Landvernd skorar á sveitarstjórnir að hafna námuvinnslu Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2022 16:21 Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi er sannarlega ekki á þeim buxunum að hin miklu verkefni séu við að sigla í strand þrátt fyrir að verulegrar andstöðu sé farið að gæta. Hann segir óþarft að mála skrattann á vegginn og þau í Þorlákshöfn muni taka vel á móti þessum frumkvöðlum sem öðrum. vísir/egill Landvernd hefur efnt til undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á sveitarstjórnir Mýrdalshrepps og Ölfuss að hafna námuvinnslu á Mýrdalssandi og í Þrengslum með tilheyrandi mengandi efnisflutningi og náttúruspjöllum. Vísir hefur greint ítarlega frá fyrirætlunum sem miða að því að flytja út gríðarlegt magn jarðvegsefna frá Þorlákshöfn og út í heim, einkum til Norður-Evrópu. Stórfelld námuvinnsla er fyrirhuguð á Mýrdalssandi og þá stendur til að skófla Litla-Sandfelli, felli sem stendur í Þrengslunum, niður og flytja út í sama tilgangi. Undirskriftasöfnuninni er fylgt úr hlaði með því að fullyrða að veruleg mengun og truflun hljótist óhjákvæmilega af á Suðurlandi. „Innviðir á Suðurlandi eru ekki byggðir til að þola stöðuga umferð þungaflutningabíla, auk þess sem umferðaröryggi yrði ógnað,“ segir á vefsíðu Landverndar. Og þá er því haldið fram að ekki hafi verið sýnt fram á ávinning samfélagsins af námuvinnslunni. Nærtækast er að spyrja Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Ölfussi, sem hefur verið áfram um þessi miklu verkefni, sem hann segir bæði atvinnuskapandi og umhverfisvæn í senn, út í þetta framtak Landverndar. „Mér þykir það ekkert nema eðlilegt að Landvernd hafi sterkar skoðanir á því þegar landi er raskað. Það er þeirra tilgangur og þeirra hugsjón. Það er jafn eðlilegt og að heildarverkefnið sé ígrundað varlega. Það er þó rétt að halda því til haga að málið er kynnt fyrir okkur sem loftslagsverkefni þar sem til stendur að binda allt að 2.1 milljón tonna af gróðurhúsalofttegundum og þar liggur okkar áhugi fyrst og fremst,“ segir Elliði. Hann vísar með þessum orðum til þess sem fram hefur komið í máli Þorsteins Víglundssonar, HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, sem hefur bent á að efnið sem flutt verði út til að nota sem íblöndunarefni í sement muni draga verulega úr neikvæðum loftslagsáhrifum sementsframleiðslu á heimsvísu. Jákvætt framlag til loftlagsmála Elliði nefnir að einhverjir kunni jafnvel að velta því fyrir sér hvort hér á landi fari að verða þörf fyrir samtök eins Landvernd en sem horfir þá til loftslagsmála? Nokkurs konar Loftslagsvernd sem vinnur að því að Ísland standi við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum jafnvel þótt það merki að sækjum meira af grænni orku, vinnum umhverfisvæn íblöndunarefni úr jarðvegi og ræktum umhverfisvæn matvæli í stórum skala. „Það er hins vegar ekki okkar vilji að lenda í einhverri orrahríð í umhverfisvernd þar sem á takast sjónarmið um landvernd annarsvegar og loftslagsmál hins vegar. Við gefum okkur því allan tíma í heiminum til að skoða málið og vega það og meta áður en við byrjum að hrópa á torgum. Nálgun okkar er einfaldlega sú að ef þetta er jafn jákvætt framlag í loftslagsmálum og kynnt er, ásamt því að falla að hagsmunum samfélagsins hér þá er eðlilegt að vinna þetta áfram. Ef ekki, þá er sjálf hætt,“ segir Elliði. Segir ströng skilyrði fyrirhendi Bæjarstjórinn vísar til bókunar í bæjarstjórn þar sem verkefnið verði kynnt ítarlega og eftir atvikum haldin íbúakosning um framgang þess. Að verði verkefnið á einhverjum tímapunkti metið skaðlegt fyrir heildarhagsmuni samfélagsins er því sjálfhætt. Að ekki komi til greina að allt að 3 milljónum tonna af efni verði flutt frá námum eftir almenna þjóðvegakerfinu. Finna þarf aðrar leiðir svo sem blöndu af námuvegum og færiböndum. Þá nefnir Elliði einnig tvö atriði önnur sem lúta að útliti og eðli mannvirkja sem til stendur að reisa á hafnarsvæðinu, þau muni taka mið af nálægð við íbúabyggðina: „Ekki kemur til greina að afsláttur verði gefin af almennum kröfum um hljóðmengun, rykmengun og annað það sem valdið getur samfélaginu ama. Komi til þess að skipulagi verði breytt við vinnslu málsins verða slíkar kröfur að minnsta kosti þær sömu og eru í skipulagi hafnarsvæðisins. Þetta höfum við kynnt fyrir forsvarsfólki þessa fyrirtækis og á þessum forsendum vinnum við verkefnið áfram.“ Elliði telur ekki komið babb í bátinn Fyrir liggur að upp hefur sprottið mikil gagnrýni á verkefnið og andstaða við það fer vaxandi. Undirskriftasöfnun Landverndar má heita til marks um það. Þá má nefna að ekki eru allir á eitt sáttir innan Aðventkirkjunnar sem á Litla-Sandfell um sjálfa efnissöluna. Sem gæti sett strik í reikninginn. Óttast bæjarstjórinn ekki að verkefnið sé að sigla í strand? „Nei ég óttast það ekki, svo fremi sem hægt sé að mæta þeim forsendum sem sveitarfélagið vinnur úr frá. Við einfaldlega tökum vel á móti þessum frumkvöðlum eins og öðrum. Það er með öllu óeðlilegt að mála skrattann á vegginn í þessu, svo skemmtilegt veggskraut sem sá kauði nú annars er, fyrr en málin hafa verið skoðuð,“ segir Elliði fjallbrattur. Stóriðja Umhverfismál Ölfus Samgöngur Loftslagsmál Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt. 24. ágúst 2022 13:42 Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22. ágúst 2022 13:23 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Vísir hefur greint ítarlega frá fyrirætlunum sem miða að því að flytja út gríðarlegt magn jarðvegsefna frá Þorlákshöfn og út í heim, einkum til Norður-Evrópu. Stórfelld námuvinnsla er fyrirhuguð á Mýrdalssandi og þá stendur til að skófla Litla-Sandfelli, felli sem stendur í Þrengslunum, niður og flytja út í sama tilgangi. Undirskriftasöfnuninni er fylgt úr hlaði með því að fullyrða að veruleg mengun og truflun hljótist óhjákvæmilega af á Suðurlandi. „Innviðir á Suðurlandi eru ekki byggðir til að þola stöðuga umferð þungaflutningabíla, auk þess sem umferðaröryggi yrði ógnað,“ segir á vefsíðu Landverndar. Og þá er því haldið fram að ekki hafi verið sýnt fram á ávinning samfélagsins af námuvinnslunni. Nærtækast er að spyrja Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Ölfussi, sem hefur verið áfram um þessi miklu verkefni, sem hann segir bæði atvinnuskapandi og umhverfisvæn í senn, út í þetta framtak Landverndar. „Mér þykir það ekkert nema eðlilegt að Landvernd hafi sterkar skoðanir á því þegar landi er raskað. Það er þeirra tilgangur og þeirra hugsjón. Það er jafn eðlilegt og að heildarverkefnið sé ígrundað varlega. Það er þó rétt að halda því til haga að málið er kynnt fyrir okkur sem loftslagsverkefni þar sem til stendur að binda allt að 2.1 milljón tonna af gróðurhúsalofttegundum og þar liggur okkar áhugi fyrst og fremst,“ segir Elliði. Hann vísar með þessum orðum til þess sem fram hefur komið í máli Þorsteins Víglundssonar, HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, sem hefur bent á að efnið sem flutt verði út til að nota sem íblöndunarefni í sement muni draga verulega úr neikvæðum loftslagsáhrifum sementsframleiðslu á heimsvísu. Jákvætt framlag til loftlagsmála Elliði nefnir að einhverjir kunni jafnvel að velta því fyrir sér hvort hér á landi fari að verða þörf fyrir samtök eins Landvernd en sem horfir þá til loftslagsmála? Nokkurs konar Loftslagsvernd sem vinnur að því að Ísland standi við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum jafnvel þótt það merki að sækjum meira af grænni orku, vinnum umhverfisvæn íblöndunarefni úr jarðvegi og ræktum umhverfisvæn matvæli í stórum skala. „Það er hins vegar ekki okkar vilji að lenda í einhverri orrahríð í umhverfisvernd þar sem á takast sjónarmið um landvernd annarsvegar og loftslagsmál hins vegar. Við gefum okkur því allan tíma í heiminum til að skoða málið og vega það og meta áður en við byrjum að hrópa á torgum. Nálgun okkar er einfaldlega sú að ef þetta er jafn jákvætt framlag í loftslagsmálum og kynnt er, ásamt því að falla að hagsmunum samfélagsins hér þá er eðlilegt að vinna þetta áfram. Ef ekki, þá er sjálf hætt,“ segir Elliði. Segir ströng skilyrði fyrirhendi Bæjarstjórinn vísar til bókunar í bæjarstjórn þar sem verkefnið verði kynnt ítarlega og eftir atvikum haldin íbúakosning um framgang þess. Að verði verkefnið á einhverjum tímapunkti metið skaðlegt fyrir heildarhagsmuni samfélagsins er því sjálfhætt. Að ekki komi til greina að allt að 3 milljónum tonna af efni verði flutt frá námum eftir almenna þjóðvegakerfinu. Finna þarf aðrar leiðir svo sem blöndu af námuvegum og færiböndum. Þá nefnir Elliði einnig tvö atriði önnur sem lúta að útliti og eðli mannvirkja sem til stendur að reisa á hafnarsvæðinu, þau muni taka mið af nálægð við íbúabyggðina: „Ekki kemur til greina að afsláttur verði gefin af almennum kröfum um hljóðmengun, rykmengun og annað það sem valdið getur samfélaginu ama. Komi til þess að skipulagi verði breytt við vinnslu málsins verða slíkar kröfur að minnsta kosti þær sömu og eru í skipulagi hafnarsvæðisins. Þetta höfum við kynnt fyrir forsvarsfólki þessa fyrirtækis og á þessum forsendum vinnum við verkefnið áfram.“ Elliði telur ekki komið babb í bátinn Fyrir liggur að upp hefur sprottið mikil gagnrýni á verkefnið og andstaða við það fer vaxandi. Undirskriftasöfnun Landverndar má heita til marks um það. Þá má nefna að ekki eru allir á eitt sáttir innan Aðventkirkjunnar sem á Litla-Sandfell um sjálfa efnissöluna. Sem gæti sett strik í reikninginn. Óttast bæjarstjórinn ekki að verkefnið sé að sigla í strand? „Nei ég óttast það ekki, svo fremi sem hægt sé að mæta þeim forsendum sem sveitarfélagið vinnur úr frá. Við einfaldlega tökum vel á móti þessum frumkvöðlum eins og öðrum. Það er með öllu óeðlilegt að mála skrattann á vegginn í þessu, svo skemmtilegt veggskraut sem sá kauði nú annars er, fyrr en málin hafa verið skoðuð,“ segir Elliði fjallbrattur.
Stóriðja Umhverfismál Ölfus Samgöngur Loftslagsmál Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt. 24. ágúst 2022 13:42 Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22. ágúst 2022 13:23 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt. 24. ágúst 2022 13:42
Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22. ágúst 2022 13:23