Spilaði síðast í efstu deild 2009 en varði víti gegn toppliðinu á sunnudag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2022 13:01 Atli Jónasson stóð vaktina í marki Leiknis á Kópavogsvelli. Vísir/Diego Atli Jónasson stóð óvænt í marki Leiknis Reykjavíkur er liðið heimsótti Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, á sunnudagskvöld. Toppliðið vann vissulega öruggan sigur en Atli, sem var að spila aðeins sinn annan leik í efstu deild, stóð sig með prýði og varði meðal annars vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni. Atli er uppalinn í KR og lék á sínum tíma 20 leiki með yngri landsliðum Íslands. Hans eini leikur í efstu deild kom er KR mætti Val í Frostaskjóli sumarið 2009. Unnu gestirnir frá Hlíðarenda 4-3 sigur og lék Atli ekki fleiri leiki í efstu deild, það er þangað til á sunnudagskvöld. Á ferli sínum hefur Atli spilað fyrir Hauka, Hvöt KFG, KV, Reyni Sandgerði, Smára og nú Leikni. Atli var lengst af hjá KV og átti stóran þátt í að liðið fór alla leið upp í næstefstu deild árið 2014. Þá var Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, þjálfari KV. Atli var í raun hættur og hafði ekkert spilað af viti síðan 2018 er Leiknir R. hafði samband síðasta vor og fékk hann til að vera hinum unga Viktori Frey Sigurðssyni til halds og traust. Atli sló til og hefur setið á bekknum í nær öllum leikjum liðsins í sumar. Viktor Freyr fékk hins vegar högg í sigurleiknum gegn KR og gat því ekki staðið vaktina er botnlið Bestu deildarinnar heimsótti toppliðið. Atli steig þá inn og lék sinn fyrsta leik í efstu deild frá árinu 2009. Atli kom engum vörnum við er Mikkel Qvist stangaði boltann í netið eftir rúmlega hálftíma og undir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu er Ísak Snær Þorvaldsson féll í teignum. Fyrirliðinn Höskuldur, sem er öllu jafna einkar öruggur á punktinum, var lesinn sem opin bók og staðan því aðeins 1-0 í hálfleik þökk sé Atla. Atli er búinn að lesa boltann svo rækilega að hann sést ekki á myndinni.Vísir/Diego Þarna er boltinn loks sjáanlegur en Atli sló hann til hliðar.Vísir/Diego Í síðari hálfleik gengu Blikar þó frá leiknum og unnu 4-0 sigur. Það verður þó seint hægt að kenna markverði Leiknis um hvernig fór. Eftir leikinn eru Blikar áfram á toppi Bestu deildarinnar en Leiknismenn sitja sem fastast á botni deildarinnar. Hinn reyndi markvörður gestanna fékk þó mikla ást á samfélagsmiðlinum Twitter sem og Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Stúkunni fóru yfir vörsluna. Sjá má það helsta af Twitter hér að neðan sem og vörsluna í spilaranum neðst í fréttinni. Blikar eru rosa góðir, Atli Jónasson er meistari og stuðningsmenn Leiknis voru geggjaðir í kvöld, líka eftir leik. Níu stiga leikur eftir viku. #fotboltinet pic.twitter.com/qbnktiCLIP— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) August 28, 2022 Atli Jónasson. Certified hood legend. — Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) August 28, 2022 Eðlilega er Atli Jónasar að verja víti í Bestu— Max Koala (@Maggihodd) August 28, 2022 Atli Jónasar mad respect bara— Freyr S.N. (@fs3786) August 28, 2022 Jújú Atli Jónasar er kóngurinn.— Andri Gunnarsson (@andrigunnars) August 28, 2022 Klippa: Besta deild karla: Atli ver víti Höskuldar Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15 „Færð það sem að þú gefur í þetta“ Breiðablik eru með 9 stiga forskot á toppnum er þeir unnu sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 22:30 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Atli er uppalinn í KR og lék á sínum tíma 20 leiki með yngri landsliðum Íslands. Hans eini leikur í efstu deild kom er KR mætti Val í Frostaskjóli sumarið 2009. Unnu gestirnir frá Hlíðarenda 4-3 sigur og lék Atli ekki fleiri leiki í efstu deild, það er þangað til á sunnudagskvöld. Á ferli sínum hefur Atli spilað fyrir Hauka, Hvöt KFG, KV, Reyni Sandgerði, Smára og nú Leikni. Atli var lengst af hjá KV og átti stóran þátt í að liðið fór alla leið upp í næstefstu deild árið 2014. Þá var Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, þjálfari KV. Atli var í raun hættur og hafði ekkert spilað af viti síðan 2018 er Leiknir R. hafði samband síðasta vor og fékk hann til að vera hinum unga Viktori Frey Sigurðssyni til halds og traust. Atli sló til og hefur setið á bekknum í nær öllum leikjum liðsins í sumar. Viktor Freyr fékk hins vegar högg í sigurleiknum gegn KR og gat því ekki staðið vaktina er botnlið Bestu deildarinnar heimsótti toppliðið. Atli steig þá inn og lék sinn fyrsta leik í efstu deild frá árinu 2009. Atli kom engum vörnum við er Mikkel Qvist stangaði boltann í netið eftir rúmlega hálftíma og undir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu er Ísak Snær Þorvaldsson féll í teignum. Fyrirliðinn Höskuldur, sem er öllu jafna einkar öruggur á punktinum, var lesinn sem opin bók og staðan því aðeins 1-0 í hálfleik þökk sé Atla. Atli er búinn að lesa boltann svo rækilega að hann sést ekki á myndinni.Vísir/Diego Þarna er boltinn loks sjáanlegur en Atli sló hann til hliðar.Vísir/Diego Í síðari hálfleik gengu Blikar þó frá leiknum og unnu 4-0 sigur. Það verður þó seint hægt að kenna markverði Leiknis um hvernig fór. Eftir leikinn eru Blikar áfram á toppi Bestu deildarinnar en Leiknismenn sitja sem fastast á botni deildarinnar. Hinn reyndi markvörður gestanna fékk þó mikla ást á samfélagsmiðlinum Twitter sem og Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Stúkunni fóru yfir vörsluna. Sjá má það helsta af Twitter hér að neðan sem og vörsluna í spilaranum neðst í fréttinni. Blikar eru rosa góðir, Atli Jónasson er meistari og stuðningsmenn Leiknis voru geggjaðir í kvöld, líka eftir leik. Níu stiga leikur eftir viku. #fotboltinet pic.twitter.com/qbnktiCLIP— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) August 28, 2022 Atli Jónasson. Certified hood legend. — Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) August 28, 2022 Eðlilega er Atli Jónasar að verja víti í Bestu— Max Koala (@Maggihodd) August 28, 2022 Atli Jónasar mad respect bara— Freyr S.N. (@fs3786) August 28, 2022 Jújú Atli Jónasar er kóngurinn.— Andri Gunnarsson (@andrigunnars) August 28, 2022 Klippa: Besta deild karla: Atli ver víti Höskuldar
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15 „Færð það sem að þú gefur í þetta“ Breiðablik eru með 9 stiga forskot á toppnum er þeir unnu sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 22:30 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15
„Færð það sem að þú gefur í þetta“ Breiðablik eru með 9 stiga forskot á toppnum er þeir unnu sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 22:30