Ná vonandi að opna við Hagamel fyrir helgi Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2022 11:29 Indican mun opna við Hagamel þar sem Plútó Pizza var áður til húsa. Vísir/Kolbeinn Tumi Undirbúningur fyrir opnun indverska veitingastaðarins Indican við Hagamel er á lokametrunum. Eigandinn vonast eftir því að geta opnað fyrir helgi og hlakkar til að bætast við í Vesturbæjarflóruna. Útibú veitingastaðarins Indican í Mathöll Höfða lokaði í mars síðastliðnum og fór eigandi staðarins strax í leit að nýju húsnæði. Hann segir bás þeirra í mathöllinni ekki hafa hentað nægilega vel. „Sú mathöll var ekki alveg að gera það sem við vonuðumst eftir þannig við ákváðum að leggja þann stað niður og planið var alltaf að finna aðra staðsetningu. Þetta er vörumerki og matur sem á helling inni. Maturinn er góður en staðsetningin hentaði ekki,“ segir Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Indican, í samtali við fréttastofu. Ná vonandi að opna fyrir helgi Undirbúningur fyrir opnunina er á lokametrunum en einungis á eftir að fara yfir leyfismál með borginni. Valgeir vonast þó til þess að allt náist fyrir helgi þó erfitt sé að segja til hvenær allt dettur í gegn. Hann segist hlakka til að geta þjónustað Vesturbæinga, en eitt af því sem heillaði hann mest við Hagamel var hversu lítið úrval væri af þjónustu í hverfinu. „Það er ekkert miðað við hvað þetta er stórt svæði og mikið af fólki sem býr þarna í kring. Það er ekki úr miklu að velja og okkur fannst heillandi að verða að hverfisstað, geta þjónustað Vesturbæinga, Seltirninga og þá sem búa í nágrenninu vel,“ segir Valgeir. Nýir réttir á matseðlinum Búið er að breyta merki staðarins en þrátt fyrir einhverjar breytingar verður matseðill staðarins nánast sá sami, nema með fleiri réttum. Ný staðsetning opnar á fjölda möguleika fyrir Indican og því megi kalla opnunina nýtt upphaf. „Það er pláss fyrir þennan mat á markaðnum á Íslandi og við sjáum tækifæri í því í framtíðinni en til að byrja með erum við bara að einbeita okkur að þessum stað. Okkur langar að fara að þjónusta fyrirtæki og hópa, við náum því léttilega á þessari staðsetningu þar sem við erum með svo flott bakeldhús. Það eru hinir og þessir möguleikar sem opnast við þennan flutning. Við erum farin að geta gert hluti sem við gátum ekki gert áður,“ segir Valgeir. Reykjavík Matur Veitingastaðir Tengdar fréttir Plútó Pizzu lokað eftir tæplega tveggja ára rekstur Pítserían Plútó Pizza við Hagamel lokaði í dag eftir tæplega tveggja ára starfsemi. Fyrrum eigandi staðarins segist vera að snúa sér að öðru og því hafi hann selt reksturinn. Nýr eigandi hyggst breyta starfseminni. 18. júní 2022 22:03 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Útibú veitingastaðarins Indican í Mathöll Höfða lokaði í mars síðastliðnum og fór eigandi staðarins strax í leit að nýju húsnæði. Hann segir bás þeirra í mathöllinni ekki hafa hentað nægilega vel. „Sú mathöll var ekki alveg að gera það sem við vonuðumst eftir þannig við ákváðum að leggja þann stað niður og planið var alltaf að finna aðra staðsetningu. Þetta er vörumerki og matur sem á helling inni. Maturinn er góður en staðsetningin hentaði ekki,“ segir Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Indican, í samtali við fréttastofu. Ná vonandi að opna fyrir helgi Undirbúningur fyrir opnunina er á lokametrunum en einungis á eftir að fara yfir leyfismál með borginni. Valgeir vonast þó til þess að allt náist fyrir helgi þó erfitt sé að segja til hvenær allt dettur í gegn. Hann segist hlakka til að geta þjónustað Vesturbæinga, en eitt af því sem heillaði hann mest við Hagamel var hversu lítið úrval væri af þjónustu í hverfinu. „Það er ekkert miðað við hvað þetta er stórt svæði og mikið af fólki sem býr þarna í kring. Það er ekki úr miklu að velja og okkur fannst heillandi að verða að hverfisstað, geta þjónustað Vesturbæinga, Seltirninga og þá sem búa í nágrenninu vel,“ segir Valgeir. Nýir réttir á matseðlinum Búið er að breyta merki staðarins en þrátt fyrir einhverjar breytingar verður matseðill staðarins nánast sá sami, nema með fleiri réttum. Ný staðsetning opnar á fjölda möguleika fyrir Indican og því megi kalla opnunina nýtt upphaf. „Það er pláss fyrir þennan mat á markaðnum á Íslandi og við sjáum tækifæri í því í framtíðinni en til að byrja með erum við bara að einbeita okkur að þessum stað. Okkur langar að fara að þjónusta fyrirtæki og hópa, við náum því léttilega á þessari staðsetningu þar sem við erum með svo flott bakeldhús. Það eru hinir og þessir möguleikar sem opnast við þennan flutning. Við erum farin að geta gert hluti sem við gátum ekki gert áður,“ segir Valgeir.
Reykjavík Matur Veitingastaðir Tengdar fréttir Plútó Pizzu lokað eftir tæplega tveggja ára rekstur Pítserían Plútó Pizza við Hagamel lokaði í dag eftir tæplega tveggja ára starfsemi. Fyrrum eigandi staðarins segist vera að snúa sér að öðru og því hafi hann selt reksturinn. Nýr eigandi hyggst breyta starfseminni. 18. júní 2022 22:03 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Plútó Pizzu lokað eftir tæplega tveggja ára rekstur Pítserían Plútó Pizza við Hagamel lokaði í dag eftir tæplega tveggja ára starfsemi. Fyrrum eigandi staðarins segist vera að snúa sér að öðru og því hafi hann selt reksturinn. Nýr eigandi hyggst breyta starfseminni. 18. júní 2022 22:03