Innlent

Bein út­sending: Að­lögun að breyttum heimi – hefjum sam­talið

Atli Ísleifsson skrifar
Sævar Helgi Bragason jarðfræðingur, dagskrárgerðarmaður og rithöfundur er fundarstjóri.
Sævar Helgi Bragason jarðfræðingur, dagskrárgerðarmaður og rithöfundur er fundarstjóri.

Fræðslufundur um áhrif loftslagsbreytinga á byggðir landsins og íslenskt samfélag fer fram milli klukkan 9 og 12 í dag þar sem einblínt verður á þá vinnu sem framundan er til þess að aðlaga innviði, atvinnuvegi og samfélög að þeim breytingum sem vænta megi.

Það eru Veðurstofa Íslands, Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, Innviðaráðuneytið og Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytið sem standa að fræðslufundinum.

Í hópi ræðumannar eru tveir ráðherrar, þeir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sveitarstjórnarmála. Sævar Helgi Bragason jarðfræðingur, dagskrárgerðarmaður og rithöfundur er fundarstjóri.

Markmið viðburðarins eru sögð fyrst og fremst snúa að því að hefja umræðu um aðlögun að loftslagsbreytingum fyrir alvöru með fulltrúum sveitarfélaga landsins, sem og öðrum er málið varðar. Mikilvægt sé að stuðla að aukinni umræðu um eðli og mikilvægi aðlögunarvinnu á öllum stigum stjórnsýslunnar, ekki síst sveitarstjórnarstigi, vegna áhrifa loftslagsbreytinga.

Hægt er að fylgjast með streymi frá fundinum í spilaranum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×