Balotelli yfirgefur Birki og félaga Valur Páll Eiríksson skrifar 31. ágúst 2022 15:31 Balotelli var öflugur í Tyrklandi á síðustu leiktíð. Elif Ozturk Ozgoncu/Anadolu Agency via Getty Images Mario Balotelli verður ekki áfram liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Adana Demirspor í Tyrklandi. Hann er á leið til Sviss. Ferillinn hefur legið töluvert niður á við hjá hinum 32 ára gamla Balotelli sem var álitinn eitt mesta efni heims á sínum tíma. Hann vann þrjá ítalska meistaratitla með Inter fyrir tvítugt og var þá hluti af liði Manchester City sem vann ensku deildina árið 2012. City gafst upp á honum árið 2013, þegar hann var 23 ára, en þá hafði dregið undan frammistöðu hans innan vallar og umdeild atvik utan vallar ollu einnig vandræðum. Aðeins ári fyrr hafði hann verið stór hluti af árangri Ítala sem hlutu silfur á EM 2012. Hann átti eitt og hálft gott ár hjá AC Milan en fann sig aldrei hjá Liverpool sem hann samdi við sumarið 2014, þar sem hann skoraði aðeins eitt mark í 16 deildarleikjum. Hann hefur flakkað töluvert um síðan og á flestum stöðum staðið sig ágætlega í markaskorun. Hann hefur leikið með AC Milan, Nice og Marseille í Frakklandi, Brescia og Monza á Ítalíu og síðast Adana Demirspor í Tyrklandi hvar hann skoraði 18 deildarmörk í 33 leikjum á síðustu leiktíð, þar af fimm í síðasta leik tímabilsins. Hann er nú á leið til Sviss hvar hann mun leika með FC Sion. Liðið lenti í sjöunda sæti í svissnesku deildinni í fyrra og vonast eflaust eftir að Balotelli geti hjálpað liðinu að ná betri árangri í ár. Mario Balotelli has decided to join Swiss side FC Sion. Full agreement in place but still not signed he wants Sion as priority. It s over with Adana Demirspor. #transfersBeen told Mario Balotelli will undergo medical tests in the morning with Sion. pic.twitter.com/pYJmzuLtLL— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022 Tyrkneski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Ferillinn hefur legið töluvert niður á við hjá hinum 32 ára gamla Balotelli sem var álitinn eitt mesta efni heims á sínum tíma. Hann vann þrjá ítalska meistaratitla með Inter fyrir tvítugt og var þá hluti af liði Manchester City sem vann ensku deildina árið 2012. City gafst upp á honum árið 2013, þegar hann var 23 ára, en þá hafði dregið undan frammistöðu hans innan vallar og umdeild atvik utan vallar ollu einnig vandræðum. Aðeins ári fyrr hafði hann verið stór hluti af árangri Ítala sem hlutu silfur á EM 2012. Hann átti eitt og hálft gott ár hjá AC Milan en fann sig aldrei hjá Liverpool sem hann samdi við sumarið 2014, þar sem hann skoraði aðeins eitt mark í 16 deildarleikjum. Hann hefur flakkað töluvert um síðan og á flestum stöðum staðið sig ágætlega í markaskorun. Hann hefur leikið með AC Milan, Nice og Marseille í Frakklandi, Brescia og Monza á Ítalíu og síðast Adana Demirspor í Tyrklandi hvar hann skoraði 18 deildarmörk í 33 leikjum á síðustu leiktíð, þar af fimm í síðasta leik tímabilsins. Hann er nú á leið til Sviss hvar hann mun leika með FC Sion. Liðið lenti í sjöunda sæti í svissnesku deildinni í fyrra og vonast eflaust eftir að Balotelli geti hjálpað liðinu að ná betri árangri í ár. Mario Balotelli has decided to join Swiss side FC Sion. Full agreement in place but still not signed he wants Sion as priority. It s over with Adana Demirspor. #transfersBeen told Mario Balotelli will undergo medical tests in the morning with Sion. pic.twitter.com/pYJmzuLtLL— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022
Tyrkneski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira