Helmingur laxa í Mjólká reyndist úr eldi Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 12. september 2022 19:15 Jón Kaldal er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Hann segir tíðindin staðfesta að sjókvíaeldi fylgi skaði. Vísir/Vilhelm Helmingur þeirra laxa sem Fiskistofa veiddi í Mjólká í Arnarfirði til rannsóknar í síðasta mánuði reyndust vera eldislaxar. Alls voru 32 laxar teknir úr ánni til skoðunar en sextán þeirra reyndust eldislaxar. Þetta kemur fram í tilkynningu Matvælastofnunar en samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum DNA-greininga á fiskunum virðast þeir koma frá sjókví Arnarlax í firðinum. Stórt gat kom á kvína í ágúst í fyrra og eru vísbendingar um að fiskarnir sem veiddust í ánni hafi sloppið úr henni þá. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir málið sýna hættuna sem steðjar að villta laxastofninum. Stofninn telji í dag um fimmtíu til sextíu þúsund fiska en í eldisstofninum í kvíum landsins séu um sextán milljónir fiska. „Þetta er fyrst og fremst að staðfesta það að þessum sjókvíaeldisiðnaði fylgir nákvæmlega þessi skaði. Fiskur mun alltaf sleppa úr netum. Það á bæði við stór sleppislys, þegar net rofna og sleppur út mikill fjöldi eldislaxa en það er líka stöðugur leki úr þessum kvíum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Ekki einu sinni toppurinn á ísjakanum „Frá hverju tonni sem er alið í sjókví er gert ráð fyrir að einn fiskur sleppi - það er talan í Noregi, hérna í áhættumati er talað um 0,8 fiska. Þannig við bara getum gert ráð fyrir því að hérna hafi sloppið þrjátíu eða fjörutíu þúsund laxar úr eldiskvíum á síðasta ári. Þannig að þessir eldislaxar sem finnast í Mjólká, þeir eru ekki einu sinni toppurinn af ísjakanum sem við sjáum ekki undir yfirborðinu,“ segir Jón. Hann segist þó ekki muna til þess að svo margir eldislaxar finnist í einu lagi í greiningu. Hann segir töluna vera mjög athyglisverða, annars vegar vegna þess mikla fjölda eldislaxa sem fannst og hins vegar að sextán villtir laxar hafi fundist. „Þegar sjókvíeldið var heimilað á Vestfjörðum, þá var því haldið fram að það væru nánast engir villtir laxastofnar á þessum slóðum og því væri óhætt að ala eldislax í þessum fjörðum. Við vitum miklu betur núna að laxastofninn á Vestfjörðum er með tíu þúsund ára þróunarsögu, sem er núna verið að eyðileggja með því að leyfa þar sjókvíaeldi. Þar sem húsdýr blandast þessum villtu stofnum og munu þurrka þá út á endanum,“ segir Jón. Þjóðin sé að vakna Jón segir að honum finnist þjóðin hafa verið að vakna mjög hressilega upp á síðustu árum og gera sér grein fyrir þeim skaða sem sjókvíaeldi veldur umhverfinu og lífríkinu. „Ég myndi hreinlega vilja sjá stofnanirnar fylgja þar eftir. Mér hefur fundist vanta viðbrögð þar. Bæði af hálfu MAST og líka af hálfu Hafrannsóknarstofnunar í uppfærðu áhættumati. Með réttu ætti, eins og sérfræðingar sem sjávarútvegsráðherra skipaði fyrir fimm árum bentu á, að herða áhættumatið nákvæmlega á þessum svæðum þar sem eru minni og viðkvæmari villtir stofnar. Það á við um Vestfirði,“ segir Jón að lokum. Fiskeldi Lax Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Tekist á um laxeldi í Pallborðinu Þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, takast á um laxeldi á Íslandi í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Óttar Kolbeinsson Proppé stýrir umræðum. 1. september 2021 13:22 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Alls voru 32 laxar teknir úr ánni til skoðunar en sextán þeirra reyndust eldislaxar. Þetta kemur fram í tilkynningu Matvælastofnunar en samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum DNA-greininga á fiskunum virðast þeir koma frá sjókví Arnarlax í firðinum. Stórt gat kom á kvína í ágúst í fyrra og eru vísbendingar um að fiskarnir sem veiddust í ánni hafi sloppið úr henni þá. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir málið sýna hættuna sem steðjar að villta laxastofninum. Stofninn telji í dag um fimmtíu til sextíu þúsund fiska en í eldisstofninum í kvíum landsins séu um sextán milljónir fiska. „Þetta er fyrst og fremst að staðfesta það að þessum sjókvíaeldisiðnaði fylgir nákvæmlega þessi skaði. Fiskur mun alltaf sleppa úr netum. Það á bæði við stór sleppislys, þegar net rofna og sleppur út mikill fjöldi eldislaxa en það er líka stöðugur leki úr þessum kvíum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Ekki einu sinni toppurinn á ísjakanum „Frá hverju tonni sem er alið í sjókví er gert ráð fyrir að einn fiskur sleppi - það er talan í Noregi, hérna í áhættumati er talað um 0,8 fiska. Þannig við bara getum gert ráð fyrir því að hérna hafi sloppið þrjátíu eða fjörutíu þúsund laxar úr eldiskvíum á síðasta ári. Þannig að þessir eldislaxar sem finnast í Mjólká, þeir eru ekki einu sinni toppurinn af ísjakanum sem við sjáum ekki undir yfirborðinu,“ segir Jón. Hann segist þó ekki muna til þess að svo margir eldislaxar finnist í einu lagi í greiningu. Hann segir töluna vera mjög athyglisverða, annars vegar vegna þess mikla fjölda eldislaxa sem fannst og hins vegar að sextán villtir laxar hafi fundist. „Þegar sjókvíeldið var heimilað á Vestfjörðum, þá var því haldið fram að það væru nánast engir villtir laxastofnar á þessum slóðum og því væri óhætt að ala eldislax í þessum fjörðum. Við vitum miklu betur núna að laxastofninn á Vestfjörðum er með tíu þúsund ára þróunarsögu, sem er núna verið að eyðileggja með því að leyfa þar sjókvíaeldi. Þar sem húsdýr blandast þessum villtu stofnum og munu þurrka þá út á endanum,“ segir Jón. Þjóðin sé að vakna Jón segir að honum finnist þjóðin hafa verið að vakna mjög hressilega upp á síðustu árum og gera sér grein fyrir þeim skaða sem sjókvíaeldi veldur umhverfinu og lífríkinu. „Ég myndi hreinlega vilja sjá stofnanirnar fylgja þar eftir. Mér hefur fundist vanta viðbrögð þar. Bæði af hálfu MAST og líka af hálfu Hafrannsóknarstofnunar í uppfærðu áhættumati. Með réttu ætti, eins og sérfræðingar sem sjávarútvegsráðherra skipaði fyrir fimm árum bentu á, að herða áhættumatið nákvæmlega á þessum svæðum þar sem eru minni og viðkvæmari villtir stofnar. Það á við um Vestfirði,“ segir Jón að lokum.
Fiskeldi Lax Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Tekist á um laxeldi í Pallborðinu Þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, takast á um laxeldi á Íslandi í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Óttar Kolbeinsson Proppé stýrir umræðum. 1. september 2021 13:22 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Tekist á um laxeldi í Pallborðinu Þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, takast á um laxeldi á Íslandi í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Óttar Kolbeinsson Proppé stýrir umræðum. 1. september 2021 13:22