Innlent

Fluttur með þyrlu eftir að hann slasaðist í hjól­reiða­keppni

Kristín Ólafsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa
Hjólreiðakeppnin fer fram á Úlfarsfelli.
Hjólreiðakeppnin fer fram á Úlfarsfelli. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan hjólreiðamann á sjúkrahús rétt eftir hádegi í dag. Maðurinn slasaðist í hjólreiðakeppni á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að áverkar mannsins hafi verið þannig að ekki var talið öruggt að flytja hann landleiðina á sjúkrahús. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan mannsins en þyrlan lenti með hann við Landspítalann í Fossvogi laust fyrir klukkan 13.

Umrædd hjólreiðakeppni við Úlfarsfell er á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur og hófst klukkan 11 í morgun. Bjarni Már Svavarson, formaður Hjólreiðasambands Íslands, staðfestir að um hafi verið að ræða alvarlegt slys en segist ekki vita meira um málið. Mótstjóri mótsins vildi ekki veita upplýsingar um slysið þegar eftir því var leitað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×