur hann alla burði og verðmæta þekkingu eftir þróunarstarf sitt á þessu sviði undanfarin ár. Við stöndum á ákveðnum tímamótum gagnvart þjóðtungu okkar. Sú stund er runnin upp að hver og einn líti í eigin barm og spyrji sig þeirrar spurningar hvort við viljum yfirleitt eiga móðurmál til framtíðar. Sé svarið við þeirri spurning játandi, þá er ekki seinna vænna að hefjast handa í sókn fyrir hönd íslenskunnar, því eins og staðan er orðin, þá er sókn ekki aðeins besta heldur eina vörnin. Höfundur er þjóðfræðingur og forseti Félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun