Erlent

Fyrr­verandi kærasta Musk setur minja­gripi á upp­boð

Bjarki Sigurðsson skrifar
Musk og Gwynne kynntust er þau voru bæði í háskólanum í Pennsylvaníu.
Musk og Gwynne kynntust er þau voru bæði í háskólanum í Pennsylvaníu. EPA/Britta Pedersen

Jennifer Gwynne, fyrrverandi kærasta frumkvöðulsins Elon Musk, hefur sett nokkra minjagripi um samband þeirra á uppboð. Meðal gripanna eru ljósmyndir af Musk og hálsmen sem hann gaf henni.

Musk og Gwynne hófu samband sitt árið 1994 þegar Musk var 23 ára gamall. Þau voru þá bæði íbúaráðgjafar á heimavist við háskólann í Pennsylvaníu.

Ein af ljósmyndunum af Musk sem aðdáendur hans geta boðið í.RR Auction

Átján ljósmyndir eru boðnar upp en á þeim er Musk oftar en ekki að hanga með vinum sínum eða Gwynne. Sá hlutur sem hefur fengið hæsta boðið hingað til er afmæliskveðjukort sem Musk sendi kærustunni sinni. Í kortinu stendur: „Happy birthday, Jennifer (aka, Boo-Boo), Love, Elon,“ eða „Til hamingju með afmælið Jennifer (e.þ.s. Boo-Boo), með ást, Elon.“

Borist hefur boð í bréfið upp á sjö þúsund dollara, rétt tæpa milljón íslenskar krónur, þegar þetta er skrifað. Sá hlutur sem kemst næst bréfinu í verði er gullhálsmen sem Musk gaf Gwynne í afmælisgjöf. Í hálsmeninu er smaragður úr námu föður Musk í Sambíu.

Smaragðurinn er úr námu föður MuskRR Auction



Fleiri fréttir

Sjá meira


×