Fótbolti

Alfons og félagar misstu niður sigur í Evrópudeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfons Sampsted og félagar þurftu að sætta sig við jafntefli í kvöld.
Alfons Sampsted og félagar þurftu að sætta sig við jafntefli í kvöld. Giuseppe Maffia/NurPhoto via Getty Images

Alfons Sampsted og félagar hans í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt þurftu að sætta sig við 1-1 jafntefli er liðið heimsótti PSV Eindhoven í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld.

Alfons var á sínum stað í byrjunarliði Bodö/Glimt og eins og búist var við lék hann allan leikinn í hægri bakverði.

Það voru einmitt Alfons og félagar sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Daninn Albert Gronbaek kom boltanum í netið á 44. mínútu og staðan því 0-1, Bodö/Glimt í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Heimamenn náðu þó að jafna metin áður en yfir lauk þegar Cody Gakpo skoraði fyrir Hollendingan eftir rúmlega klukkutíma leik og þar við sat.

Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og liðin skiptu stigunum á milli sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×