Ákærður fyrir að kyssa unglingsstúlku og ganga í skrokk á móður sinni Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2022 11:06 Maðurinn er ákærður fyrir tilraun til manndráps, brot gegn valdstjórninni og kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri var í sumar ákærður fyrir að hafa kysst unglingsstúlku og tilraun til manndráps með því að hafa gengið illa í skrokk á móður sinni í Reykjavík. Aðalmeðferð fór fram í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í mánuðinum. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa í apríl síðastliðnum veist með ofbeldi að móður sinni í íbúð í Reykjavík, með því að slegið hana ítrekað með krepptum hnefa í líkama, andlit og höfuð, sparkað í líkama hennar og ítrekað tekið hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að móðirin hafi hlotið glóðarauga og áverka á hálsi, andliti, höfði, handleggjum, endi, fótlegg og brjóstkassa. Hafi maðurinn þannig ógnað lífi, heilsu og velferð móður sinnar. Deilt um hvort stúlkan og móðirin þyrftu að mæta manninum í dómsal Í ákæru segir einnig að maðurinn hafi ákærður fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa árið 2020 tekið utan um stúlku sem þá var fimmtán ára, kysst hana á hálsinn og reynt að kyssa hana á munninn. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfum móðurinnar og stúlkunnar um að manninum yrði gert að víkja úr dómsal þegar þær gæfu skýrslu. Landsréttur sneri hins vegar að hluta við úrskurði héraðsdóms, þannig að manninum yrði gert að yfirgefa dómsal þegar unga konan gæfi skýrslu. Sambærilegri kröfu móðurinnar var þó hafnað og þurfti hún að mæta syni í dómsal, en aðalmeðferð í málinu fór fram fyrr í mánuðinum. Í úrskurðinum segir að stúlkan hafi greint sálfræðingi sínum frá því að fátt annað hafi komist að í huga hennar en meðferð málsins og að þurfa að bera vitni í dómsal að manninum viðstöddum. „Óttist hún viðbrögð hans við vitnisburði hennar. Málið hvíli þungt á henni og mikil streita og einkenni kvíða og depurðar hafi komið fram í viðtölum og svörum,“ segir í úrskurði Landsréttar sem féllst á kröfuna stúlkunnar. Hefur áður ráðist á föður sinn Maðurinn er auk þess ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa í lögreglubíl í mars síðastliðinn hótað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti þegar verið var að keyra hann úr Skeifunni í Reykjavík og niður á lögreglustöð. Maðurinn hefur áður verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot, meðal annars gagnvart föður sínum, og fyrir brot gegn valdstjórninni. Maðurinn var á sínum tíma úrskurðaður í gæsluvarðhald, en það var mat lögreglu að mikil hætta væri almennri ofbeldishegðun mannsins og að líklegir brotaþolar væru taldir foreldrar hans, lögreglumenn, starfsfólk í heilbrigðisþjónustu/félagsþjónustu og almennir borgarar. Dómsmál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í mánuðinum. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa í apríl síðastliðnum veist með ofbeldi að móður sinni í íbúð í Reykjavík, með því að slegið hana ítrekað með krepptum hnefa í líkama, andlit og höfuð, sparkað í líkama hennar og ítrekað tekið hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að móðirin hafi hlotið glóðarauga og áverka á hálsi, andliti, höfði, handleggjum, endi, fótlegg og brjóstkassa. Hafi maðurinn þannig ógnað lífi, heilsu og velferð móður sinnar. Deilt um hvort stúlkan og móðirin þyrftu að mæta manninum í dómsal Í ákæru segir einnig að maðurinn hafi ákærður fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa árið 2020 tekið utan um stúlku sem þá var fimmtán ára, kysst hana á hálsinn og reynt að kyssa hana á munninn. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfum móðurinnar og stúlkunnar um að manninum yrði gert að víkja úr dómsal þegar þær gæfu skýrslu. Landsréttur sneri hins vegar að hluta við úrskurði héraðsdóms, þannig að manninum yrði gert að yfirgefa dómsal þegar unga konan gæfi skýrslu. Sambærilegri kröfu móðurinnar var þó hafnað og þurfti hún að mæta syni í dómsal, en aðalmeðferð í málinu fór fram fyrr í mánuðinum. Í úrskurðinum segir að stúlkan hafi greint sálfræðingi sínum frá því að fátt annað hafi komist að í huga hennar en meðferð málsins og að þurfa að bera vitni í dómsal að manninum viðstöddum. „Óttist hún viðbrögð hans við vitnisburði hennar. Málið hvíli þungt á henni og mikil streita og einkenni kvíða og depurðar hafi komið fram í viðtölum og svörum,“ segir í úrskurði Landsréttar sem féllst á kröfuna stúlkunnar. Hefur áður ráðist á föður sinn Maðurinn er auk þess ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa í lögreglubíl í mars síðastliðinn hótað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti þegar verið var að keyra hann úr Skeifunni í Reykjavík og niður á lögreglustöð. Maðurinn hefur áður verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot, meðal annars gagnvart föður sínum, og fyrir brot gegn valdstjórninni. Maðurinn var á sínum tíma úrskurðaður í gæsluvarðhald, en það var mat lögreglu að mikil hætta væri almennri ofbeldishegðun mannsins og að líklegir brotaþolar væru taldir foreldrar hans, lögreglumenn, starfsfólk í heilbrigðisþjónustu/félagsþjónustu og almennir borgarar.
Dómsmál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira