Lífið

Lygileg endurkoma í Kviss og allt undir í lokin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alvöru spenna í lokaspurningunni.
Alvöru spenna í lokaspurningunni.

Sextán liða úrslitin halda áfram í Kviss á Stöð 2 en á laugardaginn mættust Leiknismenn og Valsmenn í hörku viðureign.

Í liði Leiknis voru þau Hannes Þór Halldórsson og Anna Lára Orlowska en Hannes var í Kvissliði Vals í fyrstu þáttaröð en hefur nú skipt yfir í uppeldisfélagið.

Hjá Val voru þeir Jóhann Kristófer Stefánsson og Kristófer Acox liðsfélagar. Kristófer var klæddur í Valsmarkvarðarbúning Hannesar sem hann lék í á sínum tíma.

Met var slegið í þættinum á laugardaginn en þeir Jóhann og Kristófer svöruðum öllum spurningunum rétt í hraðaspurningunum, öllum fimmtán og hefur það aldrei áður verið leikið eftir. 

 Valur komst mest sjö stigum yfir í keppninni en Kviss er þannig leikur að í raun er viðureignin aldrei búin.

Undir lokin munaði litlu á liðunum og því réðust úrslitin á lokaspurningunni eftir lygilega endurkomu Leiknis.

Í lokaspurningunni var spurt um hlut og má sjá hvernig þetta fór allt í myndbandinu hér að neðan. Ef þú hefur ekki séð þáttinn eða vilt ekki vita úrslitin þá er um að gera að skoða ekki myndbrotið hér að neðan.

Klippa: Lygileg endurkoma í Kviss og allt undir í lokin





Fleiri fréttir

Sjá meira


×