Bakar íslenskt rúgbrauð í bílnum sínum í Kaliforníu Bjarki Sigurðsson skrifar 6. september 2022 10:48 Lozos hafði áður prófað að baka rúgbrauð í ofni en vildi prófa nýja aðferð. Eldfjallafræðingurinn Dr. Julian Lozoz bakar þessa stundina rúgbrauð í bíl sínum í San Fernando-dalnum í Kaliforníu-ríki. Hitinn í bílnum hans hefur náð allt að 86 gráðum. Lozos hefur starfað mikið hér á landi vegna eldgosanna á Reykjanesskaga og fékk þá að smakka á rúgbrauði. Hann hafði áður reynt að baka hið ljúffenga íslenska rúgbrauð í ofni en vildi prófa að nýta sér annan orkugjafa. Today's "oven" is a 2016 Honda HR-V. It is dark gray, and the interior is black. It gets very hot in there, in general.I moved it from my usual covered parking place onto an unshaded, east-west-oriented street, to maximize the sunlight it gets today. pic.twitter.com/fYH4V9fWnB— Dr. Julian Lozos (@seismogenic) September 5, 2022 Hann ákvað því að nýta sér þann hita sem myndast inni í bíl hans í Kaliforníu-ríki en hitastigið náði allt að 46 gráðum í gær þar að sögn Julian. Hann deildi baksturssögu sinni á Twitter í gærkvöldi. Í verkið notaði Lozos pott sem heldur vel hita og setti plastfilmu yfir deigið til að passa upp á það að gufan færi ekki úr pottinum. Hann lagði bílnum sínum á sólríkum stað klukkan ellefu í gærmorgun en þá var tæplega 37 stiga hiti úti. Aðeins þrjátíu mínútum síðar var hitastigið orðið 40 gráður og á mælaborðinu, þar sem baksturinn fór fram, var hitinn 54 gráður. Svona leit deigið út eftir rúmlega tveggja tíma bakstur. Lozos ákvað að fylgjast með bakstrinum á tveggja tíma fresti en eftir tvo klukkutíma voru komnar loftbólur í deigið og það byrjað að rísa og flæða næstum því úr pottinum. Hitinn á mælaborðinu var þá kominn í 86,5 gráður. Tveimur tímum síðar var staðan sú sama. Eftir þetta fór hitastigið að lækka og tveimur tímum síðar var mælaborðið í 71 gráðu. Hitastigið úti var þó enn yfir fjörutíu gráðum. 1:30 PM PDT.The dough has risen and bubbled, to the point where it has overflowed into the plastic wrap.The dashboard itself clocked in at 187.7°F/86.5°C.Air inside the car was in the 165°F/73.9°C range.Outside temps fluctuated as traffic passed, between 111-115°F/44-46°C. pic.twitter.com/ObrDDUBJ5J— Dr. Julian Lozos (@seismogenic) September 5, 2022 Klukkan hálf átta að kvöldi til var hitinn kominn niður í 35 gráður og stutt í að sólin færi að hverfa. Hann ákvað því að færa bílinn og hefja upphitun brauðsins aftur daginn eftir. Sjö klukkustunda tímamismunur er á Íslandi og í Kaliforníu og er klukkan tæplega fjögur að nóttu til þar þegar þetta er skrifað. Hann segir að baksturinn taki á bilinu átta til 24 klukkustundir en í gær var deigið í bílnum í rúmar átta klukkustundir. Lozos segist þó stefna á að baka það í 24 tíma svo það sé alveg eins og þegar það er bakað ofan í jörðinni á jarðhitasvæðum hér á landi. Bandaríkin Matur Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Lozos hefur starfað mikið hér á landi vegna eldgosanna á Reykjanesskaga og fékk þá að smakka á rúgbrauði. Hann hafði áður reynt að baka hið ljúffenga íslenska rúgbrauð í ofni en vildi prófa að nýta sér annan orkugjafa. Today's "oven" is a 2016 Honda HR-V. It is dark gray, and the interior is black. It gets very hot in there, in general.I moved it from my usual covered parking place onto an unshaded, east-west-oriented street, to maximize the sunlight it gets today. pic.twitter.com/fYH4V9fWnB— Dr. Julian Lozos (@seismogenic) September 5, 2022 Hann ákvað því að nýta sér þann hita sem myndast inni í bíl hans í Kaliforníu-ríki en hitastigið náði allt að 46 gráðum í gær þar að sögn Julian. Hann deildi baksturssögu sinni á Twitter í gærkvöldi. Í verkið notaði Lozos pott sem heldur vel hita og setti plastfilmu yfir deigið til að passa upp á það að gufan færi ekki úr pottinum. Hann lagði bílnum sínum á sólríkum stað klukkan ellefu í gærmorgun en þá var tæplega 37 stiga hiti úti. Aðeins þrjátíu mínútum síðar var hitastigið orðið 40 gráður og á mælaborðinu, þar sem baksturinn fór fram, var hitinn 54 gráður. Svona leit deigið út eftir rúmlega tveggja tíma bakstur. Lozos ákvað að fylgjast með bakstrinum á tveggja tíma fresti en eftir tvo klukkutíma voru komnar loftbólur í deigið og það byrjað að rísa og flæða næstum því úr pottinum. Hitinn á mælaborðinu var þá kominn í 86,5 gráður. Tveimur tímum síðar var staðan sú sama. Eftir þetta fór hitastigið að lækka og tveimur tímum síðar var mælaborðið í 71 gráðu. Hitastigið úti var þó enn yfir fjörutíu gráðum. 1:30 PM PDT.The dough has risen and bubbled, to the point where it has overflowed into the plastic wrap.The dashboard itself clocked in at 187.7°F/86.5°C.Air inside the car was in the 165°F/73.9°C range.Outside temps fluctuated as traffic passed, between 111-115°F/44-46°C. pic.twitter.com/ObrDDUBJ5J— Dr. Julian Lozos (@seismogenic) September 5, 2022 Klukkan hálf átta að kvöldi til var hitinn kominn niður í 35 gráður og stutt í að sólin færi að hverfa. Hann ákvað því að færa bílinn og hefja upphitun brauðsins aftur daginn eftir. Sjö klukkustunda tímamismunur er á Íslandi og í Kaliforníu og er klukkan tæplega fjögur að nóttu til þar þegar þetta er skrifað. Hann segir að baksturinn taki á bilinu átta til 24 klukkustundir en í gær var deigið í bílnum í rúmar átta klukkustundir. Lozos segist þó stefna á að baka það í 24 tíma svo það sé alveg eins og þegar það er bakað ofan í jörðinni á jarðhitasvæðum hér á landi.
Bandaríkin Matur Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira