Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 20:01 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands brosir til Egils Levits, forseta Lettlands. utanríkisráðuneytið/Sigurjón Ragnar. Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. Í dag var þess minnst að þrjátíu og eitt ár er liðið síðan þáverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, bauð utanríkisráðherrum Eystrarsaltsríkjanna í Höfða til að undirrita samninga um endurnýjað stjórnmálasamband. Í Höfða í morgun var blásið til hátíðarsamkomu til að minnast atburðarins. Ræður forsetanna voru tilfinningaþrungnar enda um að ræða tíma þar sem ríkin losnuðu undan ánauð Sovétríkjanna. Urmas Reinsalu, utanríkisráðherra Eistlands,segir að hvert einasta mannsbarn Eystrasaltsríkjanna þekki framlag Íslendinga til sjálfstæðisbaráttu Eistlands, Lettlands og Litháens. „Við verðum ævinlega þakklát, um komandi aldir, fyrir þetta hugrekki litla Íslands og fólkið sem reyndist vera risar í ljósi sögunnar.“ Urmas Reinsalu vildi koma á framfæri djúpstæðu þakklæti til Íslensku þjóðarinnar. Hann sagði að hvert einasta mannsbarn í Eistlandi, Lettlandi og Litháen vissi um þátt Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni.Vísir/Ívar Egils Levits, forseti Lettlands, sagði þá að áfanginn fyrir rúmum þremur áratugum síðar hefði verið stór stund í lífi Letta en að hún hefði líka þýðingu fyrir Íslendinga. „Ísland breytti gangi sögunnar. Það er ekki á hverjum degi sem lítið land getur breytt gangi sögunnar.“ Á þessum tíma var Levits ráðgjafi þáverandi utanríkisráðherra landsins og man eftir þessu augnabliki eins og það hefði gerst í gær. Forseti Lettlands man afar vel eftir deginum örlagaríka fyrir þrjátíu og einu ári.Vísir/Ívar „Ég var viðstaddur þegar símbréfið kom frá Reykjavík og þetta var auðvitað mjög tilfinningaþrungin stund. Strax á eftir fylgdu fleiri símbréf en það fyrsta var íslenskt.“ Eystrasaltsríkin hafa undanfarið losað sig við ýmsa minnisvarða sem stóðu til heiðurs sovéskum hersveitum. Eftir innrás Rússa í Úkraínu vildu þau ekkert með þá hafa. „Svona hegðun, svona yfirgang gegn öðrum ríkjum líðum við ekki.“ Eistland Lettland Litháen Innrás Rússa í Úkraínu Sovétríkin Kalda stríðið Tengdar fréttir Forseti Lettlands: Ísland breytti sögunni Í Höfða var þess minnst með hátíðarsamkomu að þennan dag árið 1991 var skrifað undir yfirlýsingar um stjórnmálasamband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen og var sjálfstæði þeirra viðurkennt. 26. ágúst 2022 14:42 Forsetar og fylgdarlið á fleygiferð um höfuðborgarsvæðið Lögregluþjónar á mótorhjólum hafa sést víða á höfuðborgarsvæðinu í dag í fylgd rúta og annarra bíla. Götum hefur verið lokað um stuttan tíma og hafa margir borgarbúar orðið varir við umferðina. 25. ágúst 2022 20:08 Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24. ágúst 2022 09:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Í dag var þess minnst að þrjátíu og eitt ár er liðið síðan þáverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, bauð utanríkisráðherrum Eystrarsaltsríkjanna í Höfða til að undirrita samninga um endurnýjað stjórnmálasamband. Í Höfða í morgun var blásið til hátíðarsamkomu til að minnast atburðarins. Ræður forsetanna voru tilfinningaþrungnar enda um að ræða tíma þar sem ríkin losnuðu undan ánauð Sovétríkjanna. Urmas Reinsalu, utanríkisráðherra Eistlands,segir að hvert einasta mannsbarn Eystrasaltsríkjanna þekki framlag Íslendinga til sjálfstæðisbaráttu Eistlands, Lettlands og Litháens. „Við verðum ævinlega þakklát, um komandi aldir, fyrir þetta hugrekki litla Íslands og fólkið sem reyndist vera risar í ljósi sögunnar.“ Urmas Reinsalu vildi koma á framfæri djúpstæðu þakklæti til Íslensku þjóðarinnar. Hann sagði að hvert einasta mannsbarn í Eistlandi, Lettlandi og Litháen vissi um þátt Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni.Vísir/Ívar Egils Levits, forseti Lettlands, sagði þá að áfanginn fyrir rúmum þremur áratugum síðar hefði verið stór stund í lífi Letta en að hún hefði líka þýðingu fyrir Íslendinga. „Ísland breytti gangi sögunnar. Það er ekki á hverjum degi sem lítið land getur breytt gangi sögunnar.“ Á þessum tíma var Levits ráðgjafi þáverandi utanríkisráðherra landsins og man eftir þessu augnabliki eins og það hefði gerst í gær. Forseti Lettlands man afar vel eftir deginum örlagaríka fyrir þrjátíu og einu ári.Vísir/Ívar „Ég var viðstaddur þegar símbréfið kom frá Reykjavík og þetta var auðvitað mjög tilfinningaþrungin stund. Strax á eftir fylgdu fleiri símbréf en það fyrsta var íslenskt.“ Eystrasaltsríkin hafa undanfarið losað sig við ýmsa minnisvarða sem stóðu til heiðurs sovéskum hersveitum. Eftir innrás Rússa í Úkraínu vildu þau ekkert með þá hafa. „Svona hegðun, svona yfirgang gegn öðrum ríkjum líðum við ekki.“
Eistland Lettland Litháen Innrás Rússa í Úkraínu Sovétríkin Kalda stríðið Tengdar fréttir Forseti Lettlands: Ísland breytti sögunni Í Höfða var þess minnst með hátíðarsamkomu að þennan dag árið 1991 var skrifað undir yfirlýsingar um stjórnmálasamband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen og var sjálfstæði þeirra viðurkennt. 26. ágúst 2022 14:42 Forsetar og fylgdarlið á fleygiferð um höfuðborgarsvæðið Lögregluþjónar á mótorhjólum hafa sést víða á höfuðborgarsvæðinu í dag í fylgd rúta og annarra bíla. Götum hefur verið lokað um stuttan tíma og hafa margir borgarbúar orðið varir við umferðina. 25. ágúst 2022 20:08 Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24. ágúst 2022 09:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Forseti Lettlands: Ísland breytti sögunni Í Höfða var þess minnst með hátíðarsamkomu að þennan dag árið 1991 var skrifað undir yfirlýsingar um stjórnmálasamband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen og var sjálfstæði þeirra viðurkennt. 26. ágúst 2022 14:42
Forsetar og fylgdarlið á fleygiferð um höfuðborgarsvæðið Lögregluþjónar á mótorhjólum hafa sést víða á höfuðborgarsvæðinu í dag í fylgd rúta og annarra bíla. Götum hefur verið lokað um stuttan tíma og hafa margir borgarbúar orðið varir við umferðina. 25. ágúst 2022 20:08
Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24. ágúst 2022 09:30