Eldgosið í Fagradalsfjalli frábrugðið öðrum eldgosum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. september 2022 20:37 Eldgosinu í Fagradalsfjalli í Geldingadölum lauk formlega hinn 18. desember 2021. Vísir/Vilhelm Vísindamenn segja undanfara eldgossins í Fagradalsfjalli hafa verið ólíkan undanförum annarra eldgosa í heiminum. Fyrir gosið dró úr skjálftavirkni, en algengara er að jarðskjálftavirkni aukist fyrir gos, þegar kvika þrýstir sér upp á yfirborðið. Þeir segja niðurstaða rannsóknar um eldgosið í Fagradalsfjalli mikilvæga fyrir alþjóðasamfélagið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tveimur vísindagreinum eftir fræðimenn við Háskóla Íslands og á Veðurstofunni sem birtust í virta vísindatímaritinu Nature í dag. Vísindamenn fylgdust grannt með eldgosinu, sem gerði þeim kleift að kortleggja aðdraganda, framgang og goslok mjög vel. Michelle Maree Parks, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum á Veðurstofu Íslands, segir niðurstöðuna hafa mikla þýðingu fyrir alþjóðasamfélagið. Eldgosið var mikið sjónarspil og stóð yfir í tæpa níu mánuði.Vísir/Vilhelm „Niðurstaða rannsóknarinnar er mjög mikilvæg því að öllu jöfnu sjáum við stigvaxandi jarðskjálftavirkni og stigvaxandi jarðskorpuhreyfingar áður en til eldgoss kemur, en síðustu dagana fyrir gosið við Fagradalsfjall 2021, dró hins vegar úr jarðskorpuhreyfingum og skjálftavirkni á svæðinu í kringum gosstöðvarnar,“ segir Michelle. Gosið var hið fyrsta á svæðinu í 800 ár en vísindamenn segja að skýra megi þessa ólíku hegðun með samspili kvikuhreyfinga og krafta sem finna megi í jarðskorpunni og tengjast hreyfingum jarðskorpuflekanna. Þegar kvika er á leið upp á yfirborð megi búast við jarðskjálftum en þegar dragi úr jarðhræringum, gæti verið að kvika muni komast upp á yfirborðið. Þá benda vísindamennirnir einnig á að jarðskorpan nálægt yfirborði sé veikari og þar að leiðandi séu átök í jarðskorpunni minni. Vísindamenn tóku vikulega sýni úr hrauninu fyrstu 50 daga gossins, og fönguðu þar að auki agnir úr loftinu.Vísir/Vilhelm Vísindamenn greindu þar að auki fjölmörg sýni úr gosinu og í ljós kom að efnasamsetning hraunsins í Fagradalsfjalli breyttist eftir því sem leið á gostímabilið. Það bendi til þess að kvika hafi komið af miklu dýpi, og að kvika hafi streymt inn í kvikuhólfið á meðan gosinu stóð. Kvikan hafi því að öllum líkindum myndast dýpra í möttli en kvikan sem var fyrir í hólfinu. Samkvæmt Veðurstofunni hafa upplýsingar um dýpstu hluta eldstöðvakerfa skort, en með gosinu í Fagradalsfjalli öðlist vísindasamfélagið nýja og betri þekkingu á viðfangsefninu. Fyrir áhugasama má lesa fyrri greinina, um jarðskorpuhreyfingar og aðdraganda eldgossins hér. Hina seinni, um breytingar á efnasamsetningu hraunsins má lesa hér. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Vísindi Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tveimur vísindagreinum eftir fræðimenn við Háskóla Íslands og á Veðurstofunni sem birtust í virta vísindatímaritinu Nature í dag. Vísindamenn fylgdust grannt með eldgosinu, sem gerði þeim kleift að kortleggja aðdraganda, framgang og goslok mjög vel. Michelle Maree Parks, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum á Veðurstofu Íslands, segir niðurstöðuna hafa mikla þýðingu fyrir alþjóðasamfélagið. Eldgosið var mikið sjónarspil og stóð yfir í tæpa níu mánuði.Vísir/Vilhelm „Niðurstaða rannsóknarinnar er mjög mikilvæg því að öllu jöfnu sjáum við stigvaxandi jarðskjálftavirkni og stigvaxandi jarðskorpuhreyfingar áður en til eldgoss kemur, en síðustu dagana fyrir gosið við Fagradalsfjall 2021, dró hins vegar úr jarðskorpuhreyfingum og skjálftavirkni á svæðinu í kringum gosstöðvarnar,“ segir Michelle. Gosið var hið fyrsta á svæðinu í 800 ár en vísindamenn segja að skýra megi þessa ólíku hegðun með samspili kvikuhreyfinga og krafta sem finna megi í jarðskorpunni og tengjast hreyfingum jarðskorpuflekanna. Þegar kvika er á leið upp á yfirborð megi búast við jarðskjálftum en þegar dragi úr jarðhræringum, gæti verið að kvika muni komast upp á yfirborðið. Þá benda vísindamennirnir einnig á að jarðskorpan nálægt yfirborði sé veikari og þar að leiðandi séu átök í jarðskorpunni minni. Vísindamenn tóku vikulega sýni úr hrauninu fyrstu 50 daga gossins, og fönguðu þar að auki agnir úr loftinu.Vísir/Vilhelm Vísindamenn greindu þar að auki fjölmörg sýni úr gosinu og í ljós kom að efnasamsetning hraunsins í Fagradalsfjalli breyttist eftir því sem leið á gostímabilið. Það bendi til þess að kvika hafi komið af miklu dýpi, og að kvika hafi streymt inn í kvikuhólfið á meðan gosinu stóð. Kvikan hafi því að öllum líkindum myndast dýpra í möttli en kvikan sem var fyrir í hólfinu. Samkvæmt Veðurstofunni hafa upplýsingar um dýpstu hluta eldstöðvakerfa skort, en með gosinu í Fagradalsfjalli öðlist vísindasamfélagið nýja og betri þekkingu á viðfangsefninu. Fyrir áhugasama má lesa fyrri greinina, um jarðskorpuhreyfingar og aðdraganda eldgossins hér. Hina seinni, um breytingar á efnasamsetningu hraunsins má lesa hér.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Vísindi Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira