Lífið

Suður­afríska leik­konan Charlbi Dean er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Charlbi Dean á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí síðastliðinn.
Charlbi Dean á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí síðastliðinn. EPA

Suðurafríska leikkonan og fyrirsætan Charlbi Dean, sem fór meðal annars með hlutverk í verðlaunamyndinni Triangle of Sadness og sjónvarpsþáttaröðinni Black Lightning, er látin. Dean varð 32 ára.

Erlendir fjölmiðlar hafa eftir talsmönnum Dean að hún hafi látist á sjúkrahúsi eftir „bráð og óvænt veikindi“, án þess að tilgreina þau nánar.

Dean sló í gegn þegar hún lék á móti bandaríska stórleikaranum Woody Harrelson í myndinni Triange of Sadness sem vann Gullpálmann sem besta mynd á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr á árinu. Fór hún þar með hlutverk Yaya sem ásamt manni sínum var boðið um borð í ferð skemmtiferðaskips þar sem ýmislegt fer úrskeiðis, en myndin er í leikstjórn hins sænska Ruben Östlund.

Í þáttunum Black Lightning, sem byggðu á persónum DC Comics, fór Dean með hlutverk Syonide.

Dean ólst upp í Höfðaborg og hóf snemma feril sem fyrirsæta þar sem hún birtist meðal annars á forsíðum GQ og Elle. Hún hóf svo leiklistarferil sinn með hlutverk í myndinni Spud frá árinu 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×