Isabella aftur í Breiðablik Atli Arason skrifar 14. september 2022 22:00 Isabella Ósk í leik með Breiðabliki á síðasta leiktímabili. Vísir/Bára Dröfn Breiðablik tilkynnti í dag að félagið hefði endursamið við Isabellu Ósk Sigurðardóttur og mun hún leika með Blikum á komandi tímabili í Subway-deild kvenna. Isabella lék með Breiðablik í Subway-deildinni á síðasta tímabili þar sem hún skoraði 14,4 stig, tók 13,8 fráköst og gaf 2,4 stoðsendingar að meðaltali á leik. Í lok síðasta leiktímabils á Íslandi skipti Isabella yfir til South Adelaide Panthers í Ástralíu þar sem hún spilaði í sumar við góðan orðstír. Eftir að fregnir bárust að hún ætlaði að koma aftur til Íslands í vetur fóru öll helstu lið deildarinnar að sækjast eftir kröftum hennar en nú hefur fengist staðfest að hún valdi að leika fyrir Kópavogsfélagið á næsta leiktímabili. „Það voru mörg lið á eftir þessum frábæra leikmanni og því er það mikið ánægjuefni fyrir okkur í Breiðablik að hún hafi valið að halda áfram að spila með uppeldisklúbbnum. Isabella hefur verið frábær síðustu ár með Breiðablik þó svo að erfið meiðsli hafi sett strik í reikninginn hjá henni, en með Isabellu inn á hefur lið Breiðabliks sýnt að það getur unnið öll lið deildarinnar,“ er skrifað í tilkynningu Breiðabliks um komu Isabellu í Kópavoginn. Fyrsti leikur Breiðabliks á komandi tímabili er þann 20. september þegar liðið fer í heimsókn til Vals á Hlíðarenda. > Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Isabella lék með Breiðablik í Subway-deildinni á síðasta tímabili þar sem hún skoraði 14,4 stig, tók 13,8 fráköst og gaf 2,4 stoðsendingar að meðaltali á leik. Í lok síðasta leiktímabils á Íslandi skipti Isabella yfir til South Adelaide Panthers í Ástralíu þar sem hún spilaði í sumar við góðan orðstír. Eftir að fregnir bárust að hún ætlaði að koma aftur til Íslands í vetur fóru öll helstu lið deildarinnar að sækjast eftir kröftum hennar en nú hefur fengist staðfest að hún valdi að leika fyrir Kópavogsfélagið á næsta leiktímabili. „Það voru mörg lið á eftir þessum frábæra leikmanni og því er það mikið ánægjuefni fyrir okkur í Breiðablik að hún hafi valið að halda áfram að spila með uppeldisklúbbnum. Isabella hefur verið frábær síðustu ár með Breiðablik þó svo að erfið meiðsli hafi sett strik í reikninginn hjá henni, en með Isabellu inn á hefur lið Breiðabliks sýnt að það getur unnið öll lið deildarinnar,“ er skrifað í tilkynningu Breiðabliks um komu Isabellu í Kópavoginn. Fyrsti leikur Breiðabliks á komandi tímabili er þann 20. september þegar liðið fer í heimsókn til Vals á Hlíðarenda. > Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. 17. ágúst 2022 19:00 Isabella hefur leikið sinn síðasta leik í Ástralíu Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers, hefur leikið sinn síðasta leik í Ástralíu, a.m.k. í bili. Isabella og liðsfélagar hennar töpuðu í morgun gegn Sturt í undanúrslitum NBL1 deildarinnar, 74-70. 27. ágúst 2022 21:00 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Sjá meira
Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. 17. ágúst 2022 19:00
Isabella hefur leikið sinn síðasta leik í Ástralíu Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers, hefur leikið sinn síðasta leik í Ástralíu, a.m.k. í bili. Isabella og liðsfélagar hennar töpuðu í morgun gegn Sturt í undanúrslitum NBL1 deildarinnar, 74-70. 27. ágúst 2022 21:00
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins