Rússar aðstoða Armena eftir átök í nótt Bjarki Sigurðsson skrifar 13. september 2022 07:39 Suren Papikyan, varnarmálaráðherra Armeníu, fundaði í dag með Sergei Shoighu, varnarmálaráðherra Rússlands. Varnarmálaráðuneyti Armeníu Átök urðu milli Asera og Armena við landamæri landanna í nótt. Einhverjir hermenn Armena liggja í valnum eftir nóttina en Armenar segja Asera vera við það að ráðast inn í landið. Varnarmálaráðherrar Armena og Rússa ræddu saman í dag og samþykktu að minnka átökin og stefna að bættu ástandi. Íbúar Aserbaísjan og Armeníu hafa deilt um áraraðir, þá sérstaklega vegna Nagorno-Karabakh svæðisins í Aserbaísjan. Árið 2020 urðu stór átök milli þjóðanna þar sem 300 manns létu lífið en átökin enduðu með vopnahléi milli ríkjanna sem Rússar tóku þátt í. Svæðið Nagorno-Karabakh er staðsett inni í Aserbaísjan og tilheyrir þeim formlega en fyrir átökin voru armenskir aðskilnaðarsinnar með völd þar. Þrátt fyrir tæplega tveggja ára vopnahlé þá hafa þjóðirnar haldið áfram að deila. Í nótt greindi varnarmálaráðherra Armeníu frá því að átök hafi orðið milli þjóðanna í kvöld þar sem að minnsta kosti 49 armenskir hermenn lét lífið. Að sögn Armena hófu Aserar skothríðina í nótt og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Armeníu að þeir ætli að svara öllum árásum sem gerðar eru. Verið sé að koma hermönnum fyrir á svæðum til að vernda landamærin. Aserar segja Armena hafa hafið skothríðina. Samkvæmt varnarmálaráðuneyti Armena hófust átökin í kringum miðnætti á staðartíma í gærkvöldi og segja Armenar að Aserar séu einnig að skjóta á húsnæði þar sem óbreyttir borgarar eru. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í tilkynningu í nótt að Bandaríkin hefðu miklar áhyggjur af þróun mála á landamærunum og hvöttu báða aðila til þess að leggja niður vopn sín. The United States is deeply concerned about reports of active hostilities between Armenia and Azerbaijan. We urge an end to military hostilities immediately. There is no military solution to the conflict. https://t.co/cGeWXpbzKS— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) September 13, 2022 Í dag funduðu Suren Papikyan, varnarmálaráðherra Armeníu og Sergei Shoighu, varnarmálaráðherra Rússlands. Þær ræddu saman í síma og sagðist Shoighu vilja að bæði ríki myndu hætta átökunum. Ráðherrarnir samþykktu að „taka nauðsynleg skref í átt að því að koma á stöðugleika á svæðinu“. Aserbaídsjan Armenía Rússland Nagorno-Karabakh Hernaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Íbúar Aserbaísjan og Armeníu hafa deilt um áraraðir, þá sérstaklega vegna Nagorno-Karabakh svæðisins í Aserbaísjan. Árið 2020 urðu stór átök milli þjóðanna þar sem 300 manns létu lífið en átökin enduðu með vopnahléi milli ríkjanna sem Rússar tóku þátt í. Svæðið Nagorno-Karabakh er staðsett inni í Aserbaísjan og tilheyrir þeim formlega en fyrir átökin voru armenskir aðskilnaðarsinnar með völd þar. Þrátt fyrir tæplega tveggja ára vopnahlé þá hafa þjóðirnar haldið áfram að deila. Í nótt greindi varnarmálaráðherra Armeníu frá því að átök hafi orðið milli þjóðanna í kvöld þar sem að minnsta kosti 49 armenskir hermenn lét lífið. Að sögn Armena hófu Aserar skothríðina í nótt og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Armeníu að þeir ætli að svara öllum árásum sem gerðar eru. Verið sé að koma hermönnum fyrir á svæðum til að vernda landamærin. Aserar segja Armena hafa hafið skothríðina. Samkvæmt varnarmálaráðuneyti Armena hófust átökin í kringum miðnætti á staðartíma í gærkvöldi og segja Armenar að Aserar séu einnig að skjóta á húsnæði þar sem óbreyttir borgarar eru. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í tilkynningu í nótt að Bandaríkin hefðu miklar áhyggjur af þróun mála á landamærunum og hvöttu báða aðila til þess að leggja niður vopn sín. The United States is deeply concerned about reports of active hostilities between Armenia and Azerbaijan. We urge an end to military hostilities immediately. There is no military solution to the conflict. https://t.co/cGeWXpbzKS— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) September 13, 2022 Í dag funduðu Suren Papikyan, varnarmálaráðherra Armeníu og Sergei Shoighu, varnarmálaráðherra Rússlands. Þær ræddu saman í síma og sagðist Shoighu vilja að bæði ríki myndu hætta átökunum. Ráðherrarnir samþykktu að „taka nauðsynleg skref í átt að því að koma á stöðugleika á svæðinu“.
Aserbaídsjan Armenía Rússland Nagorno-Karabakh Hernaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira