Mané neitaði að vera með bjór á mynd Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2022 15:30 Leikmenn Bayern München stilltu sér upp í myndatöku í októberfestklæðnaði, flestir með bjór í hönd enda um sérstaka bjórhátíð að ræða. Twitter/@FCBayern Sadio Mané, nýjasta stjarna Bayern München, var annar tveggja leikmanna þýska knattspyrnuliðsins sem ekki héldu á bjórglasi í sérstakri októberfest-myndatöku félagsins. Mané er múslimi og í samræmi við trú hans þá drekkur hann ekki áfengi. Þess vegna var þessi þrítugi Senegali ekki með bjór í hönd eins og liðsfélagar hans í myndatökunni. Marokkóbúinn Noussair Mazraoui, sem einnig er íslamstrúar, var ekki heldur með bjór í myndatökunni. Aðrir leikmenn Bayern héldu hins vegar brosandi á stóru bjórglasi og voru allir leikmenn að sjálfsögðu í októberhátíðarklæðnaði. As a devoted Muslim, Sadio Mane chose not to hold a beer in Bayern Munich's traditional photoshoot pic.twitter.com/PAnQqF9I4I— ESPN FC (@ESPNFC) August 29, 2022 Októberfest er árleg bjórhátíð sem er haldin í München, heimaborg Bayern, sem reyndar hefur ekki verið haldin tvö síðustu ár vegna kórónuveirufaraldursins. Hátíðin verður hins vegar haldin í ár og fer fram dagana 17. september til 3. október. Mané hefur áður vakið athygli fyrir að sniðganga áfengi en hann bað Takumi Minamino, þáverandi liðsfélaga sinn hjá Liverpool, vinsamlegast um að leggja frá sér kampavínsflösku fyrr á þessu ári þegar þeir voru að fagna saman sigri Liverpool í enska deildabikarnum. Þegar Liverpool varð Englandsmeistari árið 2020 var kampavínið auk þess óáfengt sem leikmenn notuðu til að fagna titlinum á Anfield, af tilliti til Mané og Mohamed Salah sem sömuleiðis drekkur ekki áfengi. Fótbolti Þýski boltinn Áfengi og tóbak Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Í beinni: Newcastle United - Liverpool | Úrslitaleikur á Wembley Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Sjá meira
Mané er múslimi og í samræmi við trú hans þá drekkur hann ekki áfengi. Þess vegna var þessi þrítugi Senegali ekki með bjór í hönd eins og liðsfélagar hans í myndatökunni. Marokkóbúinn Noussair Mazraoui, sem einnig er íslamstrúar, var ekki heldur með bjór í myndatökunni. Aðrir leikmenn Bayern héldu hins vegar brosandi á stóru bjórglasi og voru allir leikmenn að sjálfsögðu í októberhátíðarklæðnaði. As a devoted Muslim, Sadio Mane chose not to hold a beer in Bayern Munich's traditional photoshoot pic.twitter.com/PAnQqF9I4I— ESPN FC (@ESPNFC) August 29, 2022 Októberfest er árleg bjórhátíð sem er haldin í München, heimaborg Bayern, sem reyndar hefur ekki verið haldin tvö síðustu ár vegna kórónuveirufaraldursins. Hátíðin verður hins vegar haldin í ár og fer fram dagana 17. september til 3. október. Mané hefur áður vakið athygli fyrir að sniðganga áfengi en hann bað Takumi Minamino, þáverandi liðsfélaga sinn hjá Liverpool, vinsamlegast um að leggja frá sér kampavínsflösku fyrr á þessu ári þegar þeir voru að fagna saman sigri Liverpool í enska deildabikarnum. Þegar Liverpool varð Englandsmeistari árið 2020 var kampavínið auk þess óáfengt sem leikmenn notuðu til að fagna titlinum á Anfield, af tilliti til Mané og Mohamed Salah sem sömuleiðis drekkur ekki áfengi.
Fótbolti Þýski boltinn Áfengi og tóbak Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Í beinni: Newcastle United - Liverpool | Úrslitaleikur á Wembley Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Sjá meira