Umfjöllun: Valur-KA 37-29 | Hlíðarendapiltar unnu öruggan sigur í Meistarakeppni HSÍ Dagur Lárusson skrifar 3. september 2022 17:30 Meistarar meistaranna Vísir/Diego Handboltatímabilið hófst formlega þegar Valur og KA mættust í Meistarakeppni HSÍ að Hlíðarenda. Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu öruggan átta marka sigur, lokatölur 37-29. Bæði lið byrjuðu leikinn af miklum krafti og átti hvorugt liðið erfitt með að skora fyrstu mínúturnar en það var yfirleitt Valur sem var með eins marks forystu. Benedikt Óskar og Arnór Snær fóru mikinn í sóknarleik Vals og skoruðu megnið af mörkum liðsins á þessu tímabili. Þegar líða fór á hálfleikinn jókst forysta Vals jafnt og þétt en liðsmenn KA áttu erfitt með að ráða við hraðann leik Vals, rétt eins og flest lið á síðasta tímabili. Staðan í hálfleik var 21-15 fyrir Val. Í seinni hálfleiknum héldu liðsmenn Vals uppteknum hætti en Benedikt skoraði hvert markið á fætur öðru. Björgvin Páll varði einnig fleiri skot í seinni hálfleiknum en í þeim fyrri. KA náði að minnka forystu Vals í fjögur mörk í stöðunni 24-18 en komst þó aldrei nær en það. Valsmenn skoruðu nánast úr hverri einustu sókn og endaði leikurinn 37-29 og því átta marka sigur Vals staðreynd. Af hverju vann Valur? Sóknarleikur Vals var nánst fullkominn í þessum leik endaði skoraði liðið 37 mörk. Liðsmenn KA áttu virkilega erfitt með að ráða við hraðaupphlaupin. En fyrir utan það var virkilega mikill kraftur í Valsliðinu og áræðni, eflaust meiri heldur en hjá KA. Hverjir stóðu upp úr? Benedikt Óskar átti frábæran leik og skoraði ellefu mörk. Arnór Snær var einnig frábær í hægri skyttunni og skoraði sjö mörk og Stiven skoraði átta mörk. Hvað fór illa? Eins og áður hefur komið fram þá áttu liðsmenn KA erfitt með hraðann í liði Vals. Hvað gerist næst? Næsti leikur liðanna er í deildinni sem hefst á fimmtudaginn en þá mætir Valur Aftureldingu en KA mætir Haukum á Ásvöllum. Snorri Steinn Guðjónsson: Mjög sáttur ,,Ég er mjög sáttur, fín spilamennska og mér fannst við vera með kveikt á okkur alveg frá upphafi,” byrjaði Snorri Steinn, þjálfari Vals, að segja í viðtali eftir leik. ,,Ég átti auðvitað von á alvöru leik og hann var það. Mér fannst við vera beittir sóknarlega og ég var svosem ekkert óánægður með varnarleikinn en það vantaði stundum kannski aðeins upp á,” hélt Snorri áfram. Snorri sagðist þurfa að horfa á leikinn aftur til þess að finna eitthvað sérstakt sem þarf að bæta. ,,Já það er alveg örugglega eitthvað sem við þurfum að bæta, ég bara þarf að horfa á leikinn aftur. Það var auðvitað mikið af tæknifeilum og kannski heldur lélegum tæknifeilum sem við getum auðveldlega sleppt en eins og ég segi ég þarf að horfa aftur á þetta.” Jónatan Magnússon: Rosalega kaflaskipt ,,Þetta var rosalega kaflaskipt hjá okkur, það var margt gott í okkar leik en síðan var annað sem var alls ekki gott,” byrjaði Jónatan Magnússon, þjálfari KA, að segja í viðtali eftir leik. ,,Mér fannst við vera betri sóknarlega heldur en varnarlega, við vorum í miklum vandræðum í vörninni eins og sást því við fengum á okkur mikið af mörkum eftir seinni bylgju og hraða miðju. Við auðvitað lögðum ekki upp með því en það gekk illa að ráða við það,” hélt Jónatan áfram. Jónatan var sammála því að seinni bylgja Valsmanna hafi verið þeirra sterkasta vopn í leiknum. ,,Já klárlega, í þessum leik þá var hún það, hún gekk mjög vel upp hjá þeim og við náðum ekki að stöðva það og það var kannski það sem skildi á milli liðanna.” ,,Ég var einnig ósáttur með okkar sóknarleik þegar við vorum í yfirtölu, mér fannst við gera það illa allan leikinn og mér fannst við í rauninni vera betri þegar það var jafnt í liðum,” endaði Jónatan á að segja. Valur KA Handbolti Coca-Cola bikarinn
Handboltatímabilið hófst formlega þegar Valur og KA mættust í Meistarakeppni HSÍ að Hlíðarenda. Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu öruggan átta marka sigur, lokatölur 37-29. Bæði lið byrjuðu leikinn af miklum krafti og átti hvorugt liðið erfitt með að skora fyrstu mínúturnar en það var yfirleitt Valur sem var með eins marks forystu. Benedikt Óskar og Arnór Snær fóru mikinn í sóknarleik Vals og skoruðu megnið af mörkum liðsins á þessu tímabili. Þegar líða fór á hálfleikinn jókst forysta Vals jafnt og þétt en liðsmenn KA áttu erfitt með að ráða við hraðann leik Vals, rétt eins og flest lið á síðasta tímabili. Staðan í hálfleik var 21-15 fyrir Val. Í seinni hálfleiknum héldu liðsmenn Vals uppteknum hætti en Benedikt skoraði hvert markið á fætur öðru. Björgvin Páll varði einnig fleiri skot í seinni hálfleiknum en í þeim fyrri. KA náði að minnka forystu Vals í fjögur mörk í stöðunni 24-18 en komst þó aldrei nær en það. Valsmenn skoruðu nánast úr hverri einustu sókn og endaði leikurinn 37-29 og því átta marka sigur Vals staðreynd. Af hverju vann Valur? Sóknarleikur Vals var nánst fullkominn í þessum leik endaði skoraði liðið 37 mörk. Liðsmenn KA áttu virkilega erfitt með að ráða við hraðaupphlaupin. En fyrir utan það var virkilega mikill kraftur í Valsliðinu og áræðni, eflaust meiri heldur en hjá KA. Hverjir stóðu upp úr? Benedikt Óskar átti frábæran leik og skoraði ellefu mörk. Arnór Snær var einnig frábær í hægri skyttunni og skoraði sjö mörk og Stiven skoraði átta mörk. Hvað fór illa? Eins og áður hefur komið fram þá áttu liðsmenn KA erfitt með hraðann í liði Vals. Hvað gerist næst? Næsti leikur liðanna er í deildinni sem hefst á fimmtudaginn en þá mætir Valur Aftureldingu en KA mætir Haukum á Ásvöllum. Snorri Steinn Guðjónsson: Mjög sáttur ,,Ég er mjög sáttur, fín spilamennska og mér fannst við vera með kveikt á okkur alveg frá upphafi,” byrjaði Snorri Steinn, þjálfari Vals, að segja í viðtali eftir leik. ,,Ég átti auðvitað von á alvöru leik og hann var það. Mér fannst við vera beittir sóknarlega og ég var svosem ekkert óánægður með varnarleikinn en það vantaði stundum kannski aðeins upp á,” hélt Snorri áfram. Snorri sagðist þurfa að horfa á leikinn aftur til þess að finna eitthvað sérstakt sem þarf að bæta. ,,Já það er alveg örugglega eitthvað sem við þurfum að bæta, ég bara þarf að horfa á leikinn aftur. Það var auðvitað mikið af tæknifeilum og kannski heldur lélegum tæknifeilum sem við getum auðveldlega sleppt en eins og ég segi ég þarf að horfa aftur á þetta.” Jónatan Magnússon: Rosalega kaflaskipt ,,Þetta var rosalega kaflaskipt hjá okkur, það var margt gott í okkar leik en síðan var annað sem var alls ekki gott,” byrjaði Jónatan Magnússon, þjálfari KA, að segja í viðtali eftir leik. ,,Mér fannst við vera betri sóknarlega heldur en varnarlega, við vorum í miklum vandræðum í vörninni eins og sást því við fengum á okkur mikið af mörkum eftir seinni bylgju og hraða miðju. Við auðvitað lögðum ekki upp með því en það gekk illa að ráða við það,” hélt Jónatan áfram. Jónatan var sammála því að seinni bylgja Valsmanna hafi verið þeirra sterkasta vopn í leiknum. ,,Já klárlega, í þessum leik þá var hún það, hún gekk mjög vel upp hjá þeim og við náðum ekki að stöðva það og það var kannski það sem skildi á milli liðanna.” ,,Ég var einnig ósáttur með okkar sóknarleik þegar við vorum í yfirtölu, mér fannst við gera það illa allan leikinn og mér fannst við í rauninni vera betri þegar það var jafnt í liðum,” endaði Jónatan á að segja.