Viðskipti innlent

María tekur við sem fjár­mála­stjóri HPP Solutions

Atli Ísleifsson skrifar
María Jónsdóttir.
María Jónsdóttir. Aðsend

María Jónsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri HPP Solutions ehf. Hún var áður fjármálastjóri Héðins, sem HPP var hluti af fram til síðustu áramóta.

Í tilkynningu segir að María sé með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hafi yfir tuttugu ára reynslu í fjármála- og aðfangastjórnun hjá ýmsum fyrirtækjum, í flutningastarfsemi, heildsölu, hugbúnaðarþróun og framleiðslu. 

„Áður en hún kom til Héðins 2020 sinnti hún, frá árinu 2009, starfi fjármálastjóra og aðfangakeðjustjóra fyrir alþjóðlega fyrirtækið Cavotec Group í Noregi, Þýskalandi og Hollandi. Cavotec er með höfuðstöðvar í Sviss og starfstöðvar í 30 löndum.

HPP próteinverksmiðjan er íslenskt nýsköpunarverkefni sem var í þróun hjá Héðni í um fimmtán ár og sprettur beint upp úr langri reynslu fyrirtækisins í íslenskum sjávarútvegi. HPP framleiðir verksmiðjur sem vinna hágæða prótein og olíur úr hvítfiski, uppsjávarfiski, laxfiskum og skeldýrum. Þær hafa verið seldar til útgerða og landvinnsla á íslandi, í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Færeyjum, Englandi, Finnlandi, Frakklands og Noregi,“ segir í tilkynningunni.

HPP Solutions varð sjálfstætt dótturfélag Héðins um síðustu áramót en er nú orðið sjálfstætt félag að fullu leyti.


Tengdar fréttir

Matthías frá Arion banka til Héðins

Matthías Stephensen hefur verið ráðinn fjármálastjóri Héðins. Hann kemur frá Arion banka þar sem hann hefur starað frá 2011, síðast sem forstöðumaður rekstrar og sölu á viðskiptabankasviði, ásamt því að vera innlánastjóri bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×