Segir brýnt að árásarmennirnir verði sóttir til saka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2022 07:13 Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada segir brýnt að mennirnir verði sóttir til saka. Getty/Sean Gallup Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. Lögreglan í Kanada hefur lýst eftir tveimur mönnum, Damien Sanderson og Myles Sanderson, vegna árásanna. Talið er að þeir hafi hafið árásarhrinuna klukkan 5:40 í gærmorgun að staðartíma. Fljótlega hafi tilkynningarnar farið að hrannast inn frá þrettán mismunandi stöðum í héraðinu. Flestar árásanna voru þó í James Smith Cree samfélaginu og bænum Weldon. Talið er að mennirnir tveir hafi valið hluta fónarlambanna en ráðist á hluta þeirra af handahófi. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Saskatchewan og í nágrannahéruðunum Alberta og Manitoba. Forsætisráðherrann Justin Trudeau sagði í yfirlýsingu sem hann birti á heimasíðu sinni í gær að kanadíska ríkisstjórnin hafi verið í beinu sambandi við leiðtoga James Smith Cree þjóðarinnar. Þá sagði hann að árásarmannirnir þyrftu að taka ábyrgð á gjörðum sínum og mikilvægt sé að þeir verði sóttir til saka. Please read my full statement on the attacks in Saskatchewan: https://t.co/YEYHR6utxo— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 5, 2022 Um eitt þúsund eru hluti af samfélagi James Smith Cree en þjóðin býr um sextíu kílómetra suðaustur af Prince Albert og í um 300 kílómetra fjarlægð norður af Regina. Tæplega 200 búa í bænum Weldon sem er um 25 kílómetra suðvestur af James Smith Cree og um 60 kílómetra suðaustur af Prince Albert. Búið er að koma upp nokkrum vegatálmum svo lögregla geti fylgst með hvort grunaðir árásarmenn verði á vegi þeirra. Talið er að mennirnir séu enn í Saskatchewan en talið er að til þeirra hafi sést í Reginu seint í gærkvöldi. Talið er a þeir ferðist um á svörtum NIssan Rogue. Ekkert bendi til þess að mennirnir hafi ráðist á nokkurn í nágrannahéruðum. Saskatchewan-hérað er um miðbik Kanada, milli Alberta og Manitoba. Kanada Tengdar fréttir Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4. september 2022 22:33 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Lögreglan í Kanada hefur lýst eftir tveimur mönnum, Damien Sanderson og Myles Sanderson, vegna árásanna. Talið er að þeir hafi hafið árásarhrinuna klukkan 5:40 í gærmorgun að staðartíma. Fljótlega hafi tilkynningarnar farið að hrannast inn frá þrettán mismunandi stöðum í héraðinu. Flestar árásanna voru þó í James Smith Cree samfélaginu og bænum Weldon. Talið er að mennirnir tveir hafi valið hluta fónarlambanna en ráðist á hluta þeirra af handahófi. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Saskatchewan og í nágrannahéruðunum Alberta og Manitoba. Forsætisráðherrann Justin Trudeau sagði í yfirlýsingu sem hann birti á heimasíðu sinni í gær að kanadíska ríkisstjórnin hafi verið í beinu sambandi við leiðtoga James Smith Cree þjóðarinnar. Þá sagði hann að árásarmannirnir þyrftu að taka ábyrgð á gjörðum sínum og mikilvægt sé að þeir verði sóttir til saka. Please read my full statement on the attacks in Saskatchewan: https://t.co/YEYHR6utxo— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 5, 2022 Um eitt þúsund eru hluti af samfélagi James Smith Cree en þjóðin býr um sextíu kílómetra suðaustur af Prince Albert og í um 300 kílómetra fjarlægð norður af Regina. Tæplega 200 búa í bænum Weldon sem er um 25 kílómetra suðvestur af James Smith Cree og um 60 kílómetra suðaustur af Prince Albert. Búið er að koma upp nokkrum vegatálmum svo lögregla geti fylgst með hvort grunaðir árásarmenn verði á vegi þeirra. Talið er að mennirnir séu enn í Saskatchewan en talið er að til þeirra hafi sést í Reginu seint í gærkvöldi. Talið er a þeir ferðist um á svörtum NIssan Rogue. Ekkert bendi til þess að mennirnir hafi ráðist á nokkurn í nágrannahéruðum. Saskatchewan-hérað er um miðbik Kanada, milli Alberta og Manitoba.
Kanada Tengdar fréttir Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4. september 2022 22:33 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4. september 2022 22:33