Hægriblokkin tekur forystuna í æsispennandi kosningum Árni Sæberg skrifar 11. september 2022 22:07 Leiðtogar hægriblokkarinnar geta ekki enn hrósað sigri. Christine Olsson/ Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum hefur tekið forystuna í æsispennandi þingkosningum. Nú þegar um áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin leiðir hægriblokkin með einu þingsæti. „Þetta verða alveg svakalega spennandi úrslit og það er svakalega mjótt á mununum. Þannig það er allt of snemmt að segja til hvernig þetta fer,“ sagði Gunnhildur Lillý Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Malmö, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þegar rætt var við Gunnhildi Lillý gaf útgönguspá það til kynna að vinstriblokkin sem Magdalena Andersson, formaður Jafnaðarmannaflokksins og forsætisráðherra Svíþjóðar leiðir, fengi 176 þingsæti á móti 175 þingsætum vinstriblokkarinnar. Nú þegar áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin hefur staðan snúist við. Miðað við bráðabirgðatölur fær hægriblokkin 176 sæti en sú til vinstri 175. Jafnaðarmenn stærstir en Svíþjóðardemókratar bæta mest við sig Flokkur forsætisráðherrans er eins og stendur með 30,5 prósent talinna atkvæða og því stærsti flokkurinn á sænska þinginu. Svíþjóðardemókratar koma næstir á eftir með 20,7 prósent atkvæða. Gunnhildur Lillý segir að fyrstu tölur og útgönguspá bendi til þess að kjósendur séu að velja á milli nýrra blokka og að þeir séu að velja út frá hugmyndafræði, að einhverju leiti, hvort þeir vilji stjórn sem er studd af Svíþjóðardemókrötum eða núverandi ríkisstjórn sem ekki getur hugsað sér að starfa með þeim. Hún segir ekki óvænt að Svíþjóðardemókratar séu orðnir stærsti hægriflokkurinn á sænska þinginu. Þeir græði á því að hafa aldrei setið í ríkisstjórn og að hafa lagt áherslu á gengjatengd glæpamál og lög og reglu, sem hafa verið ofarlega í huga kjósenda. Hún hefur þó ekki trú á því að Svíþjóðardemókratar setjist í ríkisstjórn en svo geti farið að þeir styðji borgaralega ríkisstjórn undir stjórn Ulf Kristersson, formanns hægriflokksins Moderaterna. Að lokum segir Gunnhildur Lillý að lokaúrslita sé ekki að vænta fyrr en á miðvikudag í fyrsta lagi. Því er ljóst að spennan verður áfram mikil í þingkosningunum í Svíþjóð. Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um kosningarnar og viðtal við Gunnhildi Lillý. Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00 Vinstriblokkin leiðir miðað við útgönguspá Jafnaðarmannaflokkurinn leiðir í útgönguspám sænsku þingkosninganna sem fram fóru í dag með 29,3 prósent spáðra atkvæða. Næst á eftir eru Svíþjóðardemókratar með 20,5 prósent, sem er hækkun um þrjú prósentustig frá síðustu kosningum. 11. september 2022 18:08 Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10. september 2022 09:33 Klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju Það að verulega mjótt sé á munum milli vinstri og hægri-blokka í Svíþjóð er líklega til marks um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndunum, segir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur. Svíar ganga að kjörborðinu í dag og er spennan þar í landi mikil. 11. september 2022 12:57 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
„Þetta verða alveg svakalega spennandi úrslit og það er svakalega mjótt á mununum. Þannig það er allt of snemmt að segja til hvernig þetta fer,“ sagði Gunnhildur Lillý Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Malmö, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þegar rætt var við Gunnhildi Lillý gaf útgönguspá það til kynna að vinstriblokkin sem Magdalena Andersson, formaður Jafnaðarmannaflokksins og forsætisráðherra Svíþjóðar leiðir, fengi 176 þingsæti á móti 175 þingsætum vinstriblokkarinnar. Nú þegar áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin hefur staðan snúist við. Miðað við bráðabirgðatölur fær hægriblokkin 176 sæti en sú til vinstri 175. Jafnaðarmenn stærstir en Svíþjóðardemókratar bæta mest við sig Flokkur forsætisráðherrans er eins og stendur með 30,5 prósent talinna atkvæða og því stærsti flokkurinn á sænska þinginu. Svíþjóðardemókratar koma næstir á eftir með 20,7 prósent atkvæða. Gunnhildur Lillý segir að fyrstu tölur og útgönguspá bendi til þess að kjósendur séu að velja á milli nýrra blokka og að þeir séu að velja út frá hugmyndafræði, að einhverju leiti, hvort þeir vilji stjórn sem er studd af Svíþjóðardemókrötum eða núverandi ríkisstjórn sem ekki getur hugsað sér að starfa með þeim. Hún segir ekki óvænt að Svíþjóðardemókratar séu orðnir stærsti hægriflokkurinn á sænska þinginu. Þeir græði á því að hafa aldrei setið í ríkisstjórn og að hafa lagt áherslu á gengjatengd glæpamál og lög og reglu, sem hafa verið ofarlega í huga kjósenda. Hún hefur þó ekki trú á því að Svíþjóðardemókratar setjist í ríkisstjórn en svo geti farið að þeir styðji borgaralega ríkisstjórn undir stjórn Ulf Kristersson, formanns hægriflokksins Moderaterna. Að lokum segir Gunnhildur Lillý að lokaúrslita sé ekki að vænta fyrr en á miðvikudag í fyrsta lagi. Því er ljóst að spennan verður áfram mikil í þingkosningunum í Svíþjóð. Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um kosningarnar og viðtal við Gunnhildi Lillý.
Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00 Vinstriblokkin leiðir miðað við útgönguspá Jafnaðarmannaflokkurinn leiðir í útgönguspám sænsku þingkosninganna sem fram fóru í dag með 29,3 prósent spáðra atkvæða. Næst á eftir eru Svíþjóðardemókratar með 20,5 prósent, sem er hækkun um þrjú prósentustig frá síðustu kosningum. 11. september 2022 18:08 Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10. september 2022 09:33 Klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju Það að verulega mjótt sé á munum milli vinstri og hægri-blokka í Svíþjóð er líklega til marks um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndunum, segir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur. Svíar ganga að kjörborðinu í dag og er spennan þar í landi mikil. 11. september 2022 12:57 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00
Vinstriblokkin leiðir miðað við útgönguspá Jafnaðarmannaflokkurinn leiðir í útgönguspám sænsku þingkosninganna sem fram fóru í dag með 29,3 prósent spáðra atkvæða. Næst á eftir eru Svíþjóðardemókratar með 20,5 prósent, sem er hækkun um þrjú prósentustig frá síðustu kosningum. 11. september 2022 18:08
Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10. september 2022 09:33
Klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju Það að verulega mjótt sé á munum milli vinstri og hægri-blokka í Svíþjóð er líklega til marks um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndunum, segir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur. Svíar ganga að kjörborðinu í dag og er spennan þar í landi mikil. 11. september 2022 12:57