Juventus heldur áfram að gera jafntefli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2022 15:10 Úr leik dagsins. EPA-EFE/CLAUDIO GIOVANNINI Juventus gerði sitt þriðja jafntefli í fimm leikjum er liðið sótti Fiorentina heim í fyrsta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Lokatölur í dag 1-1 sem þýðir að Juventus hefur ekki enn tapað leik. Það vakti athygli að Dušan Vlahović, stormsenter Juventus, hóf leikinn dagsins á bekknum en maðurinn sem kom í hans stað kom gestunum yfir þegar strax á 9. mínútu eftir Arkadiusz Milik fyrirgjöf Filip Kostić. Heimamenn létu það ekki á sig fá og Cristian Kouame jafnaði metin tuttugu mínútum síðar. Það var svo undir lok fyrri hálfleiks þegar Fiorentina fékk vítaspyrnu. Luka Jović fór á punktinn en þrumaði boltanum í stöngina og staðan því 1-1 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Það gerðist lítið í síðari hálfleik og fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Juvetnus er því sem stendur í 4. sæti með 9 stig en heill haugur af liðum gæti farið upp fyrir lærisveina Max Allegri með sigri í dag eða á morgun. Fiorentina er í 10. sæti með sex stig. Ítalski boltinn Fótbolti
Juventus gerði sitt þriðja jafntefli í fimm leikjum er liðið sótti Fiorentina heim í fyrsta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Lokatölur í dag 1-1 sem þýðir að Juventus hefur ekki enn tapað leik. Það vakti athygli að Dušan Vlahović, stormsenter Juventus, hóf leikinn dagsins á bekknum en maðurinn sem kom í hans stað kom gestunum yfir þegar strax á 9. mínútu eftir Arkadiusz Milik fyrirgjöf Filip Kostić. Heimamenn létu það ekki á sig fá og Cristian Kouame jafnaði metin tuttugu mínútum síðar. Það var svo undir lok fyrri hálfleiks þegar Fiorentina fékk vítaspyrnu. Luka Jović fór á punktinn en þrumaði boltanum í stöngina og staðan því 1-1 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Það gerðist lítið í síðari hálfleik og fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Juvetnus er því sem stendur í 4. sæti með 9 stig en heill haugur af liðum gæti farið upp fyrir lærisveina Max Allegri með sigri í dag eða á morgun. Fiorentina er í 10. sæti með sex stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti