Arnar Gunnlaugsson: Eyjamenn voru bara kraftmiklir Sverrir Mar Smárason skrifar 4. september 2022 17:13 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var eðlilega ekki ánægður með leik síns liðs gegn ÍBV í Bestu deildinni í dag en honum var þó létt að hafa náð inn jöfnunarmarki í uppbótartíma. „Við máttum bara þakka fyrir þetta stig. Vestmannaeyingar voru bara mjög flottir og sterkir og ég ætla ekkert að fara í að þeir hafi átt þetta stig skilið því við vorum lélegir því þeir voru bara góðir. Við vorum bara virkilega heppnir að sleppa lifandi frá þessum leik,“ sagði Arnar. ÍBV byrjaði leikinn mjög kraftmikið en á sama tíma virtust Víkingarnir eitthvað ekki rétt stilltir. „Ég held þú hittir naglann á höfuðið. Eyjamenn voru bara kraftmiklir. Oft þegar lið tapa leikjum þá er það afsökun að við vorum lélegir en þeir voru bara góðir. Við áttum engin svör við þeirra pressu, þeir neyddu okkur í mistök og unnu boltann. Eins og ég segi þá er ég bara virkilega ánægður með að fá þetta stig,“ sagði Arnar. Víkingar lentu 0-2 undir í leiknum en þegar þeir komu út í síðari hálfleikinn var staðan 1-2 og Víkingur manni fleiri. „Ég hefði viljað sjá mína menn færa boltann betur og vera bara klókari. Það var mjög vel gert hvernig ÍBV tók seinni hálfleikinn. Þeir gerðu það bara nákvæmlega eins og ég myndi gera. Ég ætla ekki að segja tefja en þeir gerðu þetta bara mjög vel. Við náðum engum takti. Eins og þú kannski heyrir þá vil ég frekar eyða tíma í að hrósa þeim heldur en að lasta okkur,“ sagði Arnar. Halldór Smári Sigurðsson kom inn í liðið í dag eftir að hafa verið frá í dágóðan tíma vegna meiðsla. Hann skoraði jöfnunarmarkið í lokin og Arnar er feginn að fá hann inn. „Já klárlega mikilvægt. Hann hefur farið bara undir radarinn. Er örugglega einn besti vinstri miðvörður í deildinni og við höfum saknað hans. Það var ekki planið að hann myndi spila heilan leik í dag því hann átti að spila hálfleik. Svo vorum við bara í veseni og sem betur fer vorum við einum fleiri og þetta reyndi kannski ekki eins mikið á hann varnarlega séð. Hann náði að þrauka heilan leik og bjargar stigi í restina,“ sagði Arnar og var svo spurður út í atvik á 12. mínútu þegar Halldór Smári togaði niður Alex Freyr í góðu færi og ÍBV vildi rautt spjald á hann. „Það átti mögulega rétt á sér. Það getur vel verið að þetta hafi verið aðeins of langt frá marki og ákveðnir leikmenn komnir í góða stöðu. Ég hefði örugglega ekki kvartað mikið ef hefði verið rekinn útaf og örugglega brjálaður ef ég hefði verið þjálfari ÍBV.“ Víkingar náðu ekki að sækja stigin þrjú í dag og með sigri á morgun getur Breiðablik komist 12 stigum yfir Víkinga sem munu þó eiga leik til góða. „Ég held að við þurfum bara að lifa af fram að landsleikjapásu. Þetta er búin að vera alveg gríðarleg törn og strákarnir búnir að sýna mikinn karakter. Við þurfum bara að fá hópinn heilann til baka. Eins og ég hef sagt áður, gefðu mér 3-5 stig (í Blika) þá eigum við möguleika en 6 stig plús er mjög erfitt. Svo veltur þetta á leiknum á morgun og ef Blikar vinna þá er þetta orðið mjög erfitt við verðum að vera heiðarlegir með það. Auðvitað gefumst við ekki upp. Fyrst og fremst þurfum við að fá hópinn okkar til baka, taka bikarúrslitaleikinn og sjá til hvað við getum fengið út úr þessum fimm leikjum sem eftir eru,“ sagði Arnar að lokum. Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Víkingur R.-ÍBV 2-2 | Halldór Smári bjargaði stigi fyrir meistarana Íslandsmeistarar Víkings misstigu sig í toppbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta er þeir fengu ÍBV í heimsókn í dag. Halldór Smári Sigurðsson jafnaði metin í blálokin eftir að ÍBV hafði komist 2-0 yfir snemma leiks. Eyjamenn misstu hins vegar markmann sinn af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik og náðu Víkingar að nýta sér það, þó ekki nægilega vel til að tryggja sér þrjú stig. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. september 2022 17:38 Logi heppinn að ekki fór verr: Sjáðu rauða spjaldið Markvörðurinn Jón Kristinn Elíasson fékk rautt spjald í sínum fyrsta leik í Bestu deild karla er ÍBV heimsótti Íslandsmeistara Víkings. Jón Kristinn hljóp af öllu afli inn í Loga Tómasson sem þurfti að yfirgefa völlinn í kjölfarið. 4. september 2022 16:25 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
„Við máttum bara þakka fyrir þetta stig. Vestmannaeyingar voru bara mjög flottir og sterkir og ég ætla ekkert að fara í að þeir hafi átt þetta stig skilið því við vorum lélegir því þeir voru bara góðir. Við vorum bara virkilega heppnir að sleppa lifandi frá þessum leik,“ sagði Arnar. ÍBV byrjaði leikinn mjög kraftmikið en á sama tíma virtust Víkingarnir eitthvað ekki rétt stilltir. „Ég held þú hittir naglann á höfuðið. Eyjamenn voru bara kraftmiklir. Oft þegar lið tapa leikjum þá er það afsökun að við vorum lélegir en þeir voru bara góðir. Við áttum engin svör við þeirra pressu, þeir neyddu okkur í mistök og unnu boltann. Eins og ég segi þá er ég bara virkilega ánægður með að fá þetta stig,“ sagði Arnar. Víkingar lentu 0-2 undir í leiknum en þegar þeir komu út í síðari hálfleikinn var staðan 1-2 og Víkingur manni fleiri. „Ég hefði viljað sjá mína menn færa boltann betur og vera bara klókari. Það var mjög vel gert hvernig ÍBV tók seinni hálfleikinn. Þeir gerðu það bara nákvæmlega eins og ég myndi gera. Ég ætla ekki að segja tefja en þeir gerðu þetta bara mjög vel. Við náðum engum takti. Eins og þú kannski heyrir þá vil ég frekar eyða tíma í að hrósa þeim heldur en að lasta okkur,“ sagði Arnar. Halldór Smári Sigurðsson kom inn í liðið í dag eftir að hafa verið frá í dágóðan tíma vegna meiðsla. Hann skoraði jöfnunarmarkið í lokin og Arnar er feginn að fá hann inn. „Já klárlega mikilvægt. Hann hefur farið bara undir radarinn. Er örugglega einn besti vinstri miðvörður í deildinni og við höfum saknað hans. Það var ekki planið að hann myndi spila heilan leik í dag því hann átti að spila hálfleik. Svo vorum við bara í veseni og sem betur fer vorum við einum fleiri og þetta reyndi kannski ekki eins mikið á hann varnarlega séð. Hann náði að þrauka heilan leik og bjargar stigi í restina,“ sagði Arnar og var svo spurður út í atvik á 12. mínútu þegar Halldór Smári togaði niður Alex Freyr í góðu færi og ÍBV vildi rautt spjald á hann. „Það átti mögulega rétt á sér. Það getur vel verið að þetta hafi verið aðeins of langt frá marki og ákveðnir leikmenn komnir í góða stöðu. Ég hefði örugglega ekki kvartað mikið ef hefði verið rekinn útaf og örugglega brjálaður ef ég hefði verið þjálfari ÍBV.“ Víkingar náðu ekki að sækja stigin þrjú í dag og með sigri á morgun getur Breiðablik komist 12 stigum yfir Víkinga sem munu þó eiga leik til góða. „Ég held að við þurfum bara að lifa af fram að landsleikjapásu. Þetta er búin að vera alveg gríðarleg törn og strákarnir búnir að sýna mikinn karakter. Við þurfum bara að fá hópinn heilann til baka. Eins og ég hef sagt áður, gefðu mér 3-5 stig (í Blika) þá eigum við möguleika en 6 stig plús er mjög erfitt. Svo veltur þetta á leiknum á morgun og ef Blikar vinna þá er þetta orðið mjög erfitt við verðum að vera heiðarlegir með það. Auðvitað gefumst við ekki upp. Fyrst og fremst þurfum við að fá hópinn okkar til baka, taka bikarúrslitaleikinn og sjá til hvað við getum fengið út úr þessum fimm leikjum sem eftir eru,“ sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Víkingur R.-ÍBV 2-2 | Halldór Smári bjargaði stigi fyrir meistarana Íslandsmeistarar Víkings misstigu sig í toppbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta er þeir fengu ÍBV í heimsókn í dag. Halldór Smári Sigurðsson jafnaði metin í blálokin eftir að ÍBV hafði komist 2-0 yfir snemma leiks. Eyjamenn misstu hins vegar markmann sinn af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik og náðu Víkingar að nýta sér það, þó ekki nægilega vel til að tryggja sér þrjú stig. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. september 2022 17:38 Logi heppinn að ekki fór verr: Sjáðu rauða spjaldið Markvörðurinn Jón Kristinn Elíasson fékk rautt spjald í sínum fyrsta leik í Bestu deild karla er ÍBV heimsótti Íslandsmeistara Víkings. Jón Kristinn hljóp af öllu afli inn í Loga Tómasson sem þurfti að yfirgefa völlinn í kjölfarið. 4. september 2022 16:25 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Víkingur R.-ÍBV 2-2 | Halldór Smári bjargaði stigi fyrir meistarana Íslandsmeistarar Víkings misstigu sig í toppbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta er þeir fengu ÍBV í heimsókn í dag. Halldór Smári Sigurðsson jafnaði metin í blálokin eftir að ÍBV hafði komist 2-0 yfir snemma leiks. Eyjamenn misstu hins vegar markmann sinn af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik og náðu Víkingar að nýta sér það, þó ekki nægilega vel til að tryggja sér þrjú stig. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. september 2022 17:38
Logi heppinn að ekki fór verr: Sjáðu rauða spjaldið Markvörðurinn Jón Kristinn Elíasson fékk rautt spjald í sínum fyrsta leik í Bestu deild karla er ÍBV heimsótti Íslandsmeistara Víkings. Jón Kristinn hljóp af öllu afli inn í Loga Tómasson sem þurfti að yfirgefa völlinn í kjölfarið. 4. september 2022 16:25