Segir að hverfið sitt hafi gleymst Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 16. september 2022 08:01 Mörghundruð íbúar í Hlíðunum hafa skrifað undir áskorun til borgaryfirvalda að sinna hverfinu þeirra betur. Aðalgatan í hverfinu er sögð þurfa allsherjaryfirhalningu til að standa undir nafni sem borgargata. Íbúarnir vilja hverfastemingu, til dæmis eins og í Vesturbæ eða Laugardal. Íbúar í Hlíðunum eru óánægðir með ástandið í Lönguhlíð og segja að hún eigi að vera borgargata eins og þar segir en eins og er stendur hún ekki undir nafni. Íbúar Hlíðanna að Norðurmýri meðtalinni eru um 13.000 en þegar þetta er skrifað hafa tæp 600 skrifað undir áskorun til borgaryfirvalda að gera meira fyrir hverfið. „Við, íbúar Hlíða krefjumst þess að að borgaryfirvöld fari að sinna Lönguhlíð.“ Þannig hefst yfirlýsing á vef undirskriftarsöfnunarinnar. Langahlíð er miðja hverfisins - en hún er sögð án teljandi möguleika fyrir rekstraraðila sem vilja auka þjónustu hverfisins, segir í yfirlýsingunni. Íbúar hittust á fundi fyrir utan kjörbúðina í hverfinu í dag og Jökull Sólberg Auðunsson íbúi í Hlíðunum óskar eftir aðgerðum. „Það var svona samhljómur í fólki að okkur líður svolítið eins og gatan okkar hafi orðið aðeins út undan. Við erum með fyrstu hjólastíga Reykjavíkur sem eru orðir ansi úreltir í hönnun. Fólk er með kaffihús efst á óskalistanum og kannski eitt og annað,“ segir Jökull. Langahlíðin miðjan í hverfinu Fjöldi rýma í hverfinu sem eiga að vera verslanir eru notuð undir íbúðarhúsnæði. Borgaryfirvöld eigi að þrýsta á að þetta sé notað undir verslun. Hámarkshraði í Lönguhlíð er 50 kílómetra hraði, sem er of hár að sögn íbúanna - hann ætti í mesta lagi að vera 30. „Langahlíð er miðjan í hverfinu og við horfum til Vesturbæjar og annarra hverfa sem hafa fengið kaffihús. Og við erum bara öfundsjúk út í þau hverfi,“ segir Jökull. Nú hafa Hlíðarnar Krambúðina, nokkrar hárgreiðslustofur og lengra frá Suðurver. Auk kaffihússins vilja þeir veitingastaði, fisksala, bókabúðir, fleiri kjörbúðir og almennt meira borgarlíf. Þarf ekki bara einhver að taka þetta að sér og fara í rekstur? „Jú, eflaust. Við erum með fólk sem hefur skrifað undir á listanum og hefur reynt mjög mikið en miklu húsnæði hefur verið breytt í leiguíbúðir og þau hafa rekist á ákveðna veggi. Þannig að ég held að það sé kominn tími á að fá borgina með okkur í lið í þessu,“ segir Jökull. Skipulag Reykjavík Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Íbúar í Hlíðunum eru óánægðir með ástandið í Lönguhlíð og segja að hún eigi að vera borgargata eins og þar segir en eins og er stendur hún ekki undir nafni. Íbúar Hlíðanna að Norðurmýri meðtalinni eru um 13.000 en þegar þetta er skrifað hafa tæp 600 skrifað undir áskorun til borgaryfirvalda að gera meira fyrir hverfið. „Við, íbúar Hlíða krefjumst þess að að borgaryfirvöld fari að sinna Lönguhlíð.“ Þannig hefst yfirlýsing á vef undirskriftarsöfnunarinnar. Langahlíð er miðja hverfisins - en hún er sögð án teljandi möguleika fyrir rekstraraðila sem vilja auka þjónustu hverfisins, segir í yfirlýsingunni. Íbúar hittust á fundi fyrir utan kjörbúðina í hverfinu í dag og Jökull Sólberg Auðunsson íbúi í Hlíðunum óskar eftir aðgerðum. „Það var svona samhljómur í fólki að okkur líður svolítið eins og gatan okkar hafi orðið aðeins út undan. Við erum með fyrstu hjólastíga Reykjavíkur sem eru orðir ansi úreltir í hönnun. Fólk er með kaffihús efst á óskalistanum og kannski eitt og annað,“ segir Jökull. Langahlíðin miðjan í hverfinu Fjöldi rýma í hverfinu sem eiga að vera verslanir eru notuð undir íbúðarhúsnæði. Borgaryfirvöld eigi að þrýsta á að þetta sé notað undir verslun. Hámarkshraði í Lönguhlíð er 50 kílómetra hraði, sem er of hár að sögn íbúanna - hann ætti í mesta lagi að vera 30. „Langahlíð er miðjan í hverfinu og við horfum til Vesturbæjar og annarra hverfa sem hafa fengið kaffihús. Og við erum bara öfundsjúk út í þau hverfi,“ segir Jökull. Nú hafa Hlíðarnar Krambúðina, nokkrar hárgreiðslustofur og lengra frá Suðurver. Auk kaffihússins vilja þeir veitingastaði, fisksala, bókabúðir, fleiri kjörbúðir og almennt meira borgarlíf. Þarf ekki bara einhver að taka þetta að sér og fara í rekstur? „Jú, eflaust. Við erum með fólk sem hefur skrifað undir á listanum og hefur reynt mjög mikið en miklu húsnæði hefur verið breytt í leiguíbúðir og þau hafa rekist á ákveðna veggi. Þannig að ég held að það sé kominn tími á að fá borgina með okkur í lið í þessu,“ segir Jökull.
Skipulag Reykjavík Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira