Tillögur Þorsteins ekkert nema sýndarmennsku tilburðir Bjarki Sigurðsson skrifar 29. ágúst 2022 21:02 Jón Baldvin Hannibalsson, er fyrrverandi ráðherra og sendiherra Íslands. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir þingsályktunartillögur Þorsteins Pálssonar um að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna ekki hafa verið neitt nema sýndarmennsku tilburðir í innanlandspólitík. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, að hann hafi verið fyrstur íslenskra stjórnmálamanna til þess að leggja til að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Lettlands, Litáen og Eistlands. Tillögur hans hafi fengið dræm viðbrögð, meðal annars frá Jóni Baldvin, sem kláraði málið þó síðar. Þorsteinn lagði tvisvar fram tillögur um viðurkenningu sjálfstæði ríkjanna, fyrst í mars árið 1990 um að viðurkenna sjálfstæði Litáens og svo í október um að viðurkenna sjálfstæði allra ríkjanna þriggja. Á þessum tíma var Þorsteinn í stjórnarandstöðu en Jón Baldvin var utanríkisráðherra í samsteypustjórn Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins. Í tilkynningu sem Jón Baldvin sendi á fjölmiðla í kjölfar viðtalsins segir hann málið ekki hafa snúist um kapphlaup til að vera fyrstur að senda bréf um viðurkenningu Íslands á sjálfstæði ríkjanna. Hann segir að Eistar og Lettar hafi sjálfir ekki verið búnir að lýsa yfir sjálfstæði þegar tillaga Þorsteins var lögð fyrir Alþingi. Jón segir að viðurkenning Íslands án þess að aðrar þjóðir hafi fylgt í kjölfarið hefði ekki gagnast ríkjunum í baráttu sinni. Hann vill meina að Ísland hefði orðið að athlægi fyrir „sjálfsupphafna sýndarmennsku“ ef svo hefði orðið. „Málið snerist um allt annað: Að tala máli þeirra á alþjóðavettvangi, þar sem þeirra eigin raddir heyrðust ekki. Að andæfa yfirlýstri stefnu Vesturveldanna þess efnis að halda Sovétríkjunum saman í nafni friðar og stöðugleika. Það eitt og sér útilokaði stuðning við endurheimt sjálfstæði Eystrasaltsþjóða. Að boða aðra stefnu, einkum innan NATO, í samskiptum við Sovétríkin, um aukinn stuðning við lýðræðisöflin í Rússlandi, undir forystu Boris Yeltsin. Að taka frumkvæðið, þegar Gorbachev var steypt af stóli og stefna Vesturveldanna hafði beðið skipbrot, að viðurkenningu endurheimts sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða, í trausti þess, að aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið,“ segir Jón Jón segir þetta hafa gengið eftir þar sem þetta var byggt á annarri raunsærri greiningu á innanlandsástandi Sovétríkjanna sem þá voru nú þegar í tilvistarkreppu. „Þingsályktunartillögur Þorsteins Pálssonar á Alþingi voru bara sýndarmennsku tilburðir í innanlandspólitík og höfðu ekkert að gera með sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða,“ segir Jón. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lettland Eistland Litháen Alþingi Tengdar fréttir Jón Baldvin hunsaður og lítilsvirtur nú sem endranær Bryndís Schram rithöfundur og eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Jón Baldvin hafa verið hunsaðan og lítilsvirtan frá upphafi og nú sé sagan að endurtaka sig. 27. ágúst 2022 17:04 Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. 26. ágúst 2022 20:01 Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, að hann hafi verið fyrstur íslenskra stjórnmálamanna til þess að leggja til að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Lettlands, Litáen og Eistlands. Tillögur hans hafi fengið dræm viðbrögð, meðal annars frá Jóni Baldvin, sem kláraði málið þó síðar. Þorsteinn lagði tvisvar fram tillögur um viðurkenningu sjálfstæði ríkjanna, fyrst í mars árið 1990 um að viðurkenna sjálfstæði Litáens og svo í október um að viðurkenna sjálfstæði allra ríkjanna þriggja. Á þessum tíma var Þorsteinn í stjórnarandstöðu en Jón Baldvin var utanríkisráðherra í samsteypustjórn Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins. Í tilkynningu sem Jón Baldvin sendi á fjölmiðla í kjölfar viðtalsins segir hann málið ekki hafa snúist um kapphlaup til að vera fyrstur að senda bréf um viðurkenningu Íslands á sjálfstæði ríkjanna. Hann segir að Eistar og Lettar hafi sjálfir ekki verið búnir að lýsa yfir sjálfstæði þegar tillaga Þorsteins var lögð fyrir Alþingi. Jón segir að viðurkenning Íslands án þess að aðrar þjóðir hafi fylgt í kjölfarið hefði ekki gagnast ríkjunum í baráttu sinni. Hann vill meina að Ísland hefði orðið að athlægi fyrir „sjálfsupphafna sýndarmennsku“ ef svo hefði orðið. „Málið snerist um allt annað: Að tala máli þeirra á alþjóðavettvangi, þar sem þeirra eigin raddir heyrðust ekki. Að andæfa yfirlýstri stefnu Vesturveldanna þess efnis að halda Sovétríkjunum saman í nafni friðar og stöðugleika. Það eitt og sér útilokaði stuðning við endurheimt sjálfstæði Eystrasaltsþjóða. Að boða aðra stefnu, einkum innan NATO, í samskiptum við Sovétríkin, um aukinn stuðning við lýðræðisöflin í Rússlandi, undir forystu Boris Yeltsin. Að taka frumkvæðið, þegar Gorbachev var steypt af stóli og stefna Vesturveldanna hafði beðið skipbrot, að viðurkenningu endurheimts sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða, í trausti þess, að aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið,“ segir Jón Jón segir þetta hafa gengið eftir þar sem þetta var byggt á annarri raunsærri greiningu á innanlandsástandi Sovétríkjanna sem þá voru nú þegar í tilvistarkreppu. „Þingsályktunartillögur Þorsteins Pálssonar á Alþingi voru bara sýndarmennsku tilburðir í innanlandspólitík og höfðu ekkert að gera með sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða,“ segir Jón.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lettland Eistland Litháen Alþingi Tengdar fréttir Jón Baldvin hunsaður og lítilsvirtur nú sem endranær Bryndís Schram rithöfundur og eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Jón Baldvin hafa verið hunsaðan og lítilsvirtan frá upphafi og nú sé sagan að endurtaka sig. 27. ágúst 2022 17:04 Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. 26. ágúst 2022 20:01 Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Jón Baldvin hunsaður og lítilsvirtur nú sem endranær Bryndís Schram rithöfundur og eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Jón Baldvin hafa verið hunsaðan og lítilsvirtan frá upphafi og nú sé sagan að endurtaka sig. 27. ágúst 2022 17:04
Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. 26. ágúst 2022 20:01
Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32