Mikil samstaða í hópi fjallabrunara eftir slysið í Úlfarsfelli Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. ágúst 2022 13:33 Útsýni af Úlfarsfelli. Vísir/Vilhelm Sautján ára strákur sem slasaðist alvarlega í hjólreiðakeppni á laugardag undirgekkst aðgerð um helgina en hann hlaut áverka á baki. Meðstjórnandi Hjólreiðasambands Íslands segir viðbragð á staðnum hafa verið fumlaust en verkferlar við slíkum slysum verði til umræðu á næsta fundi sambandsins. Mikil samstaða sé í fámennum hóp þeirra sem keppa í fjallabruni og hugur allra hjá drengnum, sem er vel þekktur í þeirra heimi. Slysið varð þegar Kulda fjallabrunið svokallaða fór fram í Úlfarsfelli á laugardag en áverkarnir drengsins voru þannig að ekki var talið öruggt að flytja hann landleiðina á sjúkrahús. Þyrla Landhelgisgæslunnar var því kölluð út og flutti drenginn á Landspítalann skömmu síðar. Lögregla er nú með málið til skoðunar, líkt og venjan er þegar slys verða. Björgvin Tómasson, meðstjórnandi í stjórn Hjólreiðasambands Íslands, var á mótinu en sá þó ekki þegar slysið átti sér stað. Hann var í kjölfarið í sambandi við foreldra drengsins. „Hann fór í aðgerð þarna um kvöldið eða nóttina og er síðan bara að vinna úr því, ég þekki ekki meira hvernig fór þegar aðgerðin var að baki,“ segir Björgvin en foreldrarnir eru líkt og við var að búast slegnir og eru sjálfir að vinna úr áfallinu. Hvað viðbragð á staðnum varðar segir Björgvin að viðbragðið hafi verið mjög gott þó engir sérstakir verkferlar séu til staðar þegar upp kemur alvarlegt slys. Úr því verði þó bætt. „Það er klárt, þetta verður tekið upp á reglulegum fundum Hjólreiðasambandsins og þetta mál verður krufið. Við getum reynt að minnka hættuna á slysum en þarna er krafa um mikinn öryggisbúnað á keppendum og verkferlar verða örugglega settir niður á blað um hvað á að gera,“ segir hann. Hugur allra hjá drengnum Eftir slysið leituðu mótshaldarar í Hjólreiðafélagi Reykjavíkur til Rauða krossins en í fjölmiðlum var greint frá því að um 40 manns höfðu þegið áfallahjálp eftir að hafa orðið vitni að slysinu. Björgvin segir þetta ekki rétt, fáir hafi beinlínis orðið vitni að slysinu og einungis hafi verið um að ræða samstöðufund. „Þar voru foreldrar með keppendum og þetta var bara góður spjallfundur og niðurstaða Rauða krossins var að þetta væri samheldinn hópur. Þetta var bara gott spjall,“ segir hann. Slys sem þetta séu mjög sjaldgæf og því um mikið áfall að ræða. Hópur fjallabrunara sé fámennur en samstaða með drengnum sé þeim efst í huga. „Það er bara virkilega fallegt að allir eru með hugann hjá honum því að hann er vel þekktur í heimi fjallabrunara. Þetta er feykilega sterkur og öflugur hópur og alltaf allir boðnir og búnir að hjálpa hvor öðrum,“ segir Björgvin. Mosfellsbær Hjólreiðar Tengdar fréttir Fluttur með þyrlu eftir að hann slasaðist í hjólreiðakeppni Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan hjólreiðamann á sjúkrahús rétt eftir hádegi í dag. Maðurinn slasaðist í hjólreiðakeppni á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ. 27. ágúst 2022 14:52 Vitni að slysinu fengu áfallahjálp Vitni að hjólreiðaslysinu á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ í dag fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum. Maður slasaðist alvarlega í slysinu en hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús um hádegisbilið í dag. 27. ágúst 2022 19:34 Slasaði hjólreiðamaðurinn undirgekkst aðgerð í nótt Karlmaður sem slasaðist alvarlega í reiðhjólakeppni á Úlfarsfelli í gær fór í aðgerð í nótt og liggur enn á Landspítalanum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn á sjúkrahús í gær en talið var að áverkar mannsins væru þess eðlis að ekki væri öruggt að flytja hann með sjúkrabíl. 28. ágúst 2022 11:24 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Slysið varð þegar Kulda fjallabrunið svokallaða fór fram í Úlfarsfelli á laugardag en áverkarnir drengsins voru þannig að ekki var talið öruggt að flytja hann landleiðina á sjúkrahús. Þyrla Landhelgisgæslunnar var því kölluð út og flutti drenginn á Landspítalann skömmu síðar. Lögregla er nú með málið til skoðunar, líkt og venjan er þegar slys verða. Björgvin Tómasson, meðstjórnandi í stjórn Hjólreiðasambands Íslands, var á mótinu en sá þó ekki þegar slysið átti sér stað. Hann var í kjölfarið í sambandi við foreldra drengsins. „Hann fór í aðgerð þarna um kvöldið eða nóttina og er síðan bara að vinna úr því, ég þekki ekki meira hvernig fór þegar aðgerðin var að baki,“ segir Björgvin en foreldrarnir eru líkt og við var að búast slegnir og eru sjálfir að vinna úr áfallinu. Hvað viðbragð á staðnum varðar segir Björgvin að viðbragðið hafi verið mjög gott þó engir sérstakir verkferlar séu til staðar þegar upp kemur alvarlegt slys. Úr því verði þó bætt. „Það er klárt, þetta verður tekið upp á reglulegum fundum Hjólreiðasambandsins og þetta mál verður krufið. Við getum reynt að minnka hættuna á slysum en þarna er krafa um mikinn öryggisbúnað á keppendum og verkferlar verða örugglega settir niður á blað um hvað á að gera,“ segir hann. Hugur allra hjá drengnum Eftir slysið leituðu mótshaldarar í Hjólreiðafélagi Reykjavíkur til Rauða krossins en í fjölmiðlum var greint frá því að um 40 manns höfðu þegið áfallahjálp eftir að hafa orðið vitni að slysinu. Björgvin segir þetta ekki rétt, fáir hafi beinlínis orðið vitni að slysinu og einungis hafi verið um að ræða samstöðufund. „Þar voru foreldrar með keppendum og þetta var bara góður spjallfundur og niðurstaða Rauða krossins var að þetta væri samheldinn hópur. Þetta var bara gott spjall,“ segir hann. Slys sem þetta séu mjög sjaldgæf og því um mikið áfall að ræða. Hópur fjallabrunara sé fámennur en samstaða með drengnum sé þeim efst í huga. „Það er bara virkilega fallegt að allir eru með hugann hjá honum því að hann er vel þekktur í heimi fjallabrunara. Þetta er feykilega sterkur og öflugur hópur og alltaf allir boðnir og búnir að hjálpa hvor öðrum,“ segir Björgvin.
Mosfellsbær Hjólreiðar Tengdar fréttir Fluttur með þyrlu eftir að hann slasaðist í hjólreiðakeppni Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan hjólreiðamann á sjúkrahús rétt eftir hádegi í dag. Maðurinn slasaðist í hjólreiðakeppni á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ. 27. ágúst 2022 14:52 Vitni að slysinu fengu áfallahjálp Vitni að hjólreiðaslysinu á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ í dag fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum. Maður slasaðist alvarlega í slysinu en hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús um hádegisbilið í dag. 27. ágúst 2022 19:34 Slasaði hjólreiðamaðurinn undirgekkst aðgerð í nótt Karlmaður sem slasaðist alvarlega í reiðhjólakeppni á Úlfarsfelli í gær fór í aðgerð í nótt og liggur enn á Landspítalanum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn á sjúkrahús í gær en talið var að áverkar mannsins væru þess eðlis að ekki væri öruggt að flytja hann með sjúkrabíl. 28. ágúst 2022 11:24 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Fluttur með þyrlu eftir að hann slasaðist í hjólreiðakeppni Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan hjólreiðamann á sjúkrahús rétt eftir hádegi í dag. Maðurinn slasaðist í hjólreiðakeppni á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ. 27. ágúst 2022 14:52
Vitni að slysinu fengu áfallahjálp Vitni að hjólreiðaslysinu á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ í dag fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum. Maður slasaðist alvarlega í slysinu en hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús um hádegisbilið í dag. 27. ágúst 2022 19:34
Slasaði hjólreiðamaðurinn undirgekkst aðgerð í nótt Karlmaður sem slasaðist alvarlega í reiðhjólakeppni á Úlfarsfelli í gær fór í aðgerð í nótt og liggur enn á Landspítalanum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn á sjúkrahús í gær en talið var að áverkar mannsins væru þess eðlis að ekki væri öruggt að flytja hann með sjúkrabíl. 28. ágúst 2022 11:24