Næstum annar hver bátur henti fiski Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. september 2022 21:01 Við drónaeftirlit Fiskistofu á þessu ári urður 46% handfærabáta uppvísir að brottkasti. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits þar segir að vegna mannfæðar hafi ekki verið hægt að hafa eftirlit með öllum flotanum. Vísir Næstum annar hver smábátur sem Fiskistofa hefur haft eftirlit með á árinu hefur orðið uppvís að brottkasti. Nokkrum málum verður vísað til lögreglu og fleiri gætu verið sviptir veiðileyfum en áður. Frá því að Fiskistofa byrjaði að nota dróna við veiðieftirlit í janúar 2021 hefur brottkastsmálum fjölgað gríðarlega en fyrir þann tíma voru slík mál um og yfir tíu á ári. Í fyrra voru þau hundrað og fjörutíu og það sem af er ári eru þau tæplega hundrað. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu urðu 46% handfærabáta uppvísir að brottkasti á þessu ári. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir þó að aðeins hafi þó verið hægt að fljúga yfir hluta flotans síðustu mánuðinni vegna mannfæðar á stofnuninni. „Þetta eru um sjö hundruð strandveiðibátar og við komumst ekki yfir nema hluta með drónaeftirliti. En tæplega helmingur er allt of hátt hlutfall af brottkasti. Menn telja greinilega að ávinningur af brotum sé það mikill að þetta sé þess virði, en þetta er algjörlega óásættanleg umgengni við auðlindina,“ segir Elín Björg. Elín bendir á að orðstír sjávarútvegsins sé undir. „Erlendir markaðir geta verið í hættu ef það á að vera viðtekin venja að kasta fiski,“ segir hún. Hér má sjá tölfræði yfir fjölda brottkastmála sem ratað hafa á borð Fiskistofu undanfarin ár.Vísir/Sara Fiski hent eftir að hafa verið blóðgaður Hún bendir á að í fyrsta skipti hafi náðst upptaka af því þegar blóðguðum fiski var fleygt fyrir stærri. „Menn voru að halda til hliðar smærri verðminni fiski og ef veiddist vel þá köstuðu menn honum fyrir verðmeiri fisk. Þetta er hræðileg umgengni. Það er skylda að koma með allan afla að landi,“ segir hún. Eftirlitsmyndavélar verða settar upp í togurum Togarar voru staðnir að brottkasti við drónaeftirlit Fiskistofu á síðasta ári. Aðspurð um hvort nú hafi verið haft eftirlit með stærri skipum svarar Elín: „Það var ekki hægt að fylgjast með togurum að veiðum nú vegna mannfæðar og þá henta drónarnir ekki eins vel í eftirlit langt út á miðum. En við höfum fengið heimild til að setja upp eftirlitsmyndavélar í togurum og munum að öllum líkindum byrja að nota þá heimild nú í september.“ Harðari viðurlög og málum vísað til lögreglu Formaður Landssambands smábátaeigenda fordæmdi brottkast í fréttum Stöðvar 2 í febrúar á síðasta ári en taldi drónaeftirlit ólöglegt. Elín segir búið að úrskurða í því máli. „Í vor komu ný lög þar sem voru tekin öll tvímæli um það að við höfum heimild til að beita þessu eftirliti. Með því munum við fara að beita harðari viðurlögum en áður. Menn mega eiga von á fleiri áminningum og sviptingum en áður vegna drónaeftirlits. Þá verður nokkrum málum vísað til lögreglu,“ segir hún. Fréttastofu hafnað um upptökur af brottkasti Fréttastofa óskaði í desember í fyrra eftir drónaupptökum Fiskistofu á grundvelli upplýsingalaga.Elín segir að Fiskistofu sé ekki heimild að útvega myndefnið. „Þetta er myndefni sem hægt er að réttlæta að eigi erindi til almennings en okkur er ekki heimilt að afhenda þessi gögn,“ segir Elín. Í erindi Fiskistofu til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem fréttastofa hefur aðgang að kom fram að til eru upptökur sem sýna fimm skip að veiðum sem stunda brottkast. Fram kemur að útgerðaraðilar hafi lagst gegn afhendingu gagnanna og hafnaði Fiskistofa í framhaldinu afhendingu upptakanna. Fiskistofa bar fyrir sig að hagsmunir útgerðarinnar af leynd vægju þyngra en hagsmunir almennings að sjá myndefnið. Fréttastofa kærði þessa niðurstöðu í janúar og bíður enn niðurstöðu. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. 19. júlí 2021 13:01 Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. 18. júlí 2021 14:32 „Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. 19. febrúar 2021 12:10 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ekki líkamsárás að fá sérfræðing til að skera forhúð af getnaðarlim Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Frá því að Fiskistofa byrjaði að nota dróna við veiðieftirlit í janúar 2021 hefur brottkastsmálum fjölgað gríðarlega en fyrir þann tíma voru slík mál um og yfir tíu á ári. Í fyrra voru þau hundrað og fjörutíu og það sem af er ári eru þau tæplega hundrað. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu urðu 46% handfærabáta uppvísir að brottkasti á þessu ári. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir þó að aðeins hafi þó verið hægt að fljúga yfir hluta flotans síðustu mánuðinni vegna mannfæðar á stofnuninni. „Þetta eru um sjö hundruð strandveiðibátar og við komumst ekki yfir nema hluta með drónaeftirliti. En tæplega helmingur er allt of hátt hlutfall af brottkasti. Menn telja greinilega að ávinningur af brotum sé það mikill að þetta sé þess virði, en þetta er algjörlega óásættanleg umgengni við auðlindina,“ segir Elín Björg. Elín bendir á að orðstír sjávarútvegsins sé undir. „Erlendir markaðir geta verið í hættu ef það á að vera viðtekin venja að kasta fiski,“ segir hún. Hér má sjá tölfræði yfir fjölda brottkastmála sem ratað hafa á borð Fiskistofu undanfarin ár.Vísir/Sara Fiski hent eftir að hafa verið blóðgaður Hún bendir á að í fyrsta skipti hafi náðst upptaka af því þegar blóðguðum fiski var fleygt fyrir stærri. „Menn voru að halda til hliðar smærri verðminni fiski og ef veiddist vel þá köstuðu menn honum fyrir verðmeiri fisk. Þetta er hræðileg umgengni. Það er skylda að koma með allan afla að landi,“ segir hún. Eftirlitsmyndavélar verða settar upp í togurum Togarar voru staðnir að brottkasti við drónaeftirlit Fiskistofu á síðasta ári. Aðspurð um hvort nú hafi verið haft eftirlit með stærri skipum svarar Elín: „Það var ekki hægt að fylgjast með togurum að veiðum nú vegna mannfæðar og þá henta drónarnir ekki eins vel í eftirlit langt út á miðum. En við höfum fengið heimild til að setja upp eftirlitsmyndavélar í togurum og munum að öllum líkindum byrja að nota þá heimild nú í september.“ Harðari viðurlög og málum vísað til lögreglu Formaður Landssambands smábátaeigenda fordæmdi brottkast í fréttum Stöðvar 2 í febrúar á síðasta ári en taldi drónaeftirlit ólöglegt. Elín segir búið að úrskurða í því máli. „Í vor komu ný lög þar sem voru tekin öll tvímæli um það að við höfum heimild til að beita þessu eftirliti. Með því munum við fara að beita harðari viðurlögum en áður. Menn mega eiga von á fleiri áminningum og sviptingum en áður vegna drónaeftirlits. Þá verður nokkrum málum vísað til lögreglu,“ segir hún. Fréttastofu hafnað um upptökur af brottkasti Fréttastofa óskaði í desember í fyrra eftir drónaupptökum Fiskistofu á grundvelli upplýsingalaga.Elín segir að Fiskistofu sé ekki heimild að útvega myndefnið. „Þetta er myndefni sem hægt er að réttlæta að eigi erindi til almennings en okkur er ekki heimilt að afhenda þessi gögn,“ segir Elín. Í erindi Fiskistofu til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem fréttastofa hefur aðgang að kom fram að til eru upptökur sem sýna fimm skip að veiðum sem stunda brottkast. Fram kemur að útgerðaraðilar hafi lagst gegn afhendingu gagnanna og hafnaði Fiskistofa í framhaldinu afhendingu upptakanna. Fiskistofa bar fyrir sig að hagsmunir útgerðarinnar af leynd vægju þyngra en hagsmunir almennings að sjá myndefnið. Fréttastofa kærði þessa niðurstöðu í janúar og bíður enn niðurstöðu.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. 19. júlí 2021 13:01 Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. 18. júlí 2021 14:32 „Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. 19. febrúar 2021 12:10 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ekki líkamsárás að fá sérfræðing til að skera forhúð af getnaðarlim Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. 19. júlí 2021 13:01
Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. 18. júlí 2021 14:32
„Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. 19. febrúar 2021 12:10