Hótar að hætta ef Diego Costa verður keyptur Valur Páll Eiríksson skrifar 26. ágúst 2022 12:30 Diego Costa kann að vera á leið til Spánar á ný en þá gæti þjálfaralaust lið tekið við honum. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Andoni Iraola, þjálfari Rayo Vallecano á Spáni vill ekki sjá framherjann Diego Costa hjá félaginu. Forseti félagsins vill fá hann til liðsins en Iraola hefur hótað að hætta ef verður af skiptunum. Costa er 33 ára gamall og hefur ferill hans farið niðurávið frá því að hann yfirgaf Chelsea árið 2017. Hann hafði farið mikinn hjá Atlético Madrid og unnið spænska meistaratitilinn árið 2014 áður en hann vann tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea, árin 2015 og 2017. Hann vældi sig burt frá félaginu og sneri aftur til Atlético en var í heldur smærra hlutverki hjá liðinu og var látinn fara á miðju tímabili, í desember 2020, en sömu leiktíð vann Atlético deildina. Eftir átta mánaða leit að liði fór hann til heimalands síns, Brasilíu, og lék með Atlético Mineiro þar sem hann lék frá ágúst í fyrra fram í janúar á þessu ári en hann hefur verið án liðs síðan. Nú hefur Raúl Martín Presa, umdeildur eigandi Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni, náð samkomulagi við Costa um að spila með liðinu í vetur. Costa var áður hjá liðinu á láni leiktíðina 2011-12 þar sem hann skoraði tíu mörk í 16 deildarleikjum. Sagan segir að Presa sé erfiður í samskiptum og hafi tekið þónokkrar furðulegar ákvarðanir undanfarin ár. Til að mynda neitar hann að hafa miða á leiki liðsins til sölu á netinu og myndast því miklar raðir í miðasölu félagsins fyrir hvern leik. Hann hafði ekkert samráð við Andoni Iraola, þjálfara liðsins, um kaupin á Costa en þjálfarinn er sagður æfur yfir því þar sem hann hefur engan áhuga á því að fá hann til liðs við félagið og vill heldur fá annan framherja. Hann hefur hótað að segja upp og má vel vera að kaupin á Costa verði kornið sem fylli mæli Iraola sem hefur látið margt yfir sig ganga. Iraola er fyrrum landsliðsmaður Spánar og spilaði yfir 400 leiki fyrir Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni. Hann kom Rayo upp í úrvalsdeildina í fyrstu tilraun og stýrði liðinu í 12. sæti í efstu deild á síðustu leiktíð, auk þess sem liðið komst í undanúrslit spænsku bikarkeppninnar. Spænski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Sjá meira
Costa er 33 ára gamall og hefur ferill hans farið niðurávið frá því að hann yfirgaf Chelsea árið 2017. Hann hafði farið mikinn hjá Atlético Madrid og unnið spænska meistaratitilinn árið 2014 áður en hann vann tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea, árin 2015 og 2017. Hann vældi sig burt frá félaginu og sneri aftur til Atlético en var í heldur smærra hlutverki hjá liðinu og var látinn fara á miðju tímabili, í desember 2020, en sömu leiktíð vann Atlético deildina. Eftir átta mánaða leit að liði fór hann til heimalands síns, Brasilíu, og lék með Atlético Mineiro þar sem hann lék frá ágúst í fyrra fram í janúar á þessu ári en hann hefur verið án liðs síðan. Nú hefur Raúl Martín Presa, umdeildur eigandi Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni, náð samkomulagi við Costa um að spila með liðinu í vetur. Costa var áður hjá liðinu á láni leiktíðina 2011-12 þar sem hann skoraði tíu mörk í 16 deildarleikjum. Sagan segir að Presa sé erfiður í samskiptum og hafi tekið þónokkrar furðulegar ákvarðanir undanfarin ár. Til að mynda neitar hann að hafa miða á leiki liðsins til sölu á netinu og myndast því miklar raðir í miðasölu félagsins fyrir hvern leik. Hann hafði ekkert samráð við Andoni Iraola, þjálfara liðsins, um kaupin á Costa en þjálfarinn er sagður æfur yfir því þar sem hann hefur engan áhuga á því að fá hann til liðs við félagið og vill heldur fá annan framherja. Hann hefur hótað að segja upp og má vel vera að kaupin á Costa verði kornið sem fylli mæli Iraola sem hefur látið margt yfir sig ganga. Iraola er fyrrum landsliðsmaður Spánar og spilaði yfir 400 leiki fyrir Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni. Hann kom Rayo upp í úrvalsdeildina í fyrstu tilraun og stýrði liðinu í 12. sæti í efstu deild á síðustu leiktíð, auk þess sem liðið komst í undanúrslit spænsku bikarkeppninnar.
Spænski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Sjá meira