Napoli ekki í miklum vandræðum með Liverpool Atli Arason skrifar 7. september 2022 21:30 Piotr Zielinski skoraði tvö og lagði upp eitt gegn Liverpool. Getty Images Napoli vann öruggan 4-1 sigri á heimavelli gegn lánlausu liði Liverpool í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Gestgjafarnir voru komnir yfir strax á 5. mínútu en þá fékk Napoli vítaspyrnu eftir að boltinn fór í hönd James Milner innan vítateigs. Piotr Zielinski skoraði örugglega úr vítaspyrnunni er hann sendi Alisson í vitlaust horn. Napoli fékk svo aðra vítaspyrnu rúmum tíu mínútum síðar með aðstoð myndbandsdómgæslu. Virgil Van Dijk braut þá á Victor Osimhen inn í vítateig en Osimhen fór sjálfur á vítapunktinn. Í þetta skipti valdi Alisson þó rétt horn og varði vítaspyrnu Osimhen. Napoli tvöfaldaði forskot sitt á 31 mínútu. Joe Gomez, leikmaður Liverpool, tapaði þá boltanum á hættulegum stað, Andre Anguissa fékk knöttinn og eftir samspil við Zielinski komst Anguissa einn í gegn og náði að skila boltanum í netið framhjá Alisson í marki Liverpool. Giovanni Simeone kom heimamönnum svo þremur mörkum yfir með marki rétt fyrir hálfleik. Khvicha Kvaratskhelia fór þá auðveldlega framhjá bæði Trent Alexander-Arnold og Joe Gomez og lagði boltann fyrir mark Liverpool þar sem Simeone var mættur og kom tuðrunni í netið. Síðari hálfleikur byrjaði illa fyrir Liverpool en Napoli var búið að skora fjórða markið innan við tveimur mínútum frá því að leikurinn hófst aftur. Zielinski fékk þá fyrirgjöf frá hægri, Alisson varði skot Zielinski en hann náði sjálfur frákastinu og vippaði boltanum yfir Alisson. Tveimur mínútum síðar, á 49. mínútu skoraði Liverpool eina mark sitt í leiknum þegar Luis Diaz skrúfaði knettinum í netið með skoti fyrir utan vítateig Napoli. Hvorugu liði tókst að bæta við öðru marki og lokatölur því 4-1 fyrir Napoli sem er í öðru sæti A-riðls á eftir Ajax sem vann 4-0 sigur á Rangers í hinum leik riðilsins í fyrstu umferðinni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Rangers fékk skell í endurkomunni | Öruggur sigur hjá Sporting í Frankfurt Fyrstu tveimur leikjunum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið en Ajax og Sporting unnu þar stórsigra. 7. september 2022 18:45 Stuðningsmönnum Liverpool ráðlagt að klæðast ekki treyju liðsins í Napolí Seinna í kvöld verður Liverpool í heimsókn hjá Napoli í fyrsta leik beggja liða í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Enska félagið ráðleggur öllum stuðningsmönnum sem fylgdu liðinu til Ítalíu að hafa varan á. 7. september 2022 18:00
Napoli vann öruggan 4-1 sigri á heimavelli gegn lánlausu liði Liverpool í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Gestgjafarnir voru komnir yfir strax á 5. mínútu en þá fékk Napoli vítaspyrnu eftir að boltinn fór í hönd James Milner innan vítateigs. Piotr Zielinski skoraði örugglega úr vítaspyrnunni er hann sendi Alisson í vitlaust horn. Napoli fékk svo aðra vítaspyrnu rúmum tíu mínútum síðar með aðstoð myndbandsdómgæslu. Virgil Van Dijk braut þá á Victor Osimhen inn í vítateig en Osimhen fór sjálfur á vítapunktinn. Í þetta skipti valdi Alisson þó rétt horn og varði vítaspyrnu Osimhen. Napoli tvöfaldaði forskot sitt á 31 mínútu. Joe Gomez, leikmaður Liverpool, tapaði þá boltanum á hættulegum stað, Andre Anguissa fékk knöttinn og eftir samspil við Zielinski komst Anguissa einn í gegn og náði að skila boltanum í netið framhjá Alisson í marki Liverpool. Giovanni Simeone kom heimamönnum svo þremur mörkum yfir með marki rétt fyrir hálfleik. Khvicha Kvaratskhelia fór þá auðveldlega framhjá bæði Trent Alexander-Arnold og Joe Gomez og lagði boltann fyrir mark Liverpool þar sem Simeone var mættur og kom tuðrunni í netið. Síðari hálfleikur byrjaði illa fyrir Liverpool en Napoli var búið að skora fjórða markið innan við tveimur mínútum frá því að leikurinn hófst aftur. Zielinski fékk þá fyrirgjöf frá hægri, Alisson varði skot Zielinski en hann náði sjálfur frákastinu og vippaði boltanum yfir Alisson. Tveimur mínútum síðar, á 49. mínútu skoraði Liverpool eina mark sitt í leiknum þegar Luis Diaz skrúfaði knettinum í netið með skoti fyrir utan vítateig Napoli. Hvorugu liði tókst að bæta við öðru marki og lokatölur því 4-1 fyrir Napoli sem er í öðru sæti A-riðls á eftir Ajax sem vann 4-0 sigur á Rangers í hinum leik riðilsins í fyrstu umferðinni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Rangers fékk skell í endurkomunni | Öruggur sigur hjá Sporting í Frankfurt Fyrstu tveimur leikjunum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið en Ajax og Sporting unnu þar stórsigra. 7. september 2022 18:45 Stuðningsmönnum Liverpool ráðlagt að klæðast ekki treyju liðsins í Napolí Seinna í kvöld verður Liverpool í heimsókn hjá Napoli í fyrsta leik beggja liða í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Enska félagið ráðleggur öllum stuðningsmönnum sem fylgdu liðinu til Ítalíu að hafa varan á. 7. september 2022 18:00
Rangers fékk skell í endurkomunni | Öruggur sigur hjá Sporting í Frankfurt Fyrstu tveimur leikjunum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið en Ajax og Sporting unnu þar stórsigra. 7. september 2022 18:45
Stuðningsmönnum Liverpool ráðlagt að klæðast ekki treyju liðsins í Napolí Seinna í kvöld verður Liverpool í heimsókn hjá Napoli í fyrsta leik beggja liða í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Enska félagið ráðleggur öllum stuðningsmönnum sem fylgdu liðinu til Ítalíu að hafa varan á. 7. september 2022 18:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti