Föst í erfiðum aðstæðum vegna skorts á úrræðum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. ágúst 2022 19:11 Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir mikla þörf fyrir fleiri vistunarúrræði. Vísir/Sigurjón Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. Meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð fjölgaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur talsvert en þær hafa síðustu þrjú árin verið um fimm þúsund á ári. Þá hefur mikil fjölgun orðið í tilkynningum um líkamlegt ofbeldi og kynferðisofbeldi gegn börnum. Málin sem koma til kasta Barnaverndar eru oft á tíðum flókin og í einhverjum tilfellum þarf að grípa til þess ráðs að vista börn utan heimila sinna en það gengur þó ekki alltaf upp. „Það er mikill skortur á úrræðum sérstaklega vistunarúrræðum fyrir börn. Það í raun og veru bara endurspeglast í gegnum allan skalann. Þörfin er alls staðar. Úrræðin okkar í barnaverndinni eru í raun og verunni orðin gömul og kannski lítið þróast á síðustu tíu til tuttugu árum. Við erum með sömu úrræði og sama fjölda plássa og við höfum verið með í fjölda ára. Við erum líka í miklum vanda með að fá fósturforeldra. Við erum í vanda með úrræði fyrir börn sem eru með alvarlegar hegðunar og geðraskanir,“ segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Þá segir hún dæmi þess að þau hafi viljað vista börn utan heimilis en það hafi ekki tekist vegna skorts á úrræðum. „Þörfin er mest, eins og við höfum verið að ræða, það er fyrir börn með fjölþættan vanda og með alvarlegan hegðunar og geðvanda það hvílir mjög þungt á okkur úrræðaleysi þar. En svo erum við líka komin í vanda í raun og veru með vistheimilin okkar og litlu börnin sem þar þurfa að komast inn. Nýting á okkar vistheimili er 130 til 150% sem að þýðir bara að það er sprungið. Það eru fleiri börn að öllu jöfnu þar inni heldur en pláss eru fyrir.“ Katrín segir að þegar ekki séu laus vistunarúrræði fyrir börn þá sé málum forgangsraðað eftir hættu og þörf og biðin því mislöng. „Til þess að koma börnum inn á vistheimili það eru kannski einhverjir dagar. Kannski vikur. Þau geta verið heima í aðstæðum sem við viljum helst ekki að þau séu í. Þá reynum við auðvitað bara að veita aðstoð með öðrum hætti. Við erum þá kannski að koma á heimilið á hverjum degi. Það kemur einhver stuðningur inn á heimilið við foreldrana og annað slíkt en við kunnum að meta það samt þannig að það sé þörf á því að barnið vistist utan heimilis en komust ekki í það.“ Barnavernd Réttindi barna Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð fjölgaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur talsvert en þær hafa síðustu þrjú árin verið um fimm þúsund á ári. Þá hefur mikil fjölgun orðið í tilkynningum um líkamlegt ofbeldi og kynferðisofbeldi gegn börnum. Málin sem koma til kasta Barnaverndar eru oft á tíðum flókin og í einhverjum tilfellum þarf að grípa til þess ráðs að vista börn utan heimila sinna en það gengur þó ekki alltaf upp. „Það er mikill skortur á úrræðum sérstaklega vistunarúrræðum fyrir börn. Það í raun og veru bara endurspeglast í gegnum allan skalann. Þörfin er alls staðar. Úrræðin okkar í barnaverndinni eru í raun og verunni orðin gömul og kannski lítið þróast á síðustu tíu til tuttugu árum. Við erum með sömu úrræði og sama fjölda plássa og við höfum verið með í fjölda ára. Við erum líka í miklum vanda með að fá fósturforeldra. Við erum í vanda með úrræði fyrir börn sem eru með alvarlegar hegðunar og geðraskanir,“ segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Þá segir hún dæmi þess að þau hafi viljað vista börn utan heimilis en það hafi ekki tekist vegna skorts á úrræðum. „Þörfin er mest, eins og við höfum verið að ræða, það er fyrir börn með fjölþættan vanda og með alvarlegan hegðunar og geðvanda það hvílir mjög þungt á okkur úrræðaleysi þar. En svo erum við líka komin í vanda í raun og veru með vistheimilin okkar og litlu börnin sem þar þurfa að komast inn. Nýting á okkar vistheimili er 130 til 150% sem að þýðir bara að það er sprungið. Það eru fleiri börn að öllu jöfnu þar inni heldur en pláss eru fyrir.“ Katrín segir að þegar ekki séu laus vistunarúrræði fyrir börn þá sé málum forgangsraðað eftir hættu og þörf og biðin því mislöng. „Til þess að koma börnum inn á vistheimili það eru kannski einhverjir dagar. Kannski vikur. Þau geta verið heima í aðstæðum sem við viljum helst ekki að þau séu í. Þá reynum við auðvitað bara að veita aðstoð með öðrum hætti. Við erum þá kannski að koma á heimilið á hverjum degi. Það kemur einhver stuðningur inn á heimilið við foreldrana og annað slíkt en við kunnum að meta það samt þannig að það sé þörf á því að barnið vistist utan heimilis en komust ekki í það.“
Barnavernd Réttindi barna Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira