Forsetahjónin fögnuðu með Margréti Þórhildi Árni Sæberg skrifar 11. september 2022 20:17 Frá vinstri: Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Haraldur Noregskonungur, Margrét Þórhildur Danadrottning, Karl Gústaf Svíakonungur og Sauli Niinistö Finnlandsforseti. Kongehuset/Keld Navntoft Í dag fagnaði Margrét Þórhildur Danadrottning fimmtíu ára valdaafmæli sínu. Hún bauð þjóðhöfðingjum Norðurlandanna til veislu og forsetahjónin íslensku létu sig ekki vanta. Margrét Þórhildur tók við völdum í Danmörku þann 14. janúar 1972 og í dag var haldið upp á fimmtíu ára valdaafmæli hennar. Hátíðarhöldin hófust með hátíðarguðsþjónustu og að henni lokinni bauð drottningin konungshjónum Noregs og Svíþjóðar og forsetahjónum Íslands og Finnlands til hádegisverðar um borð í konunglega skipinu Dannebrog. Á meðan gestir snæddu hádegisverð var Dannebrog siglt um Eyrarsund. Lengst við völd allra í Evrópu Í kvöld var svo haldinn hátíðarkvöldverður í Kristjánsborgarhöll þar sem drottningin ávarpaði veislugesti. Hún hóf ræðu sína á því að minnast Elísabetar annarrar Bretlandsdrottningu, sem féll frá á fimmtudag, og biðja veislugesti að rísa á fætur og halda þögn í eina mínútu henni til heiðurs. Eftir fráfall Elísabetar er Margrét Þórhildur sá þjóðarleiðtogi sem lengst hefur verið við völd í Evrópu. Aðeins Hassanal Bolkiah, soldáninn af Brúnei, hefur verið lengur við völd en Danadrottning. Undir lok ræðu sinnar sagði Margrét Þórhildur að engar þjóðir í heiminum væru nánari en Norðurlandaþjóðirnar og því vildi hún sérstaklega bjóða velkomin þau Karl Gústaf konung og Silvíu Svíadrottningu, Harald konung og Sonju Noregsdrottningu, Sauli Niinistö Finnlandsforseta og frú Jenni Haukio; og Guðna Jóhannesson forseta Íslands og frú Elizu Reid. Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Tímamót Íslendingar erlendis Margrét Þórhildur II Danadrottning Haraldur V Noregskonungur Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Margrét Þórhildur tók við völdum í Danmörku þann 14. janúar 1972 og í dag var haldið upp á fimmtíu ára valdaafmæli hennar. Hátíðarhöldin hófust með hátíðarguðsþjónustu og að henni lokinni bauð drottningin konungshjónum Noregs og Svíþjóðar og forsetahjónum Íslands og Finnlands til hádegisverðar um borð í konunglega skipinu Dannebrog. Á meðan gestir snæddu hádegisverð var Dannebrog siglt um Eyrarsund. Lengst við völd allra í Evrópu Í kvöld var svo haldinn hátíðarkvöldverður í Kristjánsborgarhöll þar sem drottningin ávarpaði veislugesti. Hún hóf ræðu sína á því að minnast Elísabetar annarrar Bretlandsdrottningu, sem féll frá á fimmtudag, og biðja veislugesti að rísa á fætur og halda þögn í eina mínútu henni til heiðurs. Eftir fráfall Elísabetar er Margrét Þórhildur sá þjóðarleiðtogi sem lengst hefur verið við völd í Evrópu. Aðeins Hassanal Bolkiah, soldáninn af Brúnei, hefur verið lengur við völd en Danadrottning. Undir lok ræðu sinnar sagði Margrét Þórhildur að engar þjóðir í heiminum væru nánari en Norðurlandaþjóðirnar og því vildi hún sérstaklega bjóða velkomin þau Karl Gústaf konung og Silvíu Svíadrottningu, Harald konung og Sonju Noregsdrottningu, Sauli Niinistö Finnlandsforseta og frú Jenni Haukio; og Guðna Jóhannesson forseta Íslands og frú Elizu Reid.
Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Tímamót Íslendingar erlendis Margrét Þórhildur II Danadrottning Haraldur V Noregskonungur Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira