Kolefnisjöfnun er mikilvæg en það þarf að standa rétt að henni Haukur Logi Jóhannsson, Guðmundur Sigbergsson, og Gunnar S. Magnússon skrifa 29. ágúst 2022 10:00 Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga. Flest okkar vilja gera okkar besta til þess að tryggja framtíðarkynslóðum þessa lands bærileg búsetuskilyrði sem og heimsins alls. Kolefnisjöfnun er þó mun flóknara fyrirbæri en margur heldur. Sú aðgerð að planta fjölda trjáa og ná þannig fram bindingu á ákveðinni losun er ekki kolefnisjöfnun. Að planta trjám er góðra gjalda vert og hvetja höfundar til þess að þeirri iðju verði haldið áfram. En yfirlýsing um kolefnisjöfnun getur ekki fylgt þeirri einföldu aðgerð. Fram til þessa hefur ekki verið unnt að styðjast við viðmið um kolefnisjöfnun og þó hún hafi verið skilgreind í lögum um loftslagsmál hefur vantað tæknilegar útfærslur hennar. Fólk ruglar henni einnig oft saman við kolefnishlutleysi sem er annað hugtak í þessum efnum og alls ekki það sama. Þetta er nefnilega býsna flókið og skiljanlegt að fólk klóri sér í hausnum yfir þessu og taki yfirlýsingum af varúð. Boð um að kolefnisjafna flugferð eða eldsneytiskaup eru varlega áætlað, varhugaverð. Höfundar gera ekki lítið úr þeirri viðleitni að bjóða upp á mótvægisaðgerðir við útblæstri en að kalla það, eitt og sér, kolefnisjöfnun er ekki rétt. Þegar við fljúgum út í heim eða keyrum bílana okkar þá getum við í besta falli stutt við aðgerðir í loftslagsmálum með því t.d. að styrkja skógrækt eða við endurheimt votlendis. Það er mjög jákvætt að við höfum tækifæri til þess en það er allt og sumt. Það hefur engin jöfnun átt sér stað og líkt og höfundar vilja vekja athygli á með þessari grein, þá er kolefnisjöfnun mun flóknara verk. Tökum dæmi. Fyrirtæki A vill kolefnisjafna sinn rekstur. Loftslagsverkefni B stundar skógrækt. Fyrirtæki A vill skipta við fyrirtæki B til að kolefnisjafna sig. Til þess að fyrirtæki A stundi trúverðuga kolefnisjöfnun þarf það að uppfylla og fylgja ákveðnum kröfum og viðmiðum. Það fyrsta sem fyrirtæki A þarf að gera er að koma á fót trúverðugri loftslagsstefnu, reikna út sína losun, setja sér markmið um samdrátt í losun og aðgerðir til að ná þeim markmiðum innan ákveðins tímaramma (aðgerðaráætlun). Þegar áætlun liggur fyrir er hægt að styðja við aðgerðir í loftslagsmálum með kaupum á vottuðum kolefniseiningum af loftslagsverkefni B til þess að bæta fyrir þá losun sem ekki er hægt að koma í veg fyrir. Til að klára ferlið, þá þarf að lokum að skýra frá aðgerðum fyrirtækisins með gagnsærri og trúverðugri skýrslugjöf. Þetta er ferli fyrirtækis A í sinni einföldustu mynd til kolefnisjöfnunar. Fyrirtæki A þarf til viðbótar að fá óháðan aðila, s.s. endurskoðenda, til að staðfesta að mælingar hafi verið rétt framkvæmdar og að aðrar kröfur og viðmið hafi verið uppfyllt með fullnægjandi hætti. Til þess að þessi vegferð fyrirtækis A heppnist þarf loftslagsverkefni B einnig að vera með allt sitt í góðum farvegi. Eftirfarandi atriði þurfa að vera til staðar: skjalfest lýsing á loftslagsverkefninu og hvernig það stuðlar að því að draga úr losun eða bindingu upplýsingar um hvernig á að haga mælingum á þeirri bindingu sem á sér stað sækja þarf vottun á allt ferlið frá til þess bærum og faggiltum vottunaraðila skrá þarf vottaðar kolefniseiningar (virkar eða í bið) í miðlægan skráningargrunn til að koma í veg fyrir tvítalningu þar sem hver kolefniseining fær einstakt raðnúmer. Þá fyrst er hægt að selja kolefniseiningar til fyrirtækis A í þeim tilgangi að kolefnisjafna rekstur þess. Ítrekað er að þetta er mjög einföld mynd af viðmiðum sem þarf að uppfylla til þess að hægt sé að treysta því með óyggjandi hætti að það sem selt er sé raunverulega til. Þessu fylgir auðvitað skýrslugjöf og talsverð vinna sem er ekki síður nauðsynleg til að tryggja raunverulegan árangur. Á skýringarmynd sjást ferli kolefnisjöfnunar og framleiðslu kolefniseininga. Séu þessir hlutir í lagi hjá bæði fyrirtæki A og loftslagsverkefni B, er fyrst hægt að tala um að yfirlýsingar um kolefnisjöfnun séu sannar og raunverulegar. Vandamálið á Íslandi er þó, að ekkert loftslagsverkefni hefur farið í gegnum vottunarferli hér á landi, enn sem komið er. Því eru engar vottaðar íslenskar kolefniseiningar í boði, ennþá. Líkur eru á að breytingar séu að verða á þeim markaði því - nokkur verkefni, sem hafa hlotið forskráningu í loftslagskrá, eru nú í vottunarferli og vottaðar íslenskar kolefniseiningar eru því á leið á markað. Þá er unnið að mörgum spennandi lausnum sem hæglega gætu orðið að loftslagsverkefnum og endað sem útgefnar vottaðar kolefniseiningar. Undanfarið ár hefur ítarleg vinna verið unnin á vettvangi Staðlaráðs Íslands þar sem helstu sérfræðingar og hagsmunaaðilar í þessum geira hafa komið sér saman um kerfi til að unnt sé að sannreyna kolefnisjöfnun. Um tímamótavinnu er að ræða sem vakið hefur athygli út fyrir landssteinana. Ekki er um séríslenskt fyrirbæri að ræða heldur er byggt á alþjóðlegum viðmiðum og kröfum sem stór verkefni erlendis hafa stuðst við auk viðurkennds, alþjóðlegs ISO staðals. Staðlaráð Íslands mun gefa afrakstur vinnunnar út sem tækniforskrift á komandi vikum. Skjalið er viðbót við ISO 14064 staðalinn sem fjallar um kröfur til fyrirtækja og stofnana um loftslagsbókhald og svo kröfur til loftslagsverkefna. Nauðsynlegt var að gera þessa viðbót í formi tækniforskriftar til þess að styðja við uppbyggingu trúverðugs kolefnismarkaðar. Fyrirtæki og loftslagsverkefni munu nú geta fylgt stöðluðum kröfum og viðmiðum til að kolefnisjafna sinn rekstur með trúverðuglegum hætti og/eða framleiða raunverulegar og vottaðar kolefniseiningar sem uppfylla alþjóðlegar kröfur og hægt er að selja. Með því má fjármagna fleiri nauðsynlegar aðgerðir í loftslagsmálum með einkaframtaki. Það er ljóst að þessari tækniforskrift mun fylgja aukinn trúverðugleiki og gagnsæi sem breytir landslaginu í loftslagsmála. Áhrif hennar verða minnkandi kolefnislosun frá íslensku atvinnulífi og aukin binding sem mun styðja við loftslagsmarkmið íslenskra stjórnvalda og Parísarsamningsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráðu. Þá mun tækniforskriftin leggja grunn að nýrri atvinnugrein á Íslandi í formi fjölbreyttra kolefnisverkefna, jafnvel til útflutnings, og munu greinarhöfundar fjalla um það í annarri grein. Höfundar eru meðlimir í stýrihópi Staðlaráðs um tækniforskrift fyrir kolefnisjöfnun Haukur Logi Jóhannsson, verkefnastjóri Staðlaráð Íslands Guðmundur Sigbergsson, framkvæmdastjóri Loftslagsskrár Íslands Gunnar S. Magnússon, meðeigandi og yfirmaður sjálfbærni og loftslagsmála hjá Deloitte Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Haukur Logi Jóhannsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga. Flest okkar vilja gera okkar besta til þess að tryggja framtíðarkynslóðum þessa lands bærileg búsetuskilyrði sem og heimsins alls. Kolefnisjöfnun er þó mun flóknara fyrirbæri en margur heldur. Sú aðgerð að planta fjölda trjáa og ná þannig fram bindingu á ákveðinni losun er ekki kolefnisjöfnun. Að planta trjám er góðra gjalda vert og hvetja höfundar til þess að þeirri iðju verði haldið áfram. En yfirlýsing um kolefnisjöfnun getur ekki fylgt þeirri einföldu aðgerð. Fram til þessa hefur ekki verið unnt að styðjast við viðmið um kolefnisjöfnun og þó hún hafi verið skilgreind í lögum um loftslagsmál hefur vantað tæknilegar útfærslur hennar. Fólk ruglar henni einnig oft saman við kolefnishlutleysi sem er annað hugtak í þessum efnum og alls ekki það sama. Þetta er nefnilega býsna flókið og skiljanlegt að fólk klóri sér í hausnum yfir þessu og taki yfirlýsingum af varúð. Boð um að kolefnisjafna flugferð eða eldsneytiskaup eru varlega áætlað, varhugaverð. Höfundar gera ekki lítið úr þeirri viðleitni að bjóða upp á mótvægisaðgerðir við útblæstri en að kalla það, eitt og sér, kolefnisjöfnun er ekki rétt. Þegar við fljúgum út í heim eða keyrum bílana okkar þá getum við í besta falli stutt við aðgerðir í loftslagsmálum með því t.d. að styrkja skógrækt eða við endurheimt votlendis. Það er mjög jákvætt að við höfum tækifæri til þess en það er allt og sumt. Það hefur engin jöfnun átt sér stað og líkt og höfundar vilja vekja athygli á með þessari grein, þá er kolefnisjöfnun mun flóknara verk. Tökum dæmi. Fyrirtæki A vill kolefnisjafna sinn rekstur. Loftslagsverkefni B stundar skógrækt. Fyrirtæki A vill skipta við fyrirtæki B til að kolefnisjafna sig. Til þess að fyrirtæki A stundi trúverðuga kolefnisjöfnun þarf það að uppfylla og fylgja ákveðnum kröfum og viðmiðum. Það fyrsta sem fyrirtæki A þarf að gera er að koma á fót trúverðugri loftslagsstefnu, reikna út sína losun, setja sér markmið um samdrátt í losun og aðgerðir til að ná þeim markmiðum innan ákveðins tímaramma (aðgerðaráætlun). Þegar áætlun liggur fyrir er hægt að styðja við aðgerðir í loftslagsmálum með kaupum á vottuðum kolefniseiningum af loftslagsverkefni B til þess að bæta fyrir þá losun sem ekki er hægt að koma í veg fyrir. Til að klára ferlið, þá þarf að lokum að skýra frá aðgerðum fyrirtækisins með gagnsærri og trúverðugri skýrslugjöf. Þetta er ferli fyrirtækis A í sinni einföldustu mynd til kolefnisjöfnunar. Fyrirtæki A þarf til viðbótar að fá óháðan aðila, s.s. endurskoðenda, til að staðfesta að mælingar hafi verið rétt framkvæmdar og að aðrar kröfur og viðmið hafi verið uppfyllt með fullnægjandi hætti. Til þess að þessi vegferð fyrirtækis A heppnist þarf loftslagsverkefni B einnig að vera með allt sitt í góðum farvegi. Eftirfarandi atriði þurfa að vera til staðar: skjalfest lýsing á loftslagsverkefninu og hvernig það stuðlar að því að draga úr losun eða bindingu upplýsingar um hvernig á að haga mælingum á þeirri bindingu sem á sér stað sækja þarf vottun á allt ferlið frá til þess bærum og faggiltum vottunaraðila skrá þarf vottaðar kolefniseiningar (virkar eða í bið) í miðlægan skráningargrunn til að koma í veg fyrir tvítalningu þar sem hver kolefniseining fær einstakt raðnúmer. Þá fyrst er hægt að selja kolefniseiningar til fyrirtækis A í þeim tilgangi að kolefnisjafna rekstur þess. Ítrekað er að þetta er mjög einföld mynd af viðmiðum sem þarf að uppfylla til þess að hægt sé að treysta því með óyggjandi hætti að það sem selt er sé raunverulega til. Þessu fylgir auðvitað skýrslugjöf og talsverð vinna sem er ekki síður nauðsynleg til að tryggja raunverulegan árangur. Á skýringarmynd sjást ferli kolefnisjöfnunar og framleiðslu kolefniseininga. Séu þessir hlutir í lagi hjá bæði fyrirtæki A og loftslagsverkefni B, er fyrst hægt að tala um að yfirlýsingar um kolefnisjöfnun séu sannar og raunverulegar. Vandamálið á Íslandi er þó, að ekkert loftslagsverkefni hefur farið í gegnum vottunarferli hér á landi, enn sem komið er. Því eru engar vottaðar íslenskar kolefniseiningar í boði, ennþá. Líkur eru á að breytingar séu að verða á þeim markaði því - nokkur verkefni, sem hafa hlotið forskráningu í loftslagskrá, eru nú í vottunarferli og vottaðar íslenskar kolefniseiningar eru því á leið á markað. Þá er unnið að mörgum spennandi lausnum sem hæglega gætu orðið að loftslagsverkefnum og endað sem útgefnar vottaðar kolefniseiningar. Undanfarið ár hefur ítarleg vinna verið unnin á vettvangi Staðlaráðs Íslands þar sem helstu sérfræðingar og hagsmunaaðilar í þessum geira hafa komið sér saman um kerfi til að unnt sé að sannreyna kolefnisjöfnun. Um tímamótavinnu er að ræða sem vakið hefur athygli út fyrir landssteinana. Ekki er um séríslenskt fyrirbæri að ræða heldur er byggt á alþjóðlegum viðmiðum og kröfum sem stór verkefni erlendis hafa stuðst við auk viðurkennds, alþjóðlegs ISO staðals. Staðlaráð Íslands mun gefa afrakstur vinnunnar út sem tækniforskrift á komandi vikum. Skjalið er viðbót við ISO 14064 staðalinn sem fjallar um kröfur til fyrirtækja og stofnana um loftslagsbókhald og svo kröfur til loftslagsverkefna. Nauðsynlegt var að gera þessa viðbót í formi tækniforskriftar til þess að styðja við uppbyggingu trúverðugs kolefnismarkaðar. Fyrirtæki og loftslagsverkefni munu nú geta fylgt stöðluðum kröfum og viðmiðum til að kolefnisjafna sinn rekstur með trúverðuglegum hætti og/eða framleiða raunverulegar og vottaðar kolefniseiningar sem uppfylla alþjóðlegar kröfur og hægt er að selja. Með því má fjármagna fleiri nauðsynlegar aðgerðir í loftslagsmálum með einkaframtaki. Það er ljóst að þessari tækniforskrift mun fylgja aukinn trúverðugleiki og gagnsæi sem breytir landslaginu í loftslagsmála. Áhrif hennar verða minnkandi kolefnislosun frá íslensku atvinnulífi og aukin binding sem mun styðja við loftslagsmarkmið íslenskra stjórnvalda og Parísarsamningsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráðu. Þá mun tækniforskriftin leggja grunn að nýrri atvinnugrein á Íslandi í formi fjölbreyttra kolefnisverkefna, jafnvel til útflutnings, og munu greinarhöfundar fjalla um það í annarri grein. Höfundar eru meðlimir í stýrihópi Staðlaráðs um tækniforskrift fyrir kolefnisjöfnun Haukur Logi Jóhannsson, verkefnastjóri Staðlaráð Íslands Guðmundur Sigbergsson, framkvæmdastjóri Loftslagsskrár Íslands Gunnar S. Magnússon, meðeigandi og yfirmaður sjálfbærni og loftslagsmála hjá Deloitte
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun